Steph Curry skoraði 28 stig og setti þar af niður fimm þriggja stiga körfur. Ian Clark skoraði 22 stig og Kevin Durant 20.
San Antonio vann fyrstu fjóra leiki sína í vetur en í nótt keyrði liðið á vegg gegn Utah þar sem liðið tapaði með 15 stiga mun. Annar sigur Utah í vetur.
LA Lakers er búið að vinna einn leik og tapa þremur eftir tapið gegn Indiana í nótt.
Meistarar Cleveland eru aftur á móti með fullt hús en liðið vann Houston í miklum stigaleik í nótt. Þetta er í fyrsta sinn síðan árið 2000 sem Cleveland vinnur fyrstu fjóra leiki sína á tímabilinu.
Kyrie Irving skoraði 32 stig fyrir Cleveland og Kevin Love 24. LeBron James skoraði 19 stig, tók 13 fráköst og gaf 8 stoðsendingar.
Úrslit:
Cleveland-Houston 128-120
Philadelphia-Orlando 101-103
Indiana-LA Lakers 115-108
Miami-Sacramento 108-96
Detroit-NY Knicks 102-89
New Orleans-Milwaukee 113-117
Minnesota-Memphis 116-80
San Antonio-Utah 91-106
Portland-Golden State 104-127
Staðan í NBA-deildinni.