KSÍ má ekki blása of mikið út Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. júlí 2016 06:00 Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, í heiðursstúkunni á Stade de France á EM í Frakklandi. Vísir/Vilhelm Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, segir að það standi enn til að aðildarfélög sambandsins fái 300 milljónir af upphæðinni sem KSÍ fékk frá UEFA fyrir EM. Hann segir álagið á starfsfólk KSÍ hafi verið mikið í sumar. Í viðtali sem birtist í helgarblaði Fréttablaðsins varaði Lars Lagerbäck, fráfarandi þjálfari íslenska karlalandsliðsins, við því að félögin hér heima myndu nota þetta nýja fjármagn í leikmannakaup eða launahækkanir því peningarnir myndu einfaldlega hverfa á 1-2 árum. Þeim væri betur varið í að efla þjálfun ungra leikmanna á Íslandi. „Það bíður ákvörðunar stjórnar KSÍ. Hún hefur ekki ákveðið skiptinguna en það verður gert fljótlega,“ sagði Geir í samtali við Fréttablaðið, aðspurður hvort aðildarfélög KSÍ fengju EM-peninginn án nokkurra skilyrða um að nýta hann til að hlúa að ungum og efnilegum leikmönnum. „Við verðum að bíða og sjá hver ákvörðun stjórnarinnar verður. Það er starfshópur innan hennar sem hefur leitt málið í nokkrar vikur. Hann kemur með tillögu að skiptingu fjármagnsins til stjórnarinnar,“ sagði Geir. „Þessir fjármunir munu fara í að efla íslenska knattspyrnu. Þeim verður vel varið í að styrkja okkar aðildarfélög en útfærslan liggur ekki fyrir.“ Í lengri útgáfu viðtalsins við Lagerbäck sem birtist á Vísi sagði hann að forráðamenn og starfsfólk KSÍ þurfa að nýta tækifærið núna til að fara yfir stöðuna og mál sem snúa að sambandinu sjálfu. Lagerbäck sagði að starfsfólk KSÍ væri ofhlaðið vinnu og Geir viðurkennir að álagið hafi verið mikið í sumar vegna EM. „Það er búið að vera mjög mikið að gera því Evrópumótið lagðist ofan á öll okkar hefðbundnu störf. Þetta hefur reynt mikið á alla en er að sama skapi ánægjulegt og skemmtilegt,“ sagði Geir og bætti því við að það yrði að passa að KSÍ blési ekki of mikið út. Það þurfi að vera í eðlilegum hlutföllum við aðildarfélög sambandsins og það sem er að gerast innanlands. Í áðurnefndu viðtali vék Lagerbäck einnig nokkrum orðum að landsliðsnefnd KSÍ sem hann segir að sé með óljóst hlutverk. „Við höfum hagað okkar innra skipulagi svolítið öðruvísi en hann var vanur í Svíþjóð,“ sagði Geir um landsliðsnefndina og bætti því við að mál hennar væru sífellt í skoðun. Formaðurinn ítrekar að KSÍ þurfi alltaf að vera á tánum. „Við þurfum ávallt að vera vakandi fyrir þróun, breytingum og nýjum áherslum. Það er samt alltaf þannig í svona málum að fyrst þarf maður að sjá hvort það er fjárhagslegur styrkur til að ráðast í verkefni áður en þeim er hrint af stað. Þannig hef ég hagað málunum. Við höfum reynt að reka knattspyrnusambandið með skynsamlegum hætti þannig að við náum endum saman á hverju ári,“ sagði Geir Þorsteinsson að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Horfir á fótbolta þegar aðrir hitta vini og vandamenn Starf knattspyrnuþjálfarans hefur bitnað á félagslífi Lars Lagerbäck alla tíð. 16. júlí 2016 10:00 Sögulok á Stade de France Ævintýri íslenska landsliðsins lauk á troðfullum Stade de France í gærkvöldi þar sem heimamenn í gríðarsterku frönsku landsliðið unnu 5-2 sigur á baráttuglöðu íslensku liði. Enginn gafst upp fyrr en í fulla hnefana, hvorki leikmenn 4. júlí 2016 06:00 Lars Lagerbäck: Alvöru prófraun fyrir íslenska knattspyrnu Lars Lagerbäck skilur nú við íslenska karlalandsliðið eftir mesta velmegunarskeið í sögu þess. Hann gerir upp árin sín hjá KSÍ og segir við þessi tímamót að nú þurfi að nýta þann mikla meðbyr sem nú nýtur við til þess að efla 16. júlí 2016 08:00 Ótrúleg fjögur ár á FIFA-lista Aðeins 21 knattspyrnulandslið er fyrir ofan Ísland á nýjasta styrkleikalista Alþjóðaknattspyrnusambandsins sem kom út í gær. Ísland er í 22. sæti og hefur aldrei verið ofar. 109 þjóðir hafa þurft að gefa eftir sæti sitt. 15. júlí 2016 06:00 Lagerbäck: Starfsfólk KSÍ er ofhlaðið vinnu Lars Lagerbäck segir að það væri hægt að vinna fagmannlegar að þeim verkefnum sem tekist er á við innan veggja KSÍ. 18. júlí 2016 12:00 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Rosalegt einvígi á Króknum Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Leik lokið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu sigur í Fjarðabyggðarhöllina „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Sjá meira
Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, segir að það standi enn til að aðildarfélög sambandsins fái 300 milljónir af upphæðinni sem KSÍ fékk frá UEFA fyrir EM. Hann segir álagið á starfsfólk KSÍ hafi verið mikið í sumar. Í viðtali sem birtist í helgarblaði Fréttablaðsins varaði Lars Lagerbäck, fráfarandi þjálfari íslenska karlalandsliðsins, við því að félögin hér heima myndu nota þetta nýja fjármagn í leikmannakaup eða launahækkanir því peningarnir myndu einfaldlega hverfa á 1-2 árum. Þeim væri betur varið í að efla þjálfun ungra leikmanna á Íslandi. „Það bíður ákvörðunar stjórnar KSÍ. Hún hefur ekki ákveðið skiptinguna en það verður gert fljótlega,“ sagði Geir í samtali við Fréttablaðið, aðspurður hvort aðildarfélög KSÍ fengju EM-peninginn án nokkurra skilyrða um að nýta hann til að hlúa að ungum og efnilegum leikmönnum. „Við verðum að bíða og sjá hver ákvörðun stjórnarinnar verður. Það er starfshópur innan hennar sem hefur leitt málið í nokkrar vikur. Hann kemur með tillögu að skiptingu fjármagnsins til stjórnarinnar,“ sagði Geir. „Þessir fjármunir munu fara í að efla íslenska knattspyrnu. Þeim verður vel varið í að styrkja okkar aðildarfélög en útfærslan liggur ekki fyrir.“ Í lengri útgáfu viðtalsins við Lagerbäck sem birtist á Vísi sagði hann að forráðamenn og starfsfólk KSÍ þurfa að nýta tækifærið núna til að fara yfir stöðuna og mál sem snúa að sambandinu sjálfu. Lagerbäck sagði að starfsfólk KSÍ væri ofhlaðið vinnu og Geir viðurkennir að álagið hafi verið mikið í sumar vegna EM. „Það er búið að vera mjög mikið að gera því Evrópumótið lagðist ofan á öll okkar hefðbundnu störf. Þetta hefur reynt mikið á alla en er að sama skapi ánægjulegt og skemmtilegt,“ sagði Geir og bætti því við að það yrði að passa að KSÍ blési ekki of mikið út. Það þurfi að vera í eðlilegum hlutföllum við aðildarfélög sambandsins og það sem er að gerast innanlands. Í áðurnefndu viðtali vék Lagerbäck einnig nokkrum orðum að landsliðsnefnd KSÍ sem hann segir að sé með óljóst hlutverk. „Við höfum hagað okkar innra skipulagi svolítið öðruvísi en hann var vanur í Svíþjóð,“ sagði Geir um landsliðsnefndina og bætti því við að mál hennar væru sífellt í skoðun. Formaðurinn ítrekar að KSÍ þurfi alltaf að vera á tánum. „Við þurfum ávallt að vera vakandi fyrir þróun, breytingum og nýjum áherslum. Það er samt alltaf þannig í svona málum að fyrst þarf maður að sjá hvort það er fjárhagslegur styrkur til að ráðast í verkefni áður en þeim er hrint af stað. Þannig hef ég hagað málunum. Við höfum reynt að reka knattspyrnusambandið með skynsamlegum hætti þannig að við náum endum saman á hverju ári,“ sagði Geir Þorsteinsson að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Horfir á fótbolta þegar aðrir hitta vini og vandamenn Starf knattspyrnuþjálfarans hefur bitnað á félagslífi Lars Lagerbäck alla tíð. 16. júlí 2016 10:00 Sögulok á Stade de France Ævintýri íslenska landsliðsins lauk á troðfullum Stade de France í gærkvöldi þar sem heimamenn í gríðarsterku frönsku landsliðið unnu 5-2 sigur á baráttuglöðu íslensku liði. Enginn gafst upp fyrr en í fulla hnefana, hvorki leikmenn 4. júlí 2016 06:00 Lars Lagerbäck: Alvöru prófraun fyrir íslenska knattspyrnu Lars Lagerbäck skilur nú við íslenska karlalandsliðið eftir mesta velmegunarskeið í sögu þess. Hann gerir upp árin sín hjá KSÍ og segir við þessi tímamót að nú þurfi að nýta þann mikla meðbyr sem nú nýtur við til þess að efla 16. júlí 2016 08:00 Ótrúleg fjögur ár á FIFA-lista Aðeins 21 knattspyrnulandslið er fyrir ofan Ísland á nýjasta styrkleikalista Alþjóðaknattspyrnusambandsins sem kom út í gær. Ísland er í 22. sæti og hefur aldrei verið ofar. 109 þjóðir hafa þurft að gefa eftir sæti sitt. 15. júlí 2016 06:00 Lagerbäck: Starfsfólk KSÍ er ofhlaðið vinnu Lars Lagerbäck segir að það væri hægt að vinna fagmannlegar að þeim verkefnum sem tekist er á við innan veggja KSÍ. 18. júlí 2016 12:00 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Rosalegt einvígi á Króknum Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Leik lokið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu sigur í Fjarðabyggðarhöllina „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Sjá meira
Horfir á fótbolta þegar aðrir hitta vini og vandamenn Starf knattspyrnuþjálfarans hefur bitnað á félagslífi Lars Lagerbäck alla tíð. 16. júlí 2016 10:00
Sögulok á Stade de France Ævintýri íslenska landsliðsins lauk á troðfullum Stade de France í gærkvöldi þar sem heimamenn í gríðarsterku frönsku landsliðið unnu 5-2 sigur á baráttuglöðu íslensku liði. Enginn gafst upp fyrr en í fulla hnefana, hvorki leikmenn 4. júlí 2016 06:00
Lars Lagerbäck: Alvöru prófraun fyrir íslenska knattspyrnu Lars Lagerbäck skilur nú við íslenska karlalandsliðið eftir mesta velmegunarskeið í sögu þess. Hann gerir upp árin sín hjá KSÍ og segir við þessi tímamót að nú þurfi að nýta þann mikla meðbyr sem nú nýtur við til þess að efla 16. júlí 2016 08:00
Ótrúleg fjögur ár á FIFA-lista Aðeins 21 knattspyrnulandslið er fyrir ofan Ísland á nýjasta styrkleikalista Alþjóðaknattspyrnusambandsins sem kom út í gær. Ísland er í 22. sæti og hefur aldrei verið ofar. 109 þjóðir hafa þurft að gefa eftir sæti sitt. 15. júlí 2016 06:00
Lagerbäck: Starfsfólk KSÍ er ofhlaðið vinnu Lars Lagerbäck segir að það væri hægt að vinna fagmannlegar að þeim verkefnum sem tekist er á við innan veggja KSÍ. 18. júlí 2016 12:00