Hægt að núlla út stóra losun Svavar Hávarðsson skrifar 1. mars 2016 15:15 Kom fram í máli Brynhildar að losun gróðurhúsalofttegunda (GHL) á Íslandi er 26% meiri en hún var árið 1990. Vísir Ef framlag stjórnvalda og einstaklinga til landgræðslu og skógræktar yrði fjórfaldað frá því sem nú er, væri hægt að binda samsvarandi magn koltvísýrings í andrúmsloftinu árið 2030 og gert er ráð fyrir að allar samgöngur og sjávarútvegur á Íslandi muni losa á þeim tímapunkti. Þetta kom meðal annars fram í erindi Brynhildar Davíðsdóttur, prófessors í umhverfis- og auðlindafræði við Háskóla Íslands, á ráðstefnu Landsbankans í gær undir yfirskriftinni Hvaða áhrif hefur Parísarsamkomulagið á atvinnulífið? Brynhildur fjallaði um niðurstöður loftslagsráðstefnunnar í París í samhengi við íslenskan veruleika frá mörgum hliðum. Kom fram að losun gróðurhúsalofttegunda (GHL) á Íslandi er 26% meiri en hún var árið 1990. Hún hefur stóraukist frá iðnaði (78%) og samgöngum (39%), en dregist verulega saman frá sjávarútvegi (-42%). Ef binding GHL í landnotkun er reiknuð inn í þessa mynd þá hefur nettólosunin aukist mun minna, eða um 15% frá því sem var árið 1990. Á þessum tíma hefur hlutfallsleg losun stóriðju vaxið úr 32% í 45% af heildinni en í sjávarútvegi minnkað úr 22% árið 1990 í 10%.Ólíkt öðrum löndum þá er aðeins brot af heildarlosun hér vegna orkuframleiðslu.fréttablaðið/vilhelmBrynhildur sagði, í samhengi við þessa tölfræði, hvað við getum gert, og hvar við eigum að leggja áherslu á að bregðast við. Hún vék líka að framtíðarsýninni – eða spám um losun. Að óbreyttu, eða án uppbyggingar í stóriðju, sem Brynhildur sagði reyndar óraunhæft, verður losun á Íslandi árið 2030 aðeins fimm prósent yfir losun árið 1990 með bindingu með skógrækt og landgræðslu. Ef öll áform um uppbyggingu stóriðju ganga hins vegar eftir á næstu árum gera spár ráð fyrir því að losun gróðurhúsalofttegunda frá Íslandi muni aukast um 108% miðað við losun ársins 1990. Verði ekki af uppbyggingu í áliðnaði en áætlanir um rekstur þriggja nýrra kísilvera ganga eftir mun nettólosun engu að síður aukast um 72%. Þessar tölur eru svokölluð háspá, og ekki tekið tillit til bindingar innan íslenska hagkerfisins og skal taka sérstaklega fram að binding með endurheimt votlendis er þá ekki reiknuð til tekna. Samsvarandi tölur með bindingu yrðu 91% aukning, og 54% ef aðeins þrjú kísilver yrðu byggð og rekin hér árið 2030. Fjölmargt er hægt að gera til að minnka losun á næstu árum. Það sem getur átt við um öll fyrirtæki eru mótvægisaðgerðir eins og að draga úr beinni losun vegna eigin starfsemi, og þá ekki síst orkunotkun og í flutningum. Óbeint má hafa áhrif með því að velja sér græna birgja, en einnig í samgöngum hjá starfsmönnum og að velja viðskiptavini eftir sótspori þeirra. Einnig með þátttöku í landgræðslu, skógrækt og endurheimt votlendis. Árangri má líka fljótt ná með grænum fjárfestingum. Loftslagsmál Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Ef framlag stjórnvalda og einstaklinga til landgræðslu og skógræktar yrði fjórfaldað frá því sem nú er, væri hægt að binda samsvarandi magn koltvísýrings í andrúmsloftinu árið 2030 og gert er ráð fyrir að allar samgöngur og sjávarútvegur á Íslandi muni losa á þeim tímapunkti. Þetta kom meðal annars fram í erindi Brynhildar Davíðsdóttur, prófessors í umhverfis- og auðlindafræði við Háskóla Íslands, á ráðstefnu Landsbankans í gær undir yfirskriftinni Hvaða áhrif hefur Parísarsamkomulagið á atvinnulífið? Brynhildur fjallaði um niðurstöður loftslagsráðstefnunnar í París í samhengi við íslenskan veruleika frá mörgum hliðum. Kom fram að losun gróðurhúsalofttegunda (GHL) á Íslandi er 26% meiri en hún var árið 1990. Hún hefur stóraukist frá iðnaði (78%) og samgöngum (39%), en dregist verulega saman frá sjávarútvegi (-42%). Ef binding GHL í landnotkun er reiknuð inn í þessa mynd þá hefur nettólosunin aukist mun minna, eða um 15% frá því sem var árið 1990. Á þessum tíma hefur hlutfallsleg losun stóriðju vaxið úr 32% í 45% af heildinni en í sjávarútvegi minnkað úr 22% árið 1990 í 10%.Ólíkt öðrum löndum þá er aðeins brot af heildarlosun hér vegna orkuframleiðslu.fréttablaðið/vilhelmBrynhildur sagði, í samhengi við þessa tölfræði, hvað við getum gert, og hvar við eigum að leggja áherslu á að bregðast við. Hún vék líka að framtíðarsýninni – eða spám um losun. Að óbreyttu, eða án uppbyggingar í stóriðju, sem Brynhildur sagði reyndar óraunhæft, verður losun á Íslandi árið 2030 aðeins fimm prósent yfir losun árið 1990 með bindingu með skógrækt og landgræðslu. Ef öll áform um uppbyggingu stóriðju ganga hins vegar eftir á næstu árum gera spár ráð fyrir því að losun gróðurhúsalofttegunda frá Íslandi muni aukast um 108% miðað við losun ársins 1990. Verði ekki af uppbyggingu í áliðnaði en áætlanir um rekstur þriggja nýrra kísilvera ganga eftir mun nettólosun engu að síður aukast um 72%. Þessar tölur eru svokölluð háspá, og ekki tekið tillit til bindingar innan íslenska hagkerfisins og skal taka sérstaklega fram að binding með endurheimt votlendis er þá ekki reiknuð til tekna. Samsvarandi tölur með bindingu yrðu 91% aukning, og 54% ef aðeins þrjú kísilver yrðu byggð og rekin hér árið 2030. Fjölmargt er hægt að gera til að minnka losun á næstu árum. Það sem getur átt við um öll fyrirtæki eru mótvægisaðgerðir eins og að draga úr beinni losun vegna eigin starfsemi, og þá ekki síst orkunotkun og í flutningum. Óbeint má hafa áhrif með því að velja sér græna birgja, en einnig í samgöngum hjá starfsmönnum og að velja viðskiptavini eftir sótspori þeirra. Einnig með þátttöku í landgræðslu, skógrækt og endurheimt votlendis. Árangri má líka fljótt ná með grænum fjárfestingum.
Loftslagsmál Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira