NFL: Patriots og Cardinals komust áfram í nótt en á mjög ólíkan hátt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. janúar 2016 12:15 Larry Fitzgerald fagnar hér sigur-snertimarki sínu. Vísir/Getty New England Patriots og Arizona Cardinals tryggðu sér sæti í úrslitum sinna deilda í úrslitakeppni ameríska fótboltans í nótt en bæði lið unnu leiki sína á heimavelli sem voru jafnframt fyrstu heimasigrar úrslitakeppni NFL-deildarinnar í ár. New England Patriots og Arizona Cardinals sátu hjá í fyrstu umferðinni um síðustu helgi og biðu þá eftir að sjá hverjir mótherjarnir yrðu. Allir fjórir leikirnir um síðustu helgi unnust á útivelli en sigurganga útiliðanna endaði í nótt. Það var þó mikill munur á sigrum liðanna tveggja í nótt, New England Patriots vann sannfærandi sigur á Kansas City Chiefs 27-20 en það var talsvert meiri dramatík þegar Arizona Cardinals vann 26-20 sigur á Green Bay Packers í framlengingu.Green Bay Packers náði að koma leiknum á móti Cardinals í framlengingu með ótrúlegri lokasókn þar sem Aaron Rodgers fann Jeff Janis í endamarkinu með svokallaðri „Hail Mary" sendingu en hann henti boltanum þá með þeirri von að einhver hans manna næði boltanum. Þetta var í annað skiptið á tímabilinu sem svona sending heppnast hjá Rodgers. Arizona Cardinals átti hinsvegar frábær tilþrif eftir og reynsluboltinn Larry Fitzgerald skoraði sigur-snertimarkið eftir sendingu frá Carson Palmer í fyrstu sókn framlengingarinnar. Leikstjórnandinn Carson Palmer hefur átt frábært tímabil en hann vann þarna sinn fyrsta sigur í úrslitakeppni. Arizona Cardinals er þar með komið í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar og mætir þar annaðhvort Carolina Panthers eða Seattle Seahawks. Ef Carolina Panthers vinnur þá verður Arizona á útivelli en liðið fær heimaleik ef Seattle Seahawks kemst áfram.Rob Gronkowski fagnar öðru snertimarka sinna.Vísir/GettyTom Brady og Rob Gronkowski fóru á kostum þegar ríkjandi NFL-meistarar New England Patriots liðið vann 27-20 sigur á Kansas City Chiefs og tryggði sér sæti í úrslitaleik Ameríkudeildarinnar fimmta árið í röð. Rob Gronkowski skoraði tvö snertimörk í leiknum og Tom Brady stýrði leik liðsins frábærlega auk þess að skora eitt snertimark sjálfur með svokallaðri leikstjórnanda-laumu. Gronkowski skoraði snertimark í fyrstu sókn leiksins og Patroits-menn voru því með frumkvæðið frá byrjun. Patriots-liðið endaði með þessu ellefu leikja sigurgöngu Kansas City Chiefs og tryggði sér sæti í úrslitaleik Ameríkudeildarinnar þar sem liðið mætir annaðhvort Pittsburgh Steelers eða Denver Broncos. Vinni Denver Broncos sinn leik í kvöld verður New England Patriots á útivelli en liðið fær heimaleik á móti Pittsburgh Steelers.Öll úrslitakeppni NFL-deildarinnar er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en tveir leikir fara fram í dag. Klukkan 18.05 tekur Carolina Panthers á móti Seattle Seahawks og klukkan 21:40 mætast Denver Broncos og Pittsburgh Steelers. Það er von á tveimur skemmtilegum leikjum. NFL Tengdar fréttir NFL: Rodgers minnti á sig í sigri Green Bay Green Bay vann Washington með öflugri frammistöðu í síðari hálfleik. 11. janúar 2016 08:00 Sakaði leikmann um að gera sér upp höfuðmeiðsli Leikmaður Pittsburgh Steelers er í eftirliti vegna gruns um að hafa fengið heilahristing. 12. janúar 2016 11:30 Er þetta flottasta snertimarkið sem þú hefur séð? | Myndband Martavis Bryant og félagar hans í Pittsburgh Steelers komust áfram í aðra umferð úrslitakeppni NFL-deildarinnar í nótt eftir 18-16 útisigur á Cincinnati Bengals. 10. janúar 2016 12:45 NFL: Reimarnar út eins og í Ace Ventura og Seattle vann Seattle Seahawks liðið hafði heldur betur heppnina með sér í naumum 10-9 sigri á Minnesota Vikings í leik liðanna í úrslitakeppni Þjóðardeildar ameríska fótboltans í kvöld. 10. janúar 2016 21:20 Sjáðu sparkið hjá Walsh: Þetta er búið! Klúðrið ótrúlega sem tryggði Seattle Seahawks sigur í NFL-deildinni um helgina. 11. janúar 2016 13:00 Lætur leikmenn horfa í sólina Tom Brady, leikstjórnandi New England Patriots, er algjör fullkomnunarsinni þegar kemur að undirbúningi fyrir leiki liðsins. 12. janúar 2016 23:30 NFL: Eyðilögðu endurkomuna með eintómu klúðri í lokin Leikstjórnandinn Ben Roethlisberger kom til baka úr klefanum og leiddi lokasókn Pittsburgh Steelers í 18-16 útisigri á Cincinnati Bengals í úrslitakeppni ameríska fótboltans í nótt. 10. janúar 2016 10:18 Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Gísli og félagar með fullt hús stiga Fótbolti Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Handbolti Fleiri fréttir „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah „Þetta er eins og að vera dömpað“ Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Metin sex sem Salah setti í gær Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sár Verstappen hótar sniðgöngu Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala Lýsandi fékk pökk í andlitið „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni Sjá meira
New England Patriots og Arizona Cardinals tryggðu sér sæti í úrslitum sinna deilda í úrslitakeppni ameríska fótboltans í nótt en bæði lið unnu leiki sína á heimavelli sem voru jafnframt fyrstu heimasigrar úrslitakeppni NFL-deildarinnar í ár. New England Patriots og Arizona Cardinals sátu hjá í fyrstu umferðinni um síðustu helgi og biðu þá eftir að sjá hverjir mótherjarnir yrðu. Allir fjórir leikirnir um síðustu helgi unnust á útivelli en sigurganga útiliðanna endaði í nótt. Það var þó mikill munur á sigrum liðanna tveggja í nótt, New England Patriots vann sannfærandi sigur á Kansas City Chiefs 27-20 en það var talsvert meiri dramatík þegar Arizona Cardinals vann 26-20 sigur á Green Bay Packers í framlengingu.Green Bay Packers náði að koma leiknum á móti Cardinals í framlengingu með ótrúlegri lokasókn þar sem Aaron Rodgers fann Jeff Janis í endamarkinu með svokallaðri „Hail Mary" sendingu en hann henti boltanum þá með þeirri von að einhver hans manna næði boltanum. Þetta var í annað skiptið á tímabilinu sem svona sending heppnast hjá Rodgers. Arizona Cardinals átti hinsvegar frábær tilþrif eftir og reynsluboltinn Larry Fitzgerald skoraði sigur-snertimarkið eftir sendingu frá Carson Palmer í fyrstu sókn framlengingarinnar. Leikstjórnandinn Carson Palmer hefur átt frábært tímabil en hann vann þarna sinn fyrsta sigur í úrslitakeppni. Arizona Cardinals er þar með komið í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar og mætir þar annaðhvort Carolina Panthers eða Seattle Seahawks. Ef Carolina Panthers vinnur þá verður Arizona á útivelli en liðið fær heimaleik ef Seattle Seahawks kemst áfram.Rob Gronkowski fagnar öðru snertimarka sinna.Vísir/GettyTom Brady og Rob Gronkowski fóru á kostum þegar ríkjandi NFL-meistarar New England Patriots liðið vann 27-20 sigur á Kansas City Chiefs og tryggði sér sæti í úrslitaleik Ameríkudeildarinnar fimmta árið í röð. Rob Gronkowski skoraði tvö snertimörk í leiknum og Tom Brady stýrði leik liðsins frábærlega auk þess að skora eitt snertimark sjálfur með svokallaðri leikstjórnanda-laumu. Gronkowski skoraði snertimark í fyrstu sókn leiksins og Patroits-menn voru því með frumkvæðið frá byrjun. Patriots-liðið endaði með þessu ellefu leikja sigurgöngu Kansas City Chiefs og tryggði sér sæti í úrslitaleik Ameríkudeildarinnar þar sem liðið mætir annaðhvort Pittsburgh Steelers eða Denver Broncos. Vinni Denver Broncos sinn leik í kvöld verður New England Patriots á útivelli en liðið fær heimaleik á móti Pittsburgh Steelers.Öll úrslitakeppni NFL-deildarinnar er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en tveir leikir fara fram í dag. Klukkan 18.05 tekur Carolina Panthers á móti Seattle Seahawks og klukkan 21:40 mætast Denver Broncos og Pittsburgh Steelers. Það er von á tveimur skemmtilegum leikjum.
NFL Tengdar fréttir NFL: Rodgers minnti á sig í sigri Green Bay Green Bay vann Washington með öflugri frammistöðu í síðari hálfleik. 11. janúar 2016 08:00 Sakaði leikmann um að gera sér upp höfuðmeiðsli Leikmaður Pittsburgh Steelers er í eftirliti vegna gruns um að hafa fengið heilahristing. 12. janúar 2016 11:30 Er þetta flottasta snertimarkið sem þú hefur séð? | Myndband Martavis Bryant og félagar hans í Pittsburgh Steelers komust áfram í aðra umferð úrslitakeppni NFL-deildarinnar í nótt eftir 18-16 útisigur á Cincinnati Bengals. 10. janúar 2016 12:45 NFL: Reimarnar út eins og í Ace Ventura og Seattle vann Seattle Seahawks liðið hafði heldur betur heppnina með sér í naumum 10-9 sigri á Minnesota Vikings í leik liðanna í úrslitakeppni Þjóðardeildar ameríska fótboltans í kvöld. 10. janúar 2016 21:20 Sjáðu sparkið hjá Walsh: Þetta er búið! Klúðrið ótrúlega sem tryggði Seattle Seahawks sigur í NFL-deildinni um helgina. 11. janúar 2016 13:00 Lætur leikmenn horfa í sólina Tom Brady, leikstjórnandi New England Patriots, er algjör fullkomnunarsinni þegar kemur að undirbúningi fyrir leiki liðsins. 12. janúar 2016 23:30 NFL: Eyðilögðu endurkomuna með eintómu klúðri í lokin Leikstjórnandinn Ben Roethlisberger kom til baka úr klefanum og leiddi lokasókn Pittsburgh Steelers í 18-16 útisigri á Cincinnati Bengals í úrslitakeppni ameríska fótboltans í nótt. 10. janúar 2016 10:18 Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Gísli og félagar með fullt hús stiga Fótbolti Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Handbolti Fleiri fréttir „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah „Þetta er eins og að vera dömpað“ Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Metin sex sem Salah setti í gær Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sár Verstappen hótar sniðgöngu Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala Lýsandi fékk pökk í andlitið „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni Sjá meira
NFL: Rodgers minnti á sig í sigri Green Bay Green Bay vann Washington með öflugri frammistöðu í síðari hálfleik. 11. janúar 2016 08:00
Sakaði leikmann um að gera sér upp höfuðmeiðsli Leikmaður Pittsburgh Steelers er í eftirliti vegna gruns um að hafa fengið heilahristing. 12. janúar 2016 11:30
Er þetta flottasta snertimarkið sem þú hefur séð? | Myndband Martavis Bryant og félagar hans í Pittsburgh Steelers komust áfram í aðra umferð úrslitakeppni NFL-deildarinnar í nótt eftir 18-16 útisigur á Cincinnati Bengals. 10. janúar 2016 12:45
NFL: Reimarnar út eins og í Ace Ventura og Seattle vann Seattle Seahawks liðið hafði heldur betur heppnina með sér í naumum 10-9 sigri á Minnesota Vikings í leik liðanna í úrslitakeppni Þjóðardeildar ameríska fótboltans í kvöld. 10. janúar 2016 21:20
Sjáðu sparkið hjá Walsh: Þetta er búið! Klúðrið ótrúlega sem tryggði Seattle Seahawks sigur í NFL-deildinni um helgina. 11. janúar 2016 13:00
Lætur leikmenn horfa í sólina Tom Brady, leikstjórnandi New England Patriots, er algjör fullkomnunarsinni þegar kemur að undirbúningi fyrir leiki liðsins. 12. janúar 2016 23:30
NFL: Eyðilögðu endurkomuna með eintómu klúðri í lokin Leikstjórnandinn Ben Roethlisberger kom til baka úr klefanum og leiddi lokasókn Pittsburgh Steelers í 18-16 útisigri á Cincinnati Bengals í úrslitakeppni ameríska fótboltans í nótt. 10. janúar 2016 10:18