Gatorade fór af stað með sérstaka auglýsingaherferð í gær til þess að heiðra manninn, en ekki íþróttamanninn, Peyton Manning.
Manning þótti fyrirmyndaríþróttamaður að öllu leyti. Lagði sig harðar fram en aðrir og hugsaði um lítið annað en leikinn á meðan hann spilaði í NFL-deildinni.
Hann gaf sér þó reglulega tíma til þess að skrifa vinum eða fólki sem átti um sárt að binda. Peyton handskrifaði öll sín bréf.
Í auglýsingaherferðinni er talað við þá sem fengu bréfin en þetta er alveg þriggja vasaklúta herferð og sýnir ágætlega hvaða einstaka mann Peyton hefur að geyma.
Auglýsingarnar má sjá hér að ofan.
Hugljúfar auglýsingar um hinn góðhjartaða Peyton
Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Mest lesið


Beckham varar Manchester United við
Enski boltinn



Tryllt eftirspurn eftir miðum
Körfubolti




De Bruyne kvaddur með stæl
Enski boltinn
