Eins og vanalega fylgist fólkið á Twitter vel með og hafa fyrstu mínútur þáttarins strax vakið mikla athygli en þá var farið yfir sögu þeirrar ríkisstjórnar sem fer frá völdum í komandi kosningum.
Meðal annars var það rifjað upp þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins og Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins hringdu inn í útvarpsþátt Sigga Hlö á Bylgjunni á meðan þeir voru í stjórnarmyndunarviðræðum og báðu um lagið Wild Boys.
Hér að neðan má sjá nokkur vel valin tíst og neðst í fréttinni má fylgjast með umræðunni á Twitter en hún fer fram undir myllumerkinu #kosningar.
Er Dressman búið að finna ný módel? #kosningar pic.twitter.com/oR0vBXBlRk
— Reynir Jónsson (@ReynirJod) September 22, 2016
"Wild boys, never loosing..." Hvílík snilld í kosningasjónvarpi Rúv #kosningar
— Harpa H. Frankels. (@HarpaFrankels) September 22, 2016
Djöfull er búið að gerast mikið af grilluðu kjaftæði á þessu kjörtímabili. #kosningar
— Krummi (@hrafnjonsson) September 22, 2016
Fékk alveg aukinn hjartslátt þegar var farið yfir kjörtímabilið. #kosningar
— Dagny Aradottir Pind (@dagnyara) September 22, 2016
#kosningar TweetsIts not me, its RÚV #kosningar
— Heiða Kristín (@heidabest) September 22, 2016