Frestunarárátta eða lausnir? Teitur Guðmundsson skrifar 18. janúar 2016 09:51 Það dylst engum sem fylgist með fréttum frá degi til dags að það eru mörg vandamálin í heilbrigðisþjónustu landsmanna. Síðasta ár hefur verið hlaðið fregnum af þeim, vinnudeilur, kjör, aðstaða og aðbúnaður hafa verið býsna oft í umræðunni og oftar en ekki verið að fjalla um flaggskipið Landspítala. Öryggi sjúklinga þar og möguleika spítalans á að veita bestu mögulegu heilbrigðisþjónustu sem völ er á hefur verið tíðrætt. Ég man ekki hversu oft við erum alveg að fara fram af hinni margumtöluðu bjargbrún, en einhvern veginn komumst við ætíð hjá því með undraverðum hætti. Þá má ekki gleyma þeim umkvörtunum sem koma frá öðrum stofnunum sem glíma við fjárskort og skort á mannafla líkt og heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu sem og úti á landi og vanda hennar að rækja sitt hlutverk. Nú hafa bæst við háværar raddir um vanda eldri borgara með heimaþjónustu, dvalar- og hjúkrunarrými og mikinn rekstrarvanda þessara heimila sem og þjónustu við þennan hóp samfélagsins sem skapaði það sem við í dag þekkjum sem Ísland. Uppnám er sem stendur varðandi nýliðun sérfræðinga á samningi við Sjúkratryggingar sem var lokað um áramótin og ekki sér fyrir endann á og þá bíða heimilislæknar eftir útspili um uppbyggingu í heilsugæslu og möguleikum á fjölbreyttari rekstrarformum. Biðlistar eru að lengjast og óljóst er hvernig verður brugðist við rétti sjúklinga til að sækja sér þjónustu annars staðar þar sem hún er veitt. Ofan á allt þetta er kerfið í heild sinni háð því að góðgerðarfélög, fyrirtæki og aðrir viðlíka aðilar gefi tæki, tól og fjármuni svo hjólin haldi áfram að snúast. Það getur ekki verið eðlilegt, né líklegt til að halda áfram í óbreyttri mynd. Ég er eflaust að gleyma einhverju en nóg er nú samt, það skortir einhverja framtíðarsýn á það hvernig á að leysa málin og er ráðherra ekki í öfundsverðri stöðu með alla þá sem krefjast meiri fjármuna og þjóðar sem að sjálfsögðu krefst þess að hún fái þá þjónustu sem hún telur sig eiga skilið.Forgangsröðun og framtíðarsýn Það eru aldrei til peningar, sama hvernig árar, í það minnsta ekki nógir peningar til að gera það sem allir ætlast til. Forgangsröðun er fallegt orð sem er mikið notað, en oftsinnis er það býsna óljóst hvernig sú röðun fer fram og hver raðar. Hagur ríkisins fer batnandi sem er vel og vonandi náum við að snúa ofan af þessu með tímanum, en það gerist ekki nógu hratt. Við verðum líka að hafa kjark og taka þær ákvarðanir sem þarf til að leysa þá hnúta sem festast meir og meir. Tíðrætt er um fráflæðivanda Landspítala, hann er vissulega til staðar, sjúklingar geta ekki útskrifast í úrræði sem henta betur vegna skorts á rýmum utan hans. Landspítalinn gæti þá ræktað sitt hlutverk enn frekar. Það má líka horfa á vandann með þeim augum að spítalinn glími til viðbótar við aðflæðivanda vegna undirmönnunar í heilsugæslunni og ónógrar heimaþjónustu. Þarna þarf öflugt átak og myndarlegt ef leysa á vandann og við bíðum frétta af slíku. Tímasetta langtímaáætlun þarf í þessum efnum sem tekur á þeim grunnvanda sem kerfið býr við. Auk þess að gera sér af alvöru grein fyrir þeirri breyttu aldurssamsetningu þjóðarinnar sem við sjáum á næstu áratugum, auknum kostnaði vegna nýrra lyfja, meðferðarmöguleika og mönnunarþarfar. Kjark til að forgangsraða og innleiða nýja hugsun með nýrri tækni og möguleikum hennar varðandi fjarþjónustu svo dæmi sé tekið. Það hefur engum enn tekist að leika á elli kerlingu og okkur mun ekki takast það heldur, við þurfum að fagna henni og vinna með henni eins og mögulegt er. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Guðmundsson Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun „Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins“ Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Það dylst engum sem fylgist með fréttum frá degi til dags að það eru mörg vandamálin í heilbrigðisþjónustu landsmanna. Síðasta ár hefur verið hlaðið fregnum af þeim, vinnudeilur, kjör, aðstaða og aðbúnaður hafa verið býsna oft í umræðunni og oftar en ekki verið að fjalla um flaggskipið Landspítala. Öryggi sjúklinga þar og möguleika spítalans á að veita bestu mögulegu heilbrigðisþjónustu sem völ er á hefur verið tíðrætt. Ég man ekki hversu oft við erum alveg að fara fram af hinni margumtöluðu bjargbrún, en einhvern veginn komumst við ætíð hjá því með undraverðum hætti. Þá má ekki gleyma þeim umkvörtunum sem koma frá öðrum stofnunum sem glíma við fjárskort og skort á mannafla líkt og heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu sem og úti á landi og vanda hennar að rækja sitt hlutverk. Nú hafa bæst við háværar raddir um vanda eldri borgara með heimaþjónustu, dvalar- og hjúkrunarrými og mikinn rekstrarvanda þessara heimila sem og þjónustu við þennan hóp samfélagsins sem skapaði það sem við í dag þekkjum sem Ísland. Uppnám er sem stendur varðandi nýliðun sérfræðinga á samningi við Sjúkratryggingar sem var lokað um áramótin og ekki sér fyrir endann á og þá bíða heimilislæknar eftir útspili um uppbyggingu í heilsugæslu og möguleikum á fjölbreyttari rekstrarformum. Biðlistar eru að lengjast og óljóst er hvernig verður brugðist við rétti sjúklinga til að sækja sér þjónustu annars staðar þar sem hún er veitt. Ofan á allt þetta er kerfið í heild sinni háð því að góðgerðarfélög, fyrirtæki og aðrir viðlíka aðilar gefi tæki, tól og fjármuni svo hjólin haldi áfram að snúast. Það getur ekki verið eðlilegt, né líklegt til að halda áfram í óbreyttri mynd. Ég er eflaust að gleyma einhverju en nóg er nú samt, það skortir einhverja framtíðarsýn á það hvernig á að leysa málin og er ráðherra ekki í öfundsverðri stöðu með alla þá sem krefjast meiri fjármuna og þjóðar sem að sjálfsögðu krefst þess að hún fái þá þjónustu sem hún telur sig eiga skilið.Forgangsröðun og framtíðarsýn Það eru aldrei til peningar, sama hvernig árar, í það minnsta ekki nógir peningar til að gera það sem allir ætlast til. Forgangsröðun er fallegt orð sem er mikið notað, en oftsinnis er það býsna óljóst hvernig sú röðun fer fram og hver raðar. Hagur ríkisins fer batnandi sem er vel og vonandi náum við að snúa ofan af þessu með tímanum, en það gerist ekki nógu hratt. Við verðum líka að hafa kjark og taka þær ákvarðanir sem þarf til að leysa þá hnúta sem festast meir og meir. Tíðrætt er um fráflæðivanda Landspítala, hann er vissulega til staðar, sjúklingar geta ekki útskrifast í úrræði sem henta betur vegna skorts á rýmum utan hans. Landspítalinn gæti þá ræktað sitt hlutverk enn frekar. Það má líka horfa á vandann með þeim augum að spítalinn glími til viðbótar við aðflæðivanda vegna undirmönnunar í heilsugæslunni og ónógrar heimaþjónustu. Þarna þarf öflugt átak og myndarlegt ef leysa á vandann og við bíðum frétta af slíku. Tímasetta langtímaáætlun þarf í þessum efnum sem tekur á þeim grunnvanda sem kerfið býr við. Auk þess að gera sér af alvöru grein fyrir þeirri breyttu aldurssamsetningu þjóðarinnar sem við sjáum á næstu áratugum, auknum kostnaði vegna nýrra lyfja, meðferðarmöguleika og mönnunarþarfar. Kjark til að forgangsraða og innleiða nýja hugsun með nýrri tækni og möguleikum hennar varðandi fjarþjónustu svo dæmi sé tekið. Það hefur engum enn tekist að leika á elli kerlingu og okkur mun ekki takast það heldur, við þurfum að fagna henni og vinna með henni eins og mögulegt er.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun