Oher þessi hefur gert það gott sem leikmaður í NFL-deildinni og á þeim Leigh Anne og Sean Tuohy heilmikið að þakka. Oher var valinn í fyrstu umferð nýliðavalsins árið 2009 af Baltimore Ravens og varð Super Bowl meistari með liðinu árið 2012.
Sjá einnig: Aðalsögupersónan í "The Blind Side" bara einum leik frá sínum öðrum Súper Bowl
Nú er hann kominn til Carolina Panthers sem tryggði sér sæti í Super Bowl með öruggum sigri á Arizona Cardinals um helgina. Og eftir leik fagnaði Oher með fósturforeldrum sínum úti á velli, líkt og sjá má hér fyrir neðan.
Oher er þó ekki hrifinn af myndinni The Blind Side eins og áður hefur verið fjallað um. „Fólk lítur á mig ákveðnum augum út af myndinni,“ sagði hann í viðtali við ESPN. „Þeir sjá ekki hæfileika mína og hvernig leikmaður ég er. Ég þyki ekki jafn mikils virði sem leikmaður út af einhverju sem átti sér stað utan vallarins.“