Hlýindin hafa áhrif á síldina Svavar Hávarðsson skrifar 10. desember 2016 07:15 Sjómenn þurftu mikið að hafa fyrir því að veiða síldarkvóta sína. vísir/Vilhelm Ein birtingarmynd óvenjulegs árferðis í haust og vetur virðist vera að sjómenn þurftu lengri tíma til að veiða síldarkvóta sína, enda hafði síldin ekki myndað stórar torfur heldur var hún dreifð um veiðisvæðið. Ekki eru vísbendingar um að síldin sé að breyta um vetursetustöðvar, eins og henni er gjarnt. Ennþá má greina í stofninum sýkingu sem kom upp árið 2008. Nýlega var birt frétt á heimasíðu Síldarvinnslunnar þar sem sagði að skip fyrirtækisins, Beitir NK og Börkur NK, hefðu lokið veiðum á íslenskri sumargotssíld þessa vertíðina. Þar segir skipstjórinn á Berki, Hjörvar Hjálmarsson, að vertíðin hafi verið frekar slök miðað við undanfarin ár. „Síldin virðist ekki enn komin í vetursetu og torfumyndun varla hafin. Hún er dreifð og sennilega höfum við alls ekki fundið megnið af síldinni. Spurningin er bara hvar hún heldur sig. Þessi síld er þekkt fyrir að breyta um hegðun með reglulegu millibili og kannski er eitthvað slíkt að gerast núna,“ sagði Hjörvar. Guðmundur J. Óskarsson, fiskifræðingur hjá Hafrannsóknastofnun, segir erfitt að fullyrða nokkuð um samhengi veiða og veðurfars – til þess vanti nauðsynlegar rannsóknir sem bíða næstu tveggja mánaða. Í fyrrahaust hafi síldin verið dreifð djúpt vestur af landinu líkt og í haust, og var ekki komin í stórar torfur út af Snæfellsnesi fyrr en undir lok janúar. Ekki hafi náðst að mæla stofninn fyrr en í mars síðustu ár. „Ég held að það fari kannski saman hlý haust sem seinka því að síldin fari í vetrarástand og að á veiðisvæðinu fyrir vestan er „stanslaust“ skark með flotvörpu sem tvístrar torfum og kemur í veg fyrir að hún myndar stórar torfur. Með öðrum orðum virðist hún vera það dreifð langt fram eftir haustinu og fram í janúar að veiðiskip þurfa að hafa meira fyrir henni og vandamál séu að mæla hana með rannsóknarskipum vegna stærðar svæðisins,“ segir Guðmundur. Sú umræða að síldin væri að breyta um vetursetustöðvar kom upp í fyrra líkt og nú. Hafró fann engar vísbendingar um slíkt þá og mælingar á stofninum fyrir vestan, sem heppnuðust loks í mars, gáfu svipað magn og væntingar voru um.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Veður Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Ein birtingarmynd óvenjulegs árferðis í haust og vetur virðist vera að sjómenn þurftu lengri tíma til að veiða síldarkvóta sína, enda hafði síldin ekki myndað stórar torfur heldur var hún dreifð um veiðisvæðið. Ekki eru vísbendingar um að síldin sé að breyta um vetursetustöðvar, eins og henni er gjarnt. Ennþá má greina í stofninum sýkingu sem kom upp árið 2008. Nýlega var birt frétt á heimasíðu Síldarvinnslunnar þar sem sagði að skip fyrirtækisins, Beitir NK og Börkur NK, hefðu lokið veiðum á íslenskri sumargotssíld þessa vertíðina. Þar segir skipstjórinn á Berki, Hjörvar Hjálmarsson, að vertíðin hafi verið frekar slök miðað við undanfarin ár. „Síldin virðist ekki enn komin í vetursetu og torfumyndun varla hafin. Hún er dreifð og sennilega höfum við alls ekki fundið megnið af síldinni. Spurningin er bara hvar hún heldur sig. Þessi síld er þekkt fyrir að breyta um hegðun með reglulegu millibili og kannski er eitthvað slíkt að gerast núna,“ sagði Hjörvar. Guðmundur J. Óskarsson, fiskifræðingur hjá Hafrannsóknastofnun, segir erfitt að fullyrða nokkuð um samhengi veiða og veðurfars – til þess vanti nauðsynlegar rannsóknir sem bíða næstu tveggja mánaða. Í fyrrahaust hafi síldin verið dreifð djúpt vestur af landinu líkt og í haust, og var ekki komin í stórar torfur út af Snæfellsnesi fyrr en undir lok janúar. Ekki hafi náðst að mæla stofninn fyrr en í mars síðustu ár. „Ég held að það fari kannski saman hlý haust sem seinka því að síldin fari í vetrarástand og að á veiðisvæðinu fyrir vestan er „stanslaust“ skark með flotvörpu sem tvístrar torfum og kemur í veg fyrir að hún myndar stórar torfur. Með öðrum orðum virðist hún vera það dreifð langt fram eftir haustinu og fram í janúar að veiðiskip þurfa að hafa meira fyrir henni og vandamál séu að mæla hana með rannsóknarskipum vegna stærðar svæðisins,“ segir Guðmundur. Sú umræða að síldin væri að breyta um vetursetustöðvar kom upp í fyrra líkt og nú. Hafró fann engar vísbendingar um slíkt þá og mælingar á stofninum fyrir vestan, sem heppnuðust loks í mars, gáfu svipað magn og væntingar voru um.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Veður Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent