Sumardeildin í Vegas farin af stað | Myndbönd Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 9. júlí 2016 21:00 Brandon Ingram lofar góðu vísir/ap Forkeppni sumardeildar NBA í Las Vegas hófst í nótt þar sem nýliðar og aðrar vonarstjörnur sýna hvað í þeim býr í fyrsta sinn á NBA sviðinu. Nú um helgina keppa liðin í forkeppni en aðalkeppnin hefst í næstu viku og er liðunum raðað í styrktarröð eftir gengi þeirra um helgina. Í sumardeildinni leika oftast leikmenn sem eru á fyrsta eða öðru ári sínu í deildinni auk fjölda leikmanna sem eru að reyna að komast í deildina. Þó er einn leikmaður með átta ára reynslu í deildinni að leika með Houston Rockets.Michael Beasley skoraði 7 stig á rúmlega 20 mínútum og tók 9 fráköst fyrir Rockets sem tapaði 83-78 fyrir Atlanta Hawks.Brandon Ingram sem Los Angeles Lakers valdi annan í nýliðavalinu í byrjun sumars þótti sýna lipra takta er Lakers rúllaði yfir New Orleans Pelicans 85-65. Ingram skoraði 12 stig, tók 4 fráköst og varði 2 skot. Leikstjórnandinn D'Angelo Russel sem Lakers valdi annan fyrir ári síðan fór fyrir liðinu með 20 stig, 11 fráköst og 6 stoðsendingar.Buddy Hield sem Pelicans völdu með sjötta valréttinum í nýliðavalinu átti erfitt uppdráttar en hann var af mörgum talinn besti leikmaður háskólakörfuboltans síðasta vetur. Hield skoraði 13 stig en hitti aðeins úr 5 af 20 skotum sínum og þar af 1 af 8 fyrir utan þriggja stiga línuna. Ástralski framherjinn Thon Maker sem Milwaukee Bucks valdi tíundan í nýliðavalinu átti góðan leik þegar Bucks lagði Cleveland Cavaliers 81-75. Maker skoraði 15 stig og tók 13 fráköst. Nýliðarnir hjá Sacramento Kings, Skal Labissiére og Malachi Richardsson, heilluðu engan þegar Kings steinlá gegn Toronto Raptors 88-47. Minnesota Timberwolves valdi leikstjórnandann Kris Dunn með fimmta valréttinum í nýliðavalinu og stal Dunn senunni í nótt þó lið hans hafi tapað 88-82 gegn skemmtilegu liði Denver Nuggets. Dunn skoraði 27 stig, tók 5 fráköst og stal 3 boltum. Hann háði skemmtilega baráttu við annars sárs leikstjórnanda Nuggets, Emmanuel Mudiay sem skoraði 23 stig.Einvígi Kris Dunn og Emmanuel Mudiay: Brandon Ingram: NBA Mest lesið Fulltrúi Íslands í áfalli eftir aðalfund sem fór í háaloft: „Eins og eldur í púðurtunnu“ Sport Þeir bestu (1. sæti): Afrekaði allt Íslenski boltinn Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United Enski boltinn Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill Íslenski boltinn Kolli stígur aftur inn í hringinn: „Getur enginn verið ósigraður að eilífu“ Sport Í beinni: Vestri - Víkingur | Toppslagur á Ísafirði Íslenski boltinn Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Fótbolti „Við sjáum okkur ekki sem körfuboltinn á móti fótboltanum“ Íslenski boltinn Hafnaði Manchester fyrir borg englanna Fótbolti KR kaupir ungan og efnilegan leikmann Njarðvíkur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Næstyngsta liðið fyrst til að rústa fjórum leikjum á leið í úrslitaeinvígið Átti einstakan leik og biðinni frá aldamótum að ljúka Grindavík sækir besta leikmann Hamars/Þórs Dani Rodriguez búin að semja við Njarðvík Daníel Guðni tekur við karlaliði Keflavíkur Náfrændurnir bestir en Thunder þarf bara einn sigur enn Hörður Axel tekur við Keflavík á nýjan leik „Frábær leikmaður en Jokic átti að vinna þessi verðlaun“ „Ódrepandi“ Knicks í sögubækurnar Emilie Hesseldal í Grindavík Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur Sjá meira
Forkeppni sumardeildar NBA í Las Vegas hófst í nótt þar sem nýliðar og aðrar vonarstjörnur sýna hvað í þeim býr í fyrsta sinn á NBA sviðinu. Nú um helgina keppa liðin í forkeppni en aðalkeppnin hefst í næstu viku og er liðunum raðað í styrktarröð eftir gengi þeirra um helgina. Í sumardeildinni leika oftast leikmenn sem eru á fyrsta eða öðru ári sínu í deildinni auk fjölda leikmanna sem eru að reyna að komast í deildina. Þó er einn leikmaður með átta ára reynslu í deildinni að leika með Houston Rockets.Michael Beasley skoraði 7 stig á rúmlega 20 mínútum og tók 9 fráköst fyrir Rockets sem tapaði 83-78 fyrir Atlanta Hawks.Brandon Ingram sem Los Angeles Lakers valdi annan í nýliðavalinu í byrjun sumars þótti sýna lipra takta er Lakers rúllaði yfir New Orleans Pelicans 85-65. Ingram skoraði 12 stig, tók 4 fráköst og varði 2 skot. Leikstjórnandinn D'Angelo Russel sem Lakers valdi annan fyrir ári síðan fór fyrir liðinu með 20 stig, 11 fráköst og 6 stoðsendingar.Buddy Hield sem Pelicans völdu með sjötta valréttinum í nýliðavalinu átti erfitt uppdráttar en hann var af mörgum talinn besti leikmaður háskólakörfuboltans síðasta vetur. Hield skoraði 13 stig en hitti aðeins úr 5 af 20 skotum sínum og þar af 1 af 8 fyrir utan þriggja stiga línuna. Ástralski framherjinn Thon Maker sem Milwaukee Bucks valdi tíundan í nýliðavalinu átti góðan leik þegar Bucks lagði Cleveland Cavaliers 81-75. Maker skoraði 15 stig og tók 13 fráköst. Nýliðarnir hjá Sacramento Kings, Skal Labissiére og Malachi Richardsson, heilluðu engan þegar Kings steinlá gegn Toronto Raptors 88-47. Minnesota Timberwolves valdi leikstjórnandann Kris Dunn með fimmta valréttinum í nýliðavalinu og stal Dunn senunni í nótt þó lið hans hafi tapað 88-82 gegn skemmtilegu liði Denver Nuggets. Dunn skoraði 27 stig, tók 5 fráköst og stal 3 boltum. Hann háði skemmtilega baráttu við annars sárs leikstjórnanda Nuggets, Emmanuel Mudiay sem skoraði 23 stig.Einvígi Kris Dunn og Emmanuel Mudiay: Brandon Ingram:
NBA Mest lesið Fulltrúi Íslands í áfalli eftir aðalfund sem fór í háaloft: „Eins og eldur í púðurtunnu“ Sport Þeir bestu (1. sæti): Afrekaði allt Íslenski boltinn Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United Enski boltinn Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill Íslenski boltinn Kolli stígur aftur inn í hringinn: „Getur enginn verið ósigraður að eilífu“ Sport Í beinni: Vestri - Víkingur | Toppslagur á Ísafirði Íslenski boltinn Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Fótbolti „Við sjáum okkur ekki sem körfuboltinn á móti fótboltanum“ Íslenski boltinn Hafnaði Manchester fyrir borg englanna Fótbolti KR kaupir ungan og efnilegan leikmann Njarðvíkur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Næstyngsta liðið fyrst til að rústa fjórum leikjum á leið í úrslitaeinvígið Átti einstakan leik og biðinni frá aldamótum að ljúka Grindavík sækir besta leikmann Hamars/Þórs Dani Rodriguez búin að semja við Njarðvík Daníel Guðni tekur við karlaliði Keflavíkur Náfrændurnir bestir en Thunder þarf bara einn sigur enn Hörður Axel tekur við Keflavík á nýjan leik „Frábær leikmaður en Jokic átti að vinna þessi verðlaun“ „Ódrepandi“ Knicks í sögubækurnar Emilie Hesseldal í Grindavík Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur Sjá meira