Hægt að núlla út stóra losun Svavar Hávarðsson skrifar 1. mars 2016 15:15 Kom fram í máli Brynhildar að losun gróðurhúsalofttegunda (GHL) á Íslandi er 26% meiri en hún var árið 1990. Vísir Ef framlag stjórnvalda og einstaklinga til landgræðslu og skógræktar yrði fjórfaldað frá því sem nú er, væri hægt að binda samsvarandi magn koltvísýrings í andrúmsloftinu árið 2030 og gert er ráð fyrir að allar samgöngur og sjávarútvegur á Íslandi muni losa á þeim tímapunkti. Þetta kom meðal annars fram í erindi Brynhildar Davíðsdóttur, prófessors í umhverfis- og auðlindafræði við Háskóla Íslands, á ráðstefnu Landsbankans í gær undir yfirskriftinni Hvaða áhrif hefur Parísarsamkomulagið á atvinnulífið? Brynhildur fjallaði um niðurstöður loftslagsráðstefnunnar í París í samhengi við íslenskan veruleika frá mörgum hliðum. Kom fram að losun gróðurhúsalofttegunda (GHL) á Íslandi er 26% meiri en hún var árið 1990. Hún hefur stóraukist frá iðnaði (78%) og samgöngum (39%), en dregist verulega saman frá sjávarútvegi (-42%). Ef binding GHL í landnotkun er reiknuð inn í þessa mynd þá hefur nettólosunin aukist mun minna, eða um 15% frá því sem var árið 1990. Á þessum tíma hefur hlutfallsleg losun stóriðju vaxið úr 32% í 45% af heildinni en í sjávarútvegi minnkað úr 22% árið 1990 í 10%.Ólíkt öðrum löndum þá er aðeins brot af heildarlosun hér vegna orkuframleiðslu.fréttablaðið/vilhelmBrynhildur sagði, í samhengi við þessa tölfræði, hvað við getum gert, og hvar við eigum að leggja áherslu á að bregðast við. Hún vék líka að framtíðarsýninni – eða spám um losun. Að óbreyttu, eða án uppbyggingar í stóriðju, sem Brynhildur sagði reyndar óraunhæft, verður losun á Íslandi árið 2030 aðeins fimm prósent yfir losun árið 1990 með bindingu með skógrækt og landgræðslu. Ef öll áform um uppbyggingu stóriðju ganga hins vegar eftir á næstu árum gera spár ráð fyrir því að losun gróðurhúsalofttegunda frá Íslandi muni aukast um 108% miðað við losun ársins 1990. Verði ekki af uppbyggingu í áliðnaði en áætlanir um rekstur þriggja nýrra kísilvera ganga eftir mun nettólosun engu að síður aukast um 72%. Þessar tölur eru svokölluð háspá, og ekki tekið tillit til bindingar innan íslenska hagkerfisins og skal taka sérstaklega fram að binding með endurheimt votlendis er þá ekki reiknuð til tekna. Samsvarandi tölur með bindingu yrðu 91% aukning, og 54% ef aðeins þrjú kísilver yrðu byggð og rekin hér árið 2030. Fjölmargt er hægt að gera til að minnka losun á næstu árum. Það sem getur átt við um öll fyrirtæki eru mótvægisaðgerðir eins og að draga úr beinni losun vegna eigin starfsemi, og þá ekki síst orkunotkun og í flutningum. Óbeint má hafa áhrif með því að velja sér græna birgja, en einnig í samgöngum hjá starfsmönnum og að velja viðskiptavini eftir sótspori þeirra. Einnig með þátttöku í landgræðslu, skógrækt og endurheimt votlendis. Árangri má líka fljótt ná með grænum fjárfestingum. Loftslagsmál Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Ef framlag stjórnvalda og einstaklinga til landgræðslu og skógræktar yrði fjórfaldað frá því sem nú er, væri hægt að binda samsvarandi magn koltvísýrings í andrúmsloftinu árið 2030 og gert er ráð fyrir að allar samgöngur og sjávarútvegur á Íslandi muni losa á þeim tímapunkti. Þetta kom meðal annars fram í erindi Brynhildar Davíðsdóttur, prófessors í umhverfis- og auðlindafræði við Háskóla Íslands, á ráðstefnu Landsbankans í gær undir yfirskriftinni Hvaða áhrif hefur Parísarsamkomulagið á atvinnulífið? Brynhildur fjallaði um niðurstöður loftslagsráðstefnunnar í París í samhengi við íslenskan veruleika frá mörgum hliðum. Kom fram að losun gróðurhúsalofttegunda (GHL) á Íslandi er 26% meiri en hún var árið 1990. Hún hefur stóraukist frá iðnaði (78%) og samgöngum (39%), en dregist verulega saman frá sjávarútvegi (-42%). Ef binding GHL í landnotkun er reiknuð inn í þessa mynd þá hefur nettólosunin aukist mun minna, eða um 15% frá því sem var árið 1990. Á þessum tíma hefur hlutfallsleg losun stóriðju vaxið úr 32% í 45% af heildinni en í sjávarútvegi minnkað úr 22% árið 1990 í 10%.Ólíkt öðrum löndum þá er aðeins brot af heildarlosun hér vegna orkuframleiðslu.fréttablaðið/vilhelmBrynhildur sagði, í samhengi við þessa tölfræði, hvað við getum gert, og hvar við eigum að leggja áherslu á að bregðast við. Hún vék líka að framtíðarsýninni – eða spám um losun. Að óbreyttu, eða án uppbyggingar í stóriðju, sem Brynhildur sagði reyndar óraunhæft, verður losun á Íslandi árið 2030 aðeins fimm prósent yfir losun árið 1990 með bindingu með skógrækt og landgræðslu. Ef öll áform um uppbyggingu stóriðju ganga hins vegar eftir á næstu árum gera spár ráð fyrir því að losun gróðurhúsalofttegunda frá Íslandi muni aukast um 108% miðað við losun ársins 1990. Verði ekki af uppbyggingu í áliðnaði en áætlanir um rekstur þriggja nýrra kísilvera ganga eftir mun nettólosun engu að síður aukast um 72%. Þessar tölur eru svokölluð háspá, og ekki tekið tillit til bindingar innan íslenska hagkerfisins og skal taka sérstaklega fram að binding með endurheimt votlendis er þá ekki reiknuð til tekna. Samsvarandi tölur með bindingu yrðu 91% aukning, og 54% ef aðeins þrjú kísilver yrðu byggð og rekin hér árið 2030. Fjölmargt er hægt að gera til að minnka losun á næstu árum. Það sem getur átt við um öll fyrirtæki eru mótvægisaðgerðir eins og að draga úr beinni losun vegna eigin starfsemi, og þá ekki síst orkunotkun og í flutningum. Óbeint má hafa áhrif með því að velja sér græna birgja, en einnig í samgöngum hjá starfsmönnum og að velja viðskiptavini eftir sótspori þeirra. Einnig með þátttöku í landgræðslu, skógrækt og endurheimt votlendis. Árangri má líka fljótt ná með grænum fjárfestingum.
Loftslagsmál Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira