Hrútarnir flytja aftur til Los Angeles Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 13. janúar 2016 11:30 Stan Kroenke, til hægri, er eigandi Rams auk margra annarra íþróttafélaga. Hér er hann með þjálfaranum Jeff Fischer. Vísir/Getty 21 árs bið Los Angeles að fá NFL-lið aftur til borgarinnar er lokið en samþykkt var á fundi eigenda liða í deildinni að Rams flytji frá St. Louis til Los Angeles strax í ár. Nýr leikvangur verður byggður í Inglewood, sem er í um 16 km fjarlægð frá miðbæ Los Angeles, en hann verður ekki tilbúinn fyrr en 2019. Þangað til er líklegast að liðið spili á hinum sögufræga Coliseum. Rams þekkir reyndar vel til í Los Angeles og á Coliseum-leikvanginum enda spilaði liðið í borginni frá 1946 til 1994. Liðið varð tvíegis meistari í borginni en það var fyrir samruna NFL og AFL-deildanna og daga Super Bowl. St. Louis Rams varð hins vegar meistari árið 1999 með þá Kurt Warner og Marshall Faulk í aðalhlutverkum.Hlauparinn og nýlðinn Todd Gurley átti frábært tímabil með Rams.Vísir/GettyChargers má koma líka Þrjú lið sóttust eftir því að flytja til Los Angeles og var öðru þeirra, San Diego Chargers, gefinn kostur á því að flytja með Rams og deila vellinum í Inglewood. Chargers þarf að ákveða á næstu vikum hvort það ætli að flytja til Los Angeles strax á þessu ári en annars hefur liðið eitt ár til að taka endanlega ákvörðun. Ef að Chargers vill ekki flytja verður hinu liðinu sem vildi fara, Oakland Raiders, gefinn kostur á að fara til Inglewood. Öll þrjú lið hafa áður spilað í Los Angeles. Þetta eru þó sár vonbrigði fyrir stuðningsmenn Rams í St. Louis en þetta er í annað skipti sem að borgin missir NFL-lið. Það gerðist síðast árið 1988 er Cardinals flutti til Phoenix.Háskólaliðið USC Trojans spilar á LA Coliseum vellinum.Vísir/GettyEigandinn stórtækur í íþróttaheiminum Borgaryfirvöld í St. Louis reyndu allt sem þau gátu til að halda Rams í borginni og lögðu fram áætlun um að byggja nýjan leikvang á besta stað í borginni. Stan Kroenke, eigandi Rams, var hins vegar ákveðinn í að flytja en hann á landið þar sem nýr leikvangur verður byggður í Inglewood. Þess má geta að Kroenke er einnig einn aðaleigandi enska úrvalsdeildarfélagsins Arsenal, sem og NBA-liðsins Denver Nuggets. Hann á einnig hokkíliðið Colorado Avalanche og MLS-liðið Colorado Rapids.Óvissa hjá Oakland Óvíst er hvað tekur við hjá Oakland Raiders en leigusamningur liðsins við Oakland Coliseum, leikvanginn sem liðið hefur nýtt í borginni, er útrunninn. Borgaryfirvöld í Oakland hafa ekki áhuga á að byggja nýjan leikvang og liggur því ekki fyrir nú hvort að eigendur Raiders sætti sig við að spila áfram í borginni. Raiders hefur deilt leikvanginum í Oakland með hafnaboltaliði borgarinnar og er eina liðið í NFL-deildinni sem gerir það. NFL Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Fiorentina - Udinese | Albert og félagar í skelfilegri stöðu Fótbolti Fleiri fréttir Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Fiorentina - Udinese | Albert og félagar í skelfilegri stöðu Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Sjá meira
21 árs bið Los Angeles að fá NFL-lið aftur til borgarinnar er lokið en samþykkt var á fundi eigenda liða í deildinni að Rams flytji frá St. Louis til Los Angeles strax í ár. Nýr leikvangur verður byggður í Inglewood, sem er í um 16 km fjarlægð frá miðbæ Los Angeles, en hann verður ekki tilbúinn fyrr en 2019. Þangað til er líklegast að liðið spili á hinum sögufræga Coliseum. Rams þekkir reyndar vel til í Los Angeles og á Coliseum-leikvanginum enda spilaði liðið í borginni frá 1946 til 1994. Liðið varð tvíegis meistari í borginni en það var fyrir samruna NFL og AFL-deildanna og daga Super Bowl. St. Louis Rams varð hins vegar meistari árið 1999 með þá Kurt Warner og Marshall Faulk í aðalhlutverkum.Hlauparinn og nýlðinn Todd Gurley átti frábært tímabil með Rams.Vísir/GettyChargers má koma líka Þrjú lið sóttust eftir því að flytja til Los Angeles og var öðru þeirra, San Diego Chargers, gefinn kostur á því að flytja með Rams og deila vellinum í Inglewood. Chargers þarf að ákveða á næstu vikum hvort það ætli að flytja til Los Angeles strax á þessu ári en annars hefur liðið eitt ár til að taka endanlega ákvörðun. Ef að Chargers vill ekki flytja verður hinu liðinu sem vildi fara, Oakland Raiders, gefinn kostur á að fara til Inglewood. Öll þrjú lið hafa áður spilað í Los Angeles. Þetta eru þó sár vonbrigði fyrir stuðningsmenn Rams í St. Louis en þetta er í annað skipti sem að borgin missir NFL-lið. Það gerðist síðast árið 1988 er Cardinals flutti til Phoenix.Háskólaliðið USC Trojans spilar á LA Coliseum vellinum.Vísir/GettyEigandinn stórtækur í íþróttaheiminum Borgaryfirvöld í St. Louis reyndu allt sem þau gátu til að halda Rams í borginni og lögðu fram áætlun um að byggja nýjan leikvang á besta stað í borginni. Stan Kroenke, eigandi Rams, var hins vegar ákveðinn í að flytja en hann á landið þar sem nýr leikvangur verður byggður í Inglewood. Þess má geta að Kroenke er einnig einn aðaleigandi enska úrvalsdeildarfélagsins Arsenal, sem og NBA-liðsins Denver Nuggets. Hann á einnig hokkíliðið Colorado Avalanche og MLS-liðið Colorado Rapids.Óvissa hjá Oakland Óvíst er hvað tekur við hjá Oakland Raiders en leigusamningur liðsins við Oakland Coliseum, leikvanginn sem liðið hefur nýtt í borginni, er útrunninn. Borgaryfirvöld í Oakland hafa ekki áhuga á að byggja nýjan leikvang og liggur því ekki fyrir nú hvort að eigendur Raiders sætti sig við að spila áfram í borginni. Raiders hefur deilt leikvanginum í Oakland með hafnaboltaliði borgarinnar og er eina liðið í NFL-deildinni sem gerir það.
NFL Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Fiorentina - Udinese | Albert og félagar í skelfilegri stöðu Fótbolti Fleiri fréttir Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Fiorentina - Udinese | Albert og félagar í skelfilegri stöðu Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Sjá meira