Sparkarinn í Minnesota tekur fulla ábyrgð Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 11. janúar 2016 11:00 Sparkarar eru ekki vinsælustu leikmennirnir í amerískum fótbolta. Það taka fáir eftir þeim þegar vel gengur en öll augu beinast að þeim þegar þeir gerast sekir um mistök. Það henti Blair Walsh hjá Minnesota Vikings í gær. Þegar innan við hálf mínúta var eftir gat Walsh í kjörstöðu að tryggja liði sínu sigur á Seattle Seahawks og þar með sæti í undanúrslitum Þjóðardeildarinnar um næstu helgi.Sjá einnig: Reimarnar út eins og í Ace Ventura og Seattle vann Walsh brást hins vegar bogalistin í fimbulkuldanum í Minnesota í gær þegar hann sparkaði framhjá af 27 jarda færi. Eins og greint var frá eftir leikinn í gær sneru reimarnar á boltanum út að Walsh þegar hann sparkaði en hann sagði sjálfur að það væri engin afsökun. „Ég get sagt ykkur þetta. Þetta var mér að kenna. Af þessu færi á ég að geta sparkað vatnsmelónu í gegnum markið,“ sagði Walsh við fréttamenn eftir leikinn. „Allir aðrir gerðu sitt hárrétt. Ég er sá eini sem brást. Þetta er mér að kenna.“ Mike Zimmer, þjálfari Vikings, sagðist ekki hafa rætt við Walsh þegar hann ræddi við fjölmiðla á blaðamannafundi sínum eftir leik. „Þetta er af stuttu færi [e. chip shot]. Hann verður að hitta,“ sagði Zimmer. „Við spiluðum nógu vel til að vinna. Það er mikið hjarta og mikil barátta í þessu liði. Ég hef líklega aldrei verið jafn stoltur af liði og þessu.“ Þess ber að geta að Walsh skoraði öll stig Minnesota í leiknum en hann hefur leikið með liðinu síðan hann kom inn í deildina árið 2012. Síðan þá hefur hann verið í hópi áreiðanlegustu sparkara deildarinnar en hann hafði aðeins einu sinni áður klikkað á 20-29 jarda vallarmarkstilraun á ferlinum - en hitt úr 30. NFL Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Fleiri fréttir Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Sjá meira
Sparkarar eru ekki vinsælustu leikmennirnir í amerískum fótbolta. Það taka fáir eftir þeim þegar vel gengur en öll augu beinast að þeim þegar þeir gerast sekir um mistök. Það henti Blair Walsh hjá Minnesota Vikings í gær. Þegar innan við hálf mínúta var eftir gat Walsh í kjörstöðu að tryggja liði sínu sigur á Seattle Seahawks og þar með sæti í undanúrslitum Þjóðardeildarinnar um næstu helgi.Sjá einnig: Reimarnar út eins og í Ace Ventura og Seattle vann Walsh brást hins vegar bogalistin í fimbulkuldanum í Minnesota í gær þegar hann sparkaði framhjá af 27 jarda færi. Eins og greint var frá eftir leikinn í gær sneru reimarnar á boltanum út að Walsh þegar hann sparkaði en hann sagði sjálfur að það væri engin afsökun. „Ég get sagt ykkur þetta. Þetta var mér að kenna. Af þessu færi á ég að geta sparkað vatnsmelónu í gegnum markið,“ sagði Walsh við fréttamenn eftir leikinn. „Allir aðrir gerðu sitt hárrétt. Ég er sá eini sem brást. Þetta er mér að kenna.“ Mike Zimmer, þjálfari Vikings, sagðist ekki hafa rætt við Walsh þegar hann ræddi við fjölmiðla á blaðamannafundi sínum eftir leik. „Þetta er af stuttu færi [e. chip shot]. Hann verður að hitta,“ sagði Zimmer. „Við spiluðum nógu vel til að vinna. Það er mikið hjarta og mikil barátta í þessu liði. Ég hef líklega aldrei verið jafn stoltur af liði og þessu.“ Þess ber að geta að Walsh skoraði öll stig Minnesota í leiknum en hann hefur leikið með liðinu síðan hann kom inn í deildina árið 2012. Síðan þá hefur hann verið í hópi áreiðanlegustu sparkara deildarinnar en hann hafði aðeins einu sinni áður klikkað á 20-29 jarda vallarmarkstilraun á ferlinum - en hitt úr 30.
NFL Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Fleiri fréttir Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Sjá meira