Fögnuðu fram á nótt í Eyjum enda Páll á leiðinni á þing Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. september 2016 10:47 Páll Magnússon á greinilega gott bakland á Heimaey enda Eyjamaður mikill. Mynd/Håkon Broder Lund Páll Magnússon, fyrrverandi útvarpsstjóri og fréttamaður, mun leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi eftir yfirburðarsigur í baráttunni um oddvitasætið í prófkjörinu sem lauk í gær. Lokatölur lágu ekki fyrir fyrr en seint í nótt en þá kom í ljós að Páll hafði hlotið 1771 atkvæði í 1. sætið en 3901 greiddi atkvæði í prófkjörinu. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra hlaut 1021 atkvæði í 1. sætið og hafnaði í fjórða sæti listans. Ljóst er að úrslitin eru mikil tíðindi enda vel mögulegt að sitjandi ráðherra komist ekki inn á þing. Ásmundur Friðriksson hafnaði í 2. sæti og Vilhjálmur Árnason í því þriðja. Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður flokksins, hafnaði í fimmta sæti listans. Karlmenn eru því í þremur efstu sætunum og gæti varið svo að kjörnefnd ákveði að breyta röðun á listanum með tilliti til kynja. Vilhjálmi Bjarnasyni, sem hafnaði í fjórða sæti listans í Kraganum, líst ekki vel á að leikreglunum sé breytt eftir á, eins og hann orðar það í samtali við Vísi. Fjögur efstu sæti flokksins í Kraganum eru skipuð karlmönnum og má segja að konur í Sjálfstæðisflokknum hafi beðið afhroð í kosningunum í Suður- og Suðvesturkjördæmi.Sjá einnig:Formaður Landsambands Sjálfstæðiskvenna í sjokki Páll, sem tilkynnti framboð sitt fyrir sléttum mánuði, sagðist í samtali við Vísi í nótt hrærður yfir þeim mikla stuðningi sem hann hefði fengið. „Þetta er atrenna að kosningunum sem eru það sem skipta mestu máli.“ Um 200 manna veisla var haldin á kosningaskrifstofu Páls á Heimaey í gærkvöldi og fram á nótt. Þar var glatt á hjalla eins og sjá má á myndunum að neðan sem Håkon Broder Lund tók.Vísir hvetur þátttakendur í prófkjöri allra flokka til að senda inn myndir frá kosningabaráttunni á ritstjorn@visir.is. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Páll Magnússon í fyrsta sæti á Suðurlandi Ásmundur Friðriksson er í öðru sæti. 11. september 2016 00:30 Fagnaðarlæti í Eyjum: „Ég er hrærður yfir þessum mikla stuðningi“ Páll Magnússon hefur áhyggjur af stöðu kvenna í Sjálfstæðisflokknum. 11. september 2016 00:51 Þingmaður um mögulegar breytingar á lista Sjálfstæðisflokksins í Kraganum: „Til hvers að halda prófkjör ef leikreglunum er breytt eftir á?“ Vilhjálmur Bjarnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að það hefði verið betra að hafa fleiri konur á meðal þeirra sex efstu í prófkjöri flokksins í Suðvesturkjördæmi í gær en karlar skipa fjögur efstu sæti listans, og er Vilhjálmur sjálfur í fjórða sæti. 11. september 2016 10:31 Mest lesið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Fleiri fréttir „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Sjá meira
Páll Magnússon, fyrrverandi útvarpsstjóri og fréttamaður, mun leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi eftir yfirburðarsigur í baráttunni um oddvitasætið í prófkjörinu sem lauk í gær. Lokatölur lágu ekki fyrir fyrr en seint í nótt en þá kom í ljós að Páll hafði hlotið 1771 atkvæði í 1. sætið en 3901 greiddi atkvæði í prófkjörinu. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra hlaut 1021 atkvæði í 1. sætið og hafnaði í fjórða sæti listans. Ljóst er að úrslitin eru mikil tíðindi enda vel mögulegt að sitjandi ráðherra komist ekki inn á þing. Ásmundur Friðriksson hafnaði í 2. sæti og Vilhjálmur Árnason í því þriðja. Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður flokksins, hafnaði í fimmta sæti listans. Karlmenn eru því í þremur efstu sætunum og gæti varið svo að kjörnefnd ákveði að breyta röðun á listanum með tilliti til kynja. Vilhjálmi Bjarnasyni, sem hafnaði í fjórða sæti listans í Kraganum, líst ekki vel á að leikreglunum sé breytt eftir á, eins og hann orðar það í samtali við Vísi. Fjögur efstu sæti flokksins í Kraganum eru skipuð karlmönnum og má segja að konur í Sjálfstæðisflokknum hafi beðið afhroð í kosningunum í Suður- og Suðvesturkjördæmi.Sjá einnig:Formaður Landsambands Sjálfstæðiskvenna í sjokki Páll, sem tilkynnti framboð sitt fyrir sléttum mánuði, sagðist í samtali við Vísi í nótt hrærður yfir þeim mikla stuðningi sem hann hefði fengið. „Þetta er atrenna að kosningunum sem eru það sem skipta mestu máli.“ Um 200 manna veisla var haldin á kosningaskrifstofu Páls á Heimaey í gærkvöldi og fram á nótt. Þar var glatt á hjalla eins og sjá má á myndunum að neðan sem Håkon Broder Lund tók.Vísir hvetur þátttakendur í prófkjöri allra flokka til að senda inn myndir frá kosningabaráttunni á ritstjorn@visir.is.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Páll Magnússon í fyrsta sæti á Suðurlandi Ásmundur Friðriksson er í öðru sæti. 11. september 2016 00:30 Fagnaðarlæti í Eyjum: „Ég er hrærður yfir þessum mikla stuðningi“ Páll Magnússon hefur áhyggjur af stöðu kvenna í Sjálfstæðisflokknum. 11. september 2016 00:51 Þingmaður um mögulegar breytingar á lista Sjálfstæðisflokksins í Kraganum: „Til hvers að halda prófkjör ef leikreglunum er breytt eftir á?“ Vilhjálmur Bjarnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að það hefði verið betra að hafa fleiri konur á meðal þeirra sex efstu í prófkjöri flokksins í Suðvesturkjördæmi í gær en karlar skipa fjögur efstu sæti listans, og er Vilhjálmur sjálfur í fjórða sæti. 11. september 2016 10:31 Mest lesið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Fleiri fréttir „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Sjá meira
Páll Magnússon í fyrsta sæti á Suðurlandi Ásmundur Friðriksson er í öðru sæti. 11. september 2016 00:30
Fagnaðarlæti í Eyjum: „Ég er hrærður yfir þessum mikla stuðningi“ Páll Magnússon hefur áhyggjur af stöðu kvenna í Sjálfstæðisflokknum. 11. september 2016 00:51
Þingmaður um mögulegar breytingar á lista Sjálfstæðisflokksins í Kraganum: „Til hvers að halda prófkjör ef leikreglunum er breytt eftir á?“ Vilhjálmur Bjarnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að það hefði verið betra að hafa fleiri konur á meðal þeirra sex efstu í prófkjöri flokksins í Suðvesturkjördæmi í gær en karlar skipa fjögur efstu sæti listans, og er Vilhjálmur sjálfur í fjórða sæti. 11. september 2016 10:31