Hrútarnir flytja aftur til Los Angeles Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 13. janúar 2016 11:30 Stan Kroenke, til hægri, er eigandi Rams auk margra annarra íþróttafélaga. Hér er hann með þjálfaranum Jeff Fischer. Vísir/Getty 21 árs bið Los Angeles að fá NFL-lið aftur til borgarinnar er lokið en samþykkt var á fundi eigenda liða í deildinni að Rams flytji frá St. Louis til Los Angeles strax í ár. Nýr leikvangur verður byggður í Inglewood, sem er í um 16 km fjarlægð frá miðbæ Los Angeles, en hann verður ekki tilbúinn fyrr en 2019. Þangað til er líklegast að liðið spili á hinum sögufræga Coliseum. Rams þekkir reyndar vel til í Los Angeles og á Coliseum-leikvanginum enda spilaði liðið í borginni frá 1946 til 1994. Liðið varð tvíegis meistari í borginni en það var fyrir samruna NFL og AFL-deildanna og daga Super Bowl. St. Louis Rams varð hins vegar meistari árið 1999 með þá Kurt Warner og Marshall Faulk í aðalhlutverkum.Hlauparinn og nýlðinn Todd Gurley átti frábært tímabil með Rams.Vísir/GettyChargers má koma líka Þrjú lið sóttust eftir því að flytja til Los Angeles og var öðru þeirra, San Diego Chargers, gefinn kostur á því að flytja með Rams og deila vellinum í Inglewood. Chargers þarf að ákveða á næstu vikum hvort það ætli að flytja til Los Angeles strax á þessu ári en annars hefur liðið eitt ár til að taka endanlega ákvörðun. Ef að Chargers vill ekki flytja verður hinu liðinu sem vildi fara, Oakland Raiders, gefinn kostur á að fara til Inglewood. Öll þrjú lið hafa áður spilað í Los Angeles. Þetta eru þó sár vonbrigði fyrir stuðningsmenn Rams í St. Louis en þetta er í annað skipti sem að borgin missir NFL-lið. Það gerðist síðast árið 1988 er Cardinals flutti til Phoenix.Háskólaliðið USC Trojans spilar á LA Coliseum vellinum.Vísir/GettyEigandinn stórtækur í íþróttaheiminum Borgaryfirvöld í St. Louis reyndu allt sem þau gátu til að halda Rams í borginni og lögðu fram áætlun um að byggja nýjan leikvang á besta stað í borginni. Stan Kroenke, eigandi Rams, var hins vegar ákveðinn í að flytja en hann á landið þar sem nýr leikvangur verður byggður í Inglewood. Þess má geta að Kroenke er einnig einn aðaleigandi enska úrvalsdeildarfélagsins Arsenal, sem og NBA-liðsins Denver Nuggets. Hann á einnig hokkíliðið Colorado Avalanche og MLS-liðið Colorado Rapids.Óvissa hjá Oakland Óvíst er hvað tekur við hjá Oakland Raiders en leigusamningur liðsins við Oakland Coliseum, leikvanginn sem liðið hefur nýtt í borginni, er útrunninn. Borgaryfirvöld í Oakland hafa ekki áhuga á að byggja nýjan leikvang og liggur því ekki fyrir nú hvort að eigendur Raiders sætti sig við að spila áfram í borginni. Raiders hefur deilt leikvanginum í Oakland með hafnaboltaliði borgarinnar og er eina liðið í NFL-deildinni sem gerir það. NFL Mest lesið Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Úkraínska landsliðið finnst hvergi Sport Conor McGregor og Logan Paul fá jafnmikið borgað fyrir bardagann Sport Agnes Keleti látin eftir ótrúlegt lífshlaup Sport Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fótbolti Ballið byrjar hjá strákunum okkar Handbolti Handknattleiksambandið fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ en KSÍ ekki neitt Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Agnes Keleti látin eftir ótrúlegt lífshlaup Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands Í beinni: ÍR - Grindavík | Aftur á flug eftir jól? Í beinni: Njarðvík - Þór Þ. | Hefja nýtt ár á hörkuleik Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Berglind Björg í raðir Breiðabliks Forseti FIDE vill ekki refsa Carlsen Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Conor McGregor og Logan Paul fá jafnmikið borgað fyrir bardagann Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Leyfa ekki leikmanni sínum að reyna við eitt eftirsóttasta metið Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Tvöfaldur Ólympíumeistari endaði árið á sögulegan hátt Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sló út uppáhaldsspilara sonar síns Handknattleiksambandið fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ en KSÍ ekki neitt Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Úkraínska landsliðið finnst hvergi Dagskráin í dag: Undanúrslit í Ally Pally og Bónus-deildin hefst á ný Mark ársins strax á fyrsta degi? Sjá meira
21 árs bið Los Angeles að fá NFL-lið aftur til borgarinnar er lokið en samþykkt var á fundi eigenda liða í deildinni að Rams flytji frá St. Louis til Los Angeles strax í ár. Nýr leikvangur verður byggður í Inglewood, sem er í um 16 km fjarlægð frá miðbæ Los Angeles, en hann verður ekki tilbúinn fyrr en 2019. Þangað til er líklegast að liðið spili á hinum sögufræga Coliseum. Rams þekkir reyndar vel til í Los Angeles og á Coliseum-leikvanginum enda spilaði liðið í borginni frá 1946 til 1994. Liðið varð tvíegis meistari í borginni en það var fyrir samruna NFL og AFL-deildanna og daga Super Bowl. St. Louis Rams varð hins vegar meistari árið 1999 með þá Kurt Warner og Marshall Faulk í aðalhlutverkum.Hlauparinn og nýlðinn Todd Gurley átti frábært tímabil með Rams.Vísir/GettyChargers má koma líka Þrjú lið sóttust eftir því að flytja til Los Angeles og var öðru þeirra, San Diego Chargers, gefinn kostur á því að flytja með Rams og deila vellinum í Inglewood. Chargers þarf að ákveða á næstu vikum hvort það ætli að flytja til Los Angeles strax á þessu ári en annars hefur liðið eitt ár til að taka endanlega ákvörðun. Ef að Chargers vill ekki flytja verður hinu liðinu sem vildi fara, Oakland Raiders, gefinn kostur á að fara til Inglewood. Öll þrjú lið hafa áður spilað í Los Angeles. Þetta eru þó sár vonbrigði fyrir stuðningsmenn Rams í St. Louis en þetta er í annað skipti sem að borgin missir NFL-lið. Það gerðist síðast árið 1988 er Cardinals flutti til Phoenix.Háskólaliðið USC Trojans spilar á LA Coliseum vellinum.Vísir/GettyEigandinn stórtækur í íþróttaheiminum Borgaryfirvöld í St. Louis reyndu allt sem þau gátu til að halda Rams í borginni og lögðu fram áætlun um að byggja nýjan leikvang á besta stað í borginni. Stan Kroenke, eigandi Rams, var hins vegar ákveðinn í að flytja en hann á landið þar sem nýr leikvangur verður byggður í Inglewood. Þess má geta að Kroenke er einnig einn aðaleigandi enska úrvalsdeildarfélagsins Arsenal, sem og NBA-liðsins Denver Nuggets. Hann á einnig hokkíliðið Colorado Avalanche og MLS-liðið Colorado Rapids.Óvissa hjá Oakland Óvíst er hvað tekur við hjá Oakland Raiders en leigusamningur liðsins við Oakland Coliseum, leikvanginn sem liðið hefur nýtt í borginni, er útrunninn. Borgaryfirvöld í Oakland hafa ekki áhuga á að byggja nýjan leikvang og liggur því ekki fyrir nú hvort að eigendur Raiders sætti sig við að spila áfram í borginni. Raiders hefur deilt leikvanginum í Oakland með hafnaboltaliði borgarinnar og er eina liðið í NFL-deildinni sem gerir það.
NFL Mest lesið Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Úkraínska landsliðið finnst hvergi Sport Conor McGregor og Logan Paul fá jafnmikið borgað fyrir bardagann Sport Agnes Keleti látin eftir ótrúlegt lífshlaup Sport Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fótbolti Ballið byrjar hjá strákunum okkar Handbolti Handknattleiksambandið fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ en KSÍ ekki neitt Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Agnes Keleti látin eftir ótrúlegt lífshlaup Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands Í beinni: ÍR - Grindavík | Aftur á flug eftir jól? Í beinni: Njarðvík - Þór Þ. | Hefja nýtt ár á hörkuleik Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Berglind Björg í raðir Breiðabliks Forseti FIDE vill ekki refsa Carlsen Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Conor McGregor og Logan Paul fá jafnmikið borgað fyrir bardagann Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Leyfa ekki leikmanni sínum að reyna við eitt eftirsóttasta metið Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Tvöfaldur Ólympíumeistari endaði árið á sögulegan hátt Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sló út uppáhaldsspilara sonar síns Handknattleiksambandið fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ en KSÍ ekki neitt Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Úkraínska landsliðið finnst hvergi Dagskráin í dag: Undanúrslit í Ally Pally og Bónus-deildin hefst á ný Mark ársins strax á fyrsta degi? Sjá meira