NBA: Golden State náði að vinna án Curry | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. janúar 2016 10:00 Stephen Curry var jakkaklæddur á hliðarlínunni en lifði sig samt inn í leikinn. Vísir/Getty Golden State Warriors lék sinn annan leik í röð án Stephen Curry í NBA-deildinni í nótt en nú gekk mun betur en á móti Dallas. Russell Westbrook átti stórleik í sigri Oklahoma City og Los Angeles Clippers liðið vann sinn fimmta leik í röð.Klay Thompson og Draymond Green áttu báðir stórleik í fjarveru Stephen Curry þegar Golden State Warriors vann 114-110 útisigur á Houston Rockets. Klay Thompson skoraði 38 stig og Draymond Green var með sína fimmtu þrennu á leiktíðinni, skoraði 10 stig, tók 11 fráköst og gaf 16 stoðsendingar. Þetta var þrítugasti sigur Golden State Warriors á tímabilinu, í 32 leikjum, en jafnframt fyrsti sigur liðsins án Stephen Curry. Curry missti af sínum öðrum leik í röð vegna meiðsla á vinstri fæti en Golden State steinlá á móti Dallas í fyrsta leiknum án hans. James Harden skoraði 30 stig fyrir Houston liðið og Dwight Howard var með 21 stig og 13 fráköst. Houston er nú búið að tapa sjö deildarleikjum í röð án móti Golden State og sigurinn var öruggari en lokatölurnar segja því Golden State var 10 stigum yfir þegar 15 sekúndur voru eftir af leiknum. Luke Walton, þjálfari Golden State Warriors í fjarveru Steve Kerr, sagði eftir leikinn að Stephen Curry væri allur að braggast þótt að hann hafi ekki verið leikfær í nótt. Næsti leikur liðsins er á heimavelli á móti Denver Nuggets 2. janúar.Russell Westbrook var með 36 stig, 12 stoðsendingar og 5 stolna bolta þegar Oklahoma City Thunder vann 110-106 sigur á Phoenix Suns en þetta var sjöundi tapleikur Phoenix í röð. Kevin Durant var með 23 stig fyrir OKC sem hefur unnið þrjá leiki í röð og ennfremur 12 sigra í síðustu 14 leikjum sínum. T.J. Warren skoraði mest fyrir Suns-liðið eða 29 stig.J.J. Redick var með 26 stig annað kvöldið í röð þegar Los Angeles Clippers vann 95-89 útisigur á New Orleans Pelicans. Chris Paul klikkaði á 15 af fyrstu 17 skotum sínum í leiknum en var allt í öllu á lokasekúndum leiksins og endaði með 12 stoðsendingar og 9 stig. DeAndre Jordan var með 11 stig og 20 fráköst fyrir Clippers en Anthony Davis var með 14 stig og 15 fráköst fyrir Pelíkanana og Ryan Anderson skoraði 17 stig.Andre Drummond skoraði 23 stig og tók 18 fráköst þegar Detroit Pistons vann 115-90 sigur á Minnesota Timberwolves en Reggie Jackson var síðan með 19 stig og 9 stoðsendingar. Kentavious Caldwell-Pope skoraði 22 stig fyrir Pistons-liðið sem endaði þriggja leikja taphrinu. Nýliðinn Karl-Anthony Towns skoraði 23 stig og tók 9 fráköst fyrir Úlfana.Öll úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Detroit Pistons - Minnesota Timberwolves 115-90 Indiana Pacers - Milwaukee Bucks 116-120 Houston Rockets - Golden State Warriors 110-114 New Orleans Pelicans - Los Angeles Clippers 89-95 Oklahoma City Thunder - Phoenix Suns 110-106 Utah Jazz - Portland Trail Blazers 109-96Staðan í NBA-deildinni NBA Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar Fótbolti McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Sjá meira
Golden State Warriors lék sinn annan leik í röð án Stephen Curry í NBA-deildinni í nótt en nú gekk mun betur en á móti Dallas. Russell Westbrook átti stórleik í sigri Oklahoma City og Los Angeles Clippers liðið vann sinn fimmta leik í röð.Klay Thompson og Draymond Green áttu báðir stórleik í fjarveru Stephen Curry þegar Golden State Warriors vann 114-110 útisigur á Houston Rockets. Klay Thompson skoraði 38 stig og Draymond Green var með sína fimmtu þrennu á leiktíðinni, skoraði 10 stig, tók 11 fráköst og gaf 16 stoðsendingar. Þetta var þrítugasti sigur Golden State Warriors á tímabilinu, í 32 leikjum, en jafnframt fyrsti sigur liðsins án Stephen Curry. Curry missti af sínum öðrum leik í röð vegna meiðsla á vinstri fæti en Golden State steinlá á móti Dallas í fyrsta leiknum án hans. James Harden skoraði 30 stig fyrir Houston liðið og Dwight Howard var með 21 stig og 13 fráköst. Houston er nú búið að tapa sjö deildarleikjum í röð án móti Golden State og sigurinn var öruggari en lokatölurnar segja því Golden State var 10 stigum yfir þegar 15 sekúndur voru eftir af leiknum. Luke Walton, þjálfari Golden State Warriors í fjarveru Steve Kerr, sagði eftir leikinn að Stephen Curry væri allur að braggast þótt að hann hafi ekki verið leikfær í nótt. Næsti leikur liðsins er á heimavelli á móti Denver Nuggets 2. janúar.Russell Westbrook var með 36 stig, 12 stoðsendingar og 5 stolna bolta þegar Oklahoma City Thunder vann 110-106 sigur á Phoenix Suns en þetta var sjöundi tapleikur Phoenix í röð. Kevin Durant var með 23 stig fyrir OKC sem hefur unnið þrjá leiki í röð og ennfremur 12 sigra í síðustu 14 leikjum sínum. T.J. Warren skoraði mest fyrir Suns-liðið eða 29 stig.J.J. Redick var með 26 stig annað kvöldið í röð þegar Los Angeles Clippers vann 95-89 útisigur á New Orleans Pelicans. Chris Paul klikkaði á 15 af fyrstu 17 skotum sínum í leiknum en var allt í öllu á lokasekúndum leiksins og endaði með 12 stoðsendingar og 9 stig. DeAndre Jordan var með 11 stig og 20 fráköst fyrir Clippers en Anthony Davis var með 14 stig og 15 fráköst fyrir Pelíkanana og Ryan Anderson skoraði 17 stig.Andre Drummond skoraði 23 stig og tók 18 fráköst þegar Detroit Pistons vann 115-90 sigur á Minnesota Timberwolves en Reggie Jackson var síðan með 19 stig og 9 stoðsendingar. Kentavious Caldwell-Pope skoraði 22 stig fyrir Pistons-liðið sem endaði þriggja leikja taphrinu. Nýliðinn Karl-Anthony Towns skoraði 23 stig og tók 9 fráköst fyrir Úlfana.Öll úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Detroit Pistons - Minnesota Timberwolves 115-90 Indiana Pacers - Milwaukee Bucks 116-120 Houston Rockets - Golden State Warriors 110-114 New Orleans Pelicans - Los Angeles Clippers 89-95 Oklahoma City Thunder - Phoenix Suns 110-106 Utah Jazz - Portland Trail Blazers 109-96Staðan í NBA-deildinni
NBA Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar Fótbolti McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Sjá meira