Hinn drungalegi Ben Rothwell Pétur Marinó Jónsson skrifar 9. apríl 2016 13:00 Ben Rothwell í vigtuninni í gær. Vísir/Getty Í kvöld berst hinn afar sérstaki Ben Rothwell sinn mikilvægasta bardaga á ferlinum. Takist honum að sigra Junior dos Santos í kvöld fer hann langa leið með að tryggja sér titilbardaga. Ben Rothwell hefur óvænt sigrað fjóra bardaga í röð í þungavigtinni. Það er sjaldséð að sjá svo langar sigurgöngur í þungavigt UFC og fimm sigrar í röð ættu að gefa titilbardaga. Áður en sigurgangan hófst hafði honum aldrei tekist að vinna tvo bardaga í röð í UFC. Það var ekki fyrr en hann rotaði Alistair Overeem afar óvænt sem hjólin fóru að snúast. Síðast varð hann fyrsti maðurinn til að klára Josh Barnett með uppgjafartaki sem er hans stærsti sigur á ferlinum. Ben Rothwell hefur alltaf verið óvenjulegur maður. Stór, sköllóttur og með kafloðið bakið lítur hann út eins og drungalegi maðurinn í hryllingsmynd sem alla grunar um að sé morðinginn. Þegar betur er að gáð er þessi drungalegi maður sá vinalegasti og gæti staðið uppi sem hetjan í lokin. Eftir sigur hans á Matt Mitrione í fyrra átti hann eitt eftirminnilegasta og vandræðalegasta viðtal í manna minnum. Menn fóru að taka eftir honum og Rothwell fékk stærri bardaga og var meira í sviðsljósinu en áður. Það má samt ekki gleyma því að Rothwell á langan feril að baki, 20 rothögg og 13 sigra eftir uppgjafartök sem verður að teljast ansi gott. Þrátt fyrir ferilinn langa er óhætt að fullyrða að bardaginn í kvöld gegn fyrrum þungavigtarmeistaranum Junior dos Santos er hans stærsti á ferlinum. Bardagakvöldið hefst kl 18 í kvöld á Stöð 2 Sport 3 og verða sex bardagar á dagskrá. MMA Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fleiri fréttir Hætt eftir drónaskandalinn Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íshokkí, píla og snóker Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Sjá meira
Í kvöld berst hinn afar sérstaki Ben Rothwell sinn mikilvægasta bardaga á ferlinum. Takist honum að sigra Junior dos Santos í kvöld fer hann langa leið með að tryggja sér titilbardaga. Ben Rothwell hefur óvænt sigrað fjóra bardaga í röð í þungavigtinni. Það er sjaldséð að sjá svo langar sigurgöngur í þungavigt UFC og fimm sigrar í röð ættu að gefa titilbardaga. Áður en sigurgangan hófst hafði honum aldrei tekist að vinna tvo bardaga í röð í UFC. Það var ekki fyrr en hann rotaði Alistair Overeem afar óvænt sem hjólin fóru að snúast. Síðast varð hann fyrsti maðurinn til að klára Josh Barnett með uppgjafartaki sem er hans stærsti sigur á ferlinum. Ben Rothwell hefur alltaf verið óvenjulegur maður. Stór, sköllóttur og með kafloðið bakið lítur hann út eins og drungalegi maðurinn í hryllingsmynd sem alla grunar um að sé morðinginn. Þegar betur er að gáð er þessi drungalegi maður sá vinalegasti og gæti staðið uppi sem hetjan í lokin. Eftir sigur hans á Matt Mitrione í fyrra átti hann eitt eftirminnilegasta og vandræðalegasta viðtal í manna minnum. Menn fóru að taka eftir honum og Rothwell fékk stærri bardaga og var meira í sviðsljósinu en áður. Það má samt ekki gleyma því að Rothwell á langan feril að baki, 20 rothögg og 13 sigra eftir uppgjafartök sem verður að teljast ansi gott. Þrátt fyrir ferilinn langa er óhætt að fullyrða að bardaginn í kvöld gegn fyrrum þungavigtarmeistaranum Junior dos Santos er hans stærsti á ferlinum. Bardagakvöldið hefst kl 18 í kvöld á Stöð 2 Sport 3 og verða sex bardagar á dagskrá.
MMA Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fleiri fréttir Hætt eftir drónaskandalinn Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íshokkí, píla og snóker Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Sjá meira