NBA: Þrenna Westbrook ekki nóg fyrir OKC í nótt | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. nóvember 2016 07:15 Indiana Pacers vann framlengdan leik á útivelli á móti Oklahoma City Thunder í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og Chicago Bulls fagnaði sigri í fimmta sinn í síðustu sex leikjum sínum. New York Knicks hélt sigurgöngu sinni áfram í Madison Square Garden.Jeff Teague skoraði 8 af 30 stigum sínum í framlengingunni þegar Indiana Pacers vann 115-111 útisigur á Oklahoma City Thunder. Þetta var fyrsti útisigur Indiana-liðsins á tímabilinu. Russell Westbrook náði sinni fimmtu þrennu á tímabilinu en það dugði ekki heimamönnum í Oklahoma City Thunder. Westbrook endaði með 31 stig, 15 stoðsendingar og 10 fráköst en þurfti 34 skot til þess að skora þessi stig sín. Westbrook er með jafnmargar þrennur á þessu tímabili og allir aðrir leikmenn NBA-deildarinnar til samans. Það var einmitt þriggja stiga karfa frá Russell Westbrook sem kom leiknum í framlengingu þegar aðeins 2,4 sekúndur voru eftir. Þristur frá Jeff Teague kom Indiana yfir í framlengingunni og OKC náði aldrei að jafna metin eftir það. Jeff Teague var einn af sex leikmönnum Indiana með tíu stig eða meira. Thaddeus Young skoraði 20 stig og tók 11 fráköst, Glenn Robinson III var með 16 stig og 11 fráköst og Myles Turner bætti við 15 stigum og 9 fráköstum.Jimmy Butler skoraði 40 stig þegar Chicago Bulls vann 118-110 útisigur á Los Angeles Lakers og fagnaði sínum fimmta sigri í sex leikjum. Nikola Mirotic var með 15 stig og 15 fráköst fyrir Chicago sem hvíldi Dwyane Wade í þessum leik. Rajon Rondo skoraði bara 4 stig en var með 12 stoðsendingar og 9 fráköst. Lou Williams skoraði mest fyrir Lakers eða 25 stig og Larry Nance Jr. var með 18 stig.Carmelo Anthony var með 31 stig þegar New York Knicks vann 104-94 sigur á Atlanta Hawks í Maidson Square Garden en þetta var fjórði heimasigur New York liðsins í röð. Kristaps Porzingis bætti við 19 stigum og 11 fráköstum. Dwight Howard var með 18 stig og 18 fráköst fyrir Atlanta en þýski leikstjórnandinn Dennis Schroder klikkaði aftur á móti á öllum átta skotum sínum.C.J. McCollum var með 33 stig þegar Portland Trail Blazers vann 20 stiga sigur á Brooklyn Nets, 129-109. Evan Turner var með 19 stig fyrir Portland sem endaði þriggja leikja sigurgöngu sína en sá jafnframt til þess að Brooklyn tapaði sínum fjórða leik í röð.Rudy Gay skoraði 23 stig fyrir Sacramento Kings í 102-99 sigri á Toronto Raptors. Terrence Ross skoraði í lokin en þriggja stiga karfa hans kom rétt eftir að leiktíminn rann út. DeMarcus Cousins bætti við 19 stigum og 10 fráköstum fyrir Sacramento. Kyle Lowry var með 25 stig og 8 stoðsendingar fyrir Toronto en DeMar DeRozan, stigahæsti leikmaður NBA-deildarinnar, var bara með 12 stig. Hann var búinn að vera stigahæstur í 19 daga en þessi slaki leikur sá til þess að hann missti sæti sitt á toppnum.Úrslitin í öllum leikjunum í NBA-deildinni í nótt: Los Angeles Lakers - Chicago Bulls 110-118 Denver Nuggets - Utah Jazz 105-91 Sacramento Kings - Toronto Raptors 102-99 Oklahoma City Thunder - Indiana Pacers 111-115 (103-103) Brooklyn Nets - Portland Trail Blazers 109-129 New York Knicks - Atlanta Hawks 104-94Staðan í NBA-deildinni NBA Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira
Indiana Pacers vann framlengdan leik á útivelli á móti Oklahoma City Thunder í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og Chicago Bulls fagnaði sigri í fimmta sinn í síðustu sex leikjum sínum. New York Knicks hélt sigurgöngu sinni áfram í Madison Square Garden.Jeff Teague skoraði 8 af 30 stigum sínum í framlengingunni þegar Indiana Pacers vann 115-111 útisigur á Oklahoma City Thunder. Þetta var fyrsti útisigur Indiana-liðsins á tímabilinu. Russell Westbrook náði sinni fimmtu þrennu á tímabilinu en það dugði ekki heimamönnum í Oklahoma City Thunder. Westbrook endaði með 31 stig, 15 stoðsendingar og 10 fráköst en þurfti 34 skot til þess að skora þessi stig sín. Westbrook er með jafnmargar þrennur á þessu tímabili og allir aðrir leikmenn NBA-deildarinnar til samans. Það var einmitt þriggja stiga karfa frá Russell Westbrook sem kom leiknum í framlengingu þegar aðeins 2,4 sekúndur voru eftir. Þristur frá Jeff Teague kom Indiana yfir í framlengingunni og OKC náði aldrei að jafna metin eftir það. Jeff Teague var einn af sex leikmönnum Indiana með tíu stig eða meira. Thaddeus Young skoraði 20 stig og tók 11 fráköst, Glenn Robinson III var með 16 stig og 11 fráköst og Myles Turner bætti við 15 stigum og 9 fráköstum.Jimmy Butler skoraði 40 stig þegar Chicago Bulls vann 118-110 útisigur á Los Angeles Lakers og fagnaði sínum fimmta sigri í sex leikjum. Nikola Mirotic var með 15 stig og 15 fráköst fyrir Chicago sem hvíldi Dwyane Wade í þessum leik. Rajon Rondo skoraði bara 4 stig en var með 12 stoðsendingar og 9 fráköst. Lou Williams skoraði mest fyrir Lakers eða 25 stig og Larry Nance Jr. var með 18 stig.Carmelo Anthony var með 31 stig þegar New York Knicks vann 104-94 sigur á Atlanta Hawks í Maidson Square Garden en þetta var fjórði heimasigur New York liðsins í röð. Kristaps Porzingis bætti við 19 stigum og 11 fráköstum. Dwight Howard var með 18 stig og 18 fráköst fyrir Atlanta en þýski leikstjórnandinn Dennis Schroder klikkaði aftur á móti á öllum átta skotum sínum.C.J. McCollum var með 33 stig þegar Portland Trail Blazers vann 20 stiga sigur á Brooklyn Nets, 129-109. Evan Turner var með 19 stig fyrir Portland sem endaði þriggja leikja sigurgöngu sína en sá jafnframt til þess að Brooklyn tapaði sínum fjórða leik í röð.Rudy Gay skoraði 23 stig fyrir Sacramento Kings í 102-99 sigri á Toronto Raptors. Terrence Ross skoraði í lokin en þriggja stiga karfa hans kom rétt eftir að leiktíminn rann út. DeMarcus Cousins bætti við 19 stigum og 10 fráköstum fyrir Sacramento. Kyle Lowry var með 25 stig og 8 stoðsendingar fyrir Toronto en DeMar DeRozan, stigahæsti leikmaður NBA-deildarinnar, var bara með 12 stig. Hann var búinn að vera stigahæstur í 19 daga en þessi slaki leikur sá til þess að hann missti sæti sitt á toppnum.Úrslitin í öllum leikjunum í NBA-deildinni í nótt: Los Angeles Lakers - Chicago Bulls 110-118 Denver Nuggets - Utah Jazz 105-91 Sacramento Kings - Toronto Raptors 102-99 Oklahoma City Thunder - Indiana Pacers 111-115 (103-103) Brooklyn Nets - Portland Trail Blazers 109-129 New York Knicks - Atlanta Hawks 104-94Staðan í NBA-deildinni
NBA Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira