Sá á kvölina sem á völina Stella Á. Kristjánsdóttir skrifar 1. júlí 2015 07:00 100 ár eru liðin frá því að konur 40 ára og eldri fengu kosningarétt og kjörgengi til Alþingis og gaman að gleðjast yfir áföngum sem hafa náðst í kynjajafnrétti en eins að skoða hvaða hindranir eru enn í veginum til að staða kynjanna sé jöfn. Konur á Íslandi standa vel að vígi þegar kemur að kynjajafnrétti og þær verið frumkvöðlar á mörgum sviðum vegna ötullar baráttu kvenna sem og jafnréttissinnaðri þjóð. Það þarf að bæta viðhorf samfélagsins til kvenna og að virðing fyrir konum sé sú sama og fyrir körlum. Það er undarlegt hvað karlar virðast eiga auðvelt með að koma sér á framfæri og fá stuðning karla sem kvenna þegar þeir bjóða sig fram til ábyrgðarstarfa. Það hefur vakið furðu mína að karlar séu formenn þriggja stórra stéttarfélaga þar sem konur eru í meirihluta félagsmanna. Konur þurfa að spyrja sig krefjandi spurninga og líta í eigin barm ef þær vilja stuðla að jafnri stöðu kynjanna. Hvað veldur því að konur kjósa síður konur til áhrifastarfa og þegar það gerist þá er það enn þá undantekningin sem sannar regluna. Treysta konur ekki kynsystrum sínum til góðra verka, að láta hlusta á sig, að vera ákveðnar og rökfastar og að vera í forsvari á opinberum vettvangi? Að sama skapi er það umhugsunarefni ef konur sækjast síður eftir áhrifastöðum og finna ekki fyrir sambærilegum stuðningi og karlar. Formaður Félags grunnskólakennara hefur verið karl fyrir utan eina undantekningu í marga áratugi. Var staðan þannig að engin kona bauð sig fram til formennsku þegar kosið var síðast um formann hjá Félagi hjúkrunarfræðinga, grunnskólakennara og leikskólakennara þar sem konur eru í kringum 90-99% félagsmanna? Það er þá enn ein birtingarmyndin á ójafnri stöðu kynjanna á 21. öldinni og er valdletjandi fyrir konur og særir mitt femíníska hjarta.Á herðum kvenna Fjölmiðlar eru yfirfullir af körlum sem viðmælendum, greinahöfundum og álitsgjöfum. Konur þurfa að nota öll tækifæri sem gefast til að auka sýnileika kvenna í fjölmiðlum og ein leið til þess er að kjósa konur til áhrifastarfa og að auka þannig möguleika á að rödd og viðhorf kvenna heyrist til jafns við hinn helminginn af mannkyninu. Þeir sem starfa á fjölmiðlum kvarta undan því að erfitt sé að fá konur í viðtöl og þarna kemur að okkur sjálfum, við þurfum að þora, vilja og geta eins og sungið var á kvennafrídaginn 1975. Það eru ekki góð skilaboð til samfélagsins og sér í lagi ungu kynslóðanna, að konur sjáist og heyrist ekki til jafns á við karla í fjölmiðlum og að þær séu ekki jafn virkar á öllum sviðum samfélagsins. Förum vel með kosningarétt okkar og hugum vel að því hvaða afleiðingar val okkar hefur fyrir ímynd kvenna og valdastöðu kvenna innan samfélagsins og jafnari stöðu kynjanna. Konur, spyrjið ykkur næst þegar þið notið kosningarétt ykkar hvort, þegar til lengri tíma er litið, atkvæði ykkar stuðli að framþróun í jafnréttismálum kynjanna. Samtakamáttur kvenna og barátta fyrir kynjajafnrétti mun hvíla fyrst og fremst á herðum kvenna við að efla virðingu og völd kvenna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
100 ár eru liðin frá því að konur 40 ára og eldri fengu kosningarétt og kjörgengi til Alþingis og gaman að gleðjast yfir áföngum sem hafa náðst í kynjajafnrétti en eins að skoða hvaða hindranir eru enn í veginum til að staða kynjanna sé jöfn. Konur á Íslandi standa vel að vígi þegar kemur að kynjajafnrétti og þær verið frumkvöðlar á mörgum sviðum vegna ötullar baráttu kvenna sem og jafnréttissinnaðri þjóð. Það þarf að bæta viðhorf samfélagsins til kvenna og að virðing fyrir konum sé sú sama og fyrir körlum. Það er undarlegt hvað karlar virðast eiga auðvelt með að koma sér á framfæri og fá stuðning karla sem kvenna þegar þeir bjóða sig fram til ábyrgðarstarfa. Það hefur vakið furðu mína að karlar séu formenn þriggja stórra stéttarfélaga þar sem konur eru í meirihluta félagsmanna. Konur þurfa að spyrja sig krefjandi spurninga og líta í eigin barm ef þær vilja stuðla að jafnri stöðu kynjanna. Hvað veldur því að konur kjósa síður konur til áhrifastarfa og þegar það gerist þá er það enn þá undantekningin sem sannar regluna. Treysta konur ekki kynsystrum sínum til góðra verka, að láta hlusta á sig, að vera ákveðnar og rökfastar og að vera í forsvari á opinberum vettvangi? Að sama skapi er það umhugsunarefni ef konur sækjast síður eftir áhrifastöðum og finna ekki fyrir sambærilegum stuðningi og karlar. Formaður Félags grunnskólakennara hefur verið karl fyrir utan eina undantekningu í marga áratugi. Var staðan þannig að engin kona bauð sig fram til formennsku þegar kosið var síðast um formann hjá Félagi hjúkrunarfræðinga, grunnskólakennara og leikskólakennara þar sem konur eru í kringum 90-99% félagsmanna? Það er þá enn ein birtingarmyndin á ójafnri stöðu kynjanna á 21. öldinni og er valdletjandi fyrir konur og særir mitt femíníska hjarta.Á herðum kvenna Fjölmiðlar eru yfirfullir af körlum sem viðmælendum, greinahöfundum og álitsgjöfum. Konur þurfa að nota öll tækifæri sem gefast til að auka sýnileika kvenna í fjölmiðlum og ein leið til þess er að kjósa konur til áhrifastarfa og að auka þannig möguleika á að rödd og viðhorf kvenna heyrist til jafns við hinn helminginn af mannkyninu. Þeir sem starfa á fjölmiðlum kvarta undan því að erfitt sé að fá konur í viðtöl og þarna kemur að okkur sjálfum, við þurfum að þora, vilja og geta eins og sungið var á kvennafrídaginn 1975. Það eru ekki góð skilaboð til samfélagsins og sér í lagi ungu kynslóðanna, að konur sjáist og heyrist ekki til jafns á við karla í fjölmiðlum og að þær séu ekki jafn virkar á öllum sviðum samfélagsins. Förum vel með kosningarétt okkar og hugum vel að því hvaða afleiðingar val okkar hefur fyrir ímynd kvenna og valdastöðu kvenna innan samfélagsins og jafnari stöðu kynjanna. Konur, spyrjið ykkur næst þegar þið notið kosningarétt ykkar hvort, þegar til lengri tíma er litið, atkvæði ykkar stuðli að framþróun í jafnréttismálum kynjanna. Samtakamáttur kvenna og barátta fyrir kynjajafnrétti mun hvíla fyrst og fremst á herðum kvenna við að efla virðingu og völd kvenna.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun