Skoðun eða trúboð Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 19. ágúst 2016 00:00 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, lýsti áhyggjum af stöðu íslenskra fjölmiðla á Facebook-síðu sinni á dögunum. Hann hefur áhyggjur af því að fjölmiðla skorti stefnu, markmið eða skilaboð. Þeir hefðu því nánast ekki annan tilgang en að vera til staðar fyrir þá sem þar vinna. Tilefni skrifa Bjarna er að í ritstjórnarskrifum Fréttablaðsins hafi undanfarið birst mismunandi skoðanir á framtíð Íslands í gjaldeyrismálum. Þennan blæbrigðamun túlkar Bjarni sem vísbendingu um að Fréttablaðið skorti „stefnu, markmið eða skilaboð“. Rétt er hjá Bjarna að starfsmenn Fréttablaðsins hafa ekki sérstök markmið í leiðaraskrifum. Við stundum ekki trúboð. Við lýsum okkar skoðunum undir fullu nafni og höfum frelsi til að tjá þær eftir því sem formið leyfir ef þær stríða ekki gegn almennum ritstjórnarlínum, meðal annars um athafnafrelsi einstaklinga og fyrirtækja. Línan útilokar til dæmis kynþáttaníð, en skoðanir á gjaldeyrismálum eru frjálsar. Þess vegna ber leiðarasíðan titilinn „Skoðun“. Það er fullkomlega eðlilegt að skoðanir sem birtast í leiðurum stangist á frá degi til dags. Hugsandi fólk kemst að niðurstöðu og myndar sér skoðun, en ekki dauðir hlutir eins og dagblöð – nema útgáfan þjóni duldum sérhagsmunum. Stundum skiptir fólk um skoðun. Bjarni gerði það í afstöðu sinni til Evrópusambandsins. Haustið 2008 vildi hann aðildarviðræður enda væri krónan „fjötur um fót“ Íslendinga. Ef sinnaskipti í stjórnmálum byggjast á nýjum upplýsingum og breyttum forsendum eru þau lofsverð. Ef þjónkun við sérhagsmuni ræður för eru sinnaskipti ámælisverð. Ummæli Bjarna benda til að hann sakni tíma flokksblaðanna þegar Morgunblaðið var í yfirburðastöðu, fór inn á flest heimili og hafði dagskrárvald stjórnmálanna í hendi sér. Það væri vissulega þægilegra fyrir Bjarna og Sjálfstæðisflokkinn, en ekki gott fyrir þjóðlífið. Stundum saka pólitískir keppinautar Bjarna Fréttablaðið um að draga taum hans í ritstjórnarskrifum. Það er ekki rétt. En leiðarahöfundar hafa oft hrósað ráðherranum fyrir stjórn efnahagsmála. Hann fær hrós ef hann er talinn verðskulda hrósið. Ekki hefur Bjarni kvartað yfir því. Bjarni hlýtur að taka undir þá skoðun að frjáls skoðanaskipti séu mikilvæg þjóðlífinu þó að einstök skrif hugnist honum ekki. Vonandi fellur hann ekki í þá gryfju að gruna fjölmiðla sýknt og heilagt um að sitja um sig, eins og dæmi eru um. Fjölmiðlar eiga ekki að hafa markmið önnur en þau að segja fréttir og vera farvegur fyrir skoðanir og upplýsingar á ábyrgan og sanngjarnan hátt. Það er ekki keppikefli Fréttablaðsins að Ísland taki upp evru eða annan gjaldmiðil. Kannski hafa einhverjir leiðarahöfundar blaðsins þá skoðun, kannski ekki. Þeim er algerlega frjálst að tjá skoðunina á hvorn veginn sem er. Hvað sem Bjarni kann að hafa um málið að segja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, lýsti áhyggjum af stöðu íslenskra fjölmiðla á Facebook-síðu sinni á dögunum. Hann hefur áhyggjur af því að fjölmiðla skorti stefnu, markmið eða skilaboð. Þeir hefðu því nánast ekki annan tilgang en að vera til staðar fyrir þá sem þar vinna. Tilefni skrifa Bjarna er að í ritstjórnarskrifum Fréttablaðsins hafi undanfarið birst mismunandi skoðanir á framtíð Íslands í gjaldeyrismálum. Þennan blæbrigðamun túlkar Bjarni sem vísbendingu um að Fréttablaðið skorti „stefnu, markmið eða skilaboð“. Rétt er hjá Bjarna að starfsmenn Fréttablaðsins hafa ekki sérstök markmið í leiðaraskrifum. Við stundum ekki trúboð. Við lýsum okkar skoðunum undir fullu nafni og höfum frelsi til að tjá þær eftir því sem formið leyfir ef þær stríða ekki gegn almennum ritstjórnarlínum, meðal annars um athafnafrelsi einstaklinga og fyrirtækja. Línan útilokar til dæmis kynþáttaníð, en skoðanir á gjaldeyrismálum eru frjálsar. Þess vegna ber leiðarasíðan titilinn „Skoðun“. Það er fullkomlega eðlilegt að skoðanir sem birtast í leiðurum stangist á frá degi til dags. Hugsandi fólk kemst að niðurstöðu og myndar sér skoðun, en ekki dauðir hlutir eins og dagblöð – nema útgáfan þjóni duldum sérhagsmunum. Stundum skiptir fólk um skoðun. Bjarni gerði það í afstöðu sinni til Evrópusambandsins. Haustið 2008 vildi hann aðildarviðræður enda væri krónan „fjötur um fót“ Íslendinga. Ef sinnaskipti í stjórnmálum byggjast á nýjum upplýsingum og breyttum forsendum eru þau lofsverð. Ef þjónkun við sérhagsmuni ræður för eru sinnaskipti ámælisverð. Ummæli Bjarna benda til að hann sakni tíma flokksblaðanna þegar Morgunblaðið var í yfirburðastöðu, fór inn á flest heimili og hafði dagskrárvald stjórnmálanna í hendi sér. Það væri vissulega þægilegra fyrir Bjarna og Sjálfstæðisflokkinn, en ekki gott fyrir þjóðlífið. Stundum saka pólitískir keppinautar Bjarna Fréttablaðið um að draga taum hans í ritstjórnarskrifum. Það er ekki rétt. En leiðarahöfundar hafa oft hrósað ráðherranum fyrir stjórn efnahagsmála. Hann fær hrós ef hann er talinn verðskulda hrósið. Ekki hefur Bjarni kvartað yfir því. Bjarni hlýtur að taka undir þá skoðun að frjáls skoðanaskipti séu mikilvæg þjóðlífinu þó að einstök skrif hugnist honum ekki. Vonandi fellur hann ekki í þá gryfju að gruna fjölmiðla sýknt og heilagt um að sitja um sig, eins og dæmi eru um. Fjölmiðlar eiga ekki að hafa markmið önnur en þau að segja fréttir og vera farvegur fyrir skoðanir og upplýsingar á ábyrgan og sanngjarnan hátt. Það er ekki keppikefli Fréttablaðsins að Ísland taki upp evru eða annan gjaldmiðil. Kannski hafa einhverjir leiðarahöfundar blaðsins þá skoðun, kannski ekki. Þeim er algerlega frjálst að tjá skoðunina á hvorn veginn sem er. Hvað sem Bjarni kann að hafa um málið að segja.
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun