Fagnaðarlæti í Eyjum: „Ég er hrærður yfir þessum mikla stuðningi“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. september 2016 00:51 "Það er 200 manna veisla í gangi og mikil fagnaðarlæti,“ segir Páll. Mynd/Håkon Broder Lund Allt bendir til þess að Páll Magnússon, fyrrverandi útvarpsstjóri og fréttamaður, muni leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi í komandi kosningum. Páll er efstur í prófkjöri flokksins þegar eitt þúsund atkvæði hafa verið talin. „Ég er mjög ánægður með þetta og hrærður yfri þessum mikla stuðningi sem ég fæ,“ segir Páll í samtali við Vísi. Hann segist hafa unnið með afburðafólki í kosningabarátunni og það eigi hrós skilið. Hins vegar séu það kosningarnar sjálfar þann 29. október sem séu stóra málið. „Þetta er atrenna að kosningunum sem eru það sem skipta mestu máli.“Hefur áhyggjur af stöðu kvenna Athygli vekur að Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra sem sóttist einnig eftir fyrsta sætinu er fjórða eftir fyrstu tölur. Hlutur kvenna í prófkjöri flokksins hefur vakið athygli en fjögur efstu sætin á listanum í Suðvesturkjördæmi eru skipuð körlum. Páll tekur undir áhyggjuraddir um stöðu kvenna í flokknum. „Já, ég held ég geti tekið undir það. Þetta er ákveðið áhyggjuefni en auðvitað er það þannig að það verði ekki leyst með því að karlar hætti að gefa kost á sér til trúnaðarstarfa fyrir flokkinn. Þetta er íhgununarefni og áhyggjuefni.“ Páll var staddur á kosningaskrifstofu sinni í Vestmannaeyjum þegar blaðamaður náði af honum tali. Þar var líf og fjör. „Það er 200 manna veisla í gangi og mikil fagnaðarlæti.“Ásmundur kann „trixið“ Víðar er vafalítið fagnað í Eyjum þar sem Ásmundur Friðriksson er í öðru sæti á listanum þegar fyrstu tölur hafa verið birtar. „Það er bara eitt trix í þessu, daginn eftir síðustu kosningar, 2013, þá hóf ég undirbúning að næstu kosningum. Og það hefur ekki dottið út dagur síðan. Ég er ekki að byrja neina kosningabaráttu, hún hefur staðið samfleytt. Ég er alltaf í vinnunni og það er engin breyting á mínum högum með það,“ sagði Ásmundur í samtali við Vísi í lok júlí.Ekki hefur náðst í Ragnheiði Elínu síðan fyrstu tölur voru birtar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.UppfærtPáll Magnússon vann yfirburðarsigur í prófkjörinu eins og lesa má nánar um hér. Að neðan má sjá myndir frá fögnuði Páls og stuðningsmanna hans í Eyjum. Þriðju tölur: 1. Páll Magnússon 2. Ásmundur Friðriksson 3. Vilhjálmur Árnason 4. Ragnheiður Elín Árnadóttir 5. Unnur Brá Konráðsdóttir— Sjálfstæðisflokkur (@sjalfstaedisfl) September 11, 2016 Kosningar 2016 X16 Suður Tengdar fréttir Páll Magnússon í fyrsta sæti á Suðurlandi Ásmundur Friðriksson er í öðru sæti. 11. september 2016 00:30 Össur hafði betur gegn Sigríði Helgi Hjörvar hafnaði í fjórða sæti á eftir Evu Baldursdóttur. 10. september 2016 19:57 Prófkjör Samfylkingarinnar: Guðjón Brjánsson í fyrsta sæti í norðvestur kjördæmi Niðurstöður úr prófkjöri Samfylkingarinnar í norðvestur kjördæmi liggja fyrir. 10. september 2016 20:01 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira
Allt bendir til þess að Páll Magnússon, fyrrverandi útvarpsstjóri og fréttamaður, muni leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi í komandi kosningum. Páll er efstur í prófkjöri flokksins þegar eitt þúsund atkvæði hafa verið talin. „Ég er mjög ánægður með þetta og hrærður yfri þessum mikla stuðningi sem ég fæ,“ segir Páll í samtali við Vísi. Hann segist hafa unnið með afburðafólki í kosningabarátunni og það eigi hrós skilið. Hins vegar séu það kosningarnar sjálfar þann 29. október sem séu stóra málið. „Þetta er atrenna að kosningunum sem eru það sem skipta mestu máli.“Hefur áhyggjur af stöðu kvenna Athygli vekur að Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra sem sóttist einnig eftir fyrsta sætinu er fjórða eftir fyrstu tölur. Hlutur kvenna í prófkjöri flokksins hefur vakið athygli en fjögur efstu sætin á listanum í Suðvesturkjördæmi eru skipuð körlum. Páll tekur undir áhyggjuraddir um stöðu kvenna í flokknum. „Já, ég held ég geti tekið undir það. Þetta er ákveðið áhyggjuefni en auðvitað er það þannig að það verði ekki leyst með því að karlar hætti að gefa kost á sér til trúnaðarstarfa fyrir flokkinn. Þetta er íhgununarefni og áhyggjuefni.“ Páll var staddur á kosningaskrifstofu sinni í Vestmannaeyjum þegar blaðamaður náði af honum tali. Þar var líf og fjör. „Það er 200 manna veisla í gangi og mikil fagnaðarlæti.“Ásmundur kann „trixið“ Víðar er vafalítið fagnað í Eyjum þar sem Ásmundur Friðriksson er í öðru sæti á listanum þegar fyrstu tölur hafa verið birtar. „Það er bara eitt trix í þessu, daginn eftir síðustu kosningar, 2013, þá hóf ég undirbúning að næstu kosningum. Og það hefur ekki dottið út dagur síðan. Ég er ekki að byrja neina kosningabaráttu, hún hefur staðið samfleytt. Ég er alltaf í vinnunni og það er engin breyting á mínum högum með það,“ sagði Ásmundur í samtali við Vísi í lok júlí.Ekki hefur náðst í Ragnheiði Elínu síðan fyrstu tölur voru birtar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.UppfærtPáll Magnússon vann yfirburðarsigur í prófkjörinu eins og lesa má nánar um hér. Að neðan má sjá myndir frá fögnuði Páls og stuðningsmanna hans í Eyjum. Þriðju tölur: 1. Páll Magnússon 2. Ásmundur Friðriksson 3. Vilhjálmur Árnason 4. Ragnheiður Elín Árnadóttir 5. Unnur Brá Konráðsdóttir— Sjálfstæðisflokkur (@sjalfstaedisfl) September 11, 2016
Kosningar 2016 X16 Suður Tengdar fréttir Páll Magnússon í fyrsta sæti á Suðurlandi Ásmundur Friðriksson er í öðru sæti. 11. september 2016 00:30 Össur hafði betur gegn Sigríði Helgi Hjörvar hafnaði í fjórða sæti á eftir Evu Baldursdóttur. 10. september 2016 19:57 Prófkjör Samfylkingarinnar: Guðjón Brjánsson í fyrsta sæti í norðvestur kjördæmi Niðurstöður úr prófkjöri Samfylkingarinnar í norðvestur kjördæmi liggja fyrir. 10. september 2016 20:01 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira
Páll Magnússon í fyrsta sæti á Suðurlandi Ásmundur Friðriksson er í öðru sæti. 11. september 2016 00:30
Össur hafði betur gegn Sigríði Helgi Hjörvar hafnaði í fjórða sæti á eftir Evu Baldursdóttur. 10. september 2016 19:57
Prófkjör Samfylkingarinnar: Guðjón Brjánsson í fyrsta sæti í norðvestur kjördæmi Niðurstöður úr prófkjöri Samfylkingarinnar í norðvestur kjördæmi liggja fyrir. 10. september 2016 20:01