Ráðuneyti telur tillögu Jóns ólöglega Sveinn Arnarsson skrifar 13. maí 2015 00:01 Hörð átök Hart var tekist á um umdeilda tillögu meirihluta atvinnuveganefndar í gær. Minnisblað umhverfis- og auðlindaráðuneytisins telur hins vegar Alþingi ekki geta breytt flokkun virkjanakosta. Seinni umræða um umdeilda tillögu meirihluta atvinnuveganefndar þingsins um fjölgun virkjanakosta kom til umræðu á Alþingi í gær. Umhverfisráðuneyti Sigrúnar Magnúsdóttur telur þingið ekki geta gert breytingar á flokkun virkjanakosta. Mikil átök voru á Alþingi í gær þar sem Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, var sakaður um að brjóta þingsköp.Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndarStjórnarandstaðan telur breytingartillöguna brjóta gegn lögum um rammaáætlun sem samþykkt var með 63 samhljóða atkvæðum á síðasta þingi. Forseti þingsins taldi svo ekki vera og var hún þess vegna tekin til umræðu í gær. Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar, telur hreint með ólíkindum ef það væri þannig að tillaga sem kæmi frá ráðherra gæti ekki tekið breytingum í þinginu. „Til hvers var þá verið að vísa málinu til þingsins til þinglegrar meðferðar ef það var vilji þingsins á sínum tíma til að úrskurður ráðherra væri endanlegur,“ sagði Jón í ræðu á þingi í gær. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið telur hins vegar umrædda breytingartillögu ganga gegn lögum um rammaáætlun. Í minnisblaði ráðuneytisins um tillögu atvinnuveganefndar kemur fram að Alþingi geti ekki breytt flokkun virkjanakosta. Verkefnisstjórn um virkjanakosti hefur ekki skilað tillögu um flokkun þessara kosta til ráðherra og þingsályktunin sem nú liggur fyrir Alþingi tekur ekki til þeirra kosta. „Það er því mat umhverfis- og auðlindaráðuneytisins að lög nr. 48/2011 geri ekki ráð fyrir að Alþingi geti gert breytingar á flokkun þessara kosta þar sem lögbundið ferli verndar- og orkunýtingaráætlunar hefur ekki farið fram hvað þá varðar.Katrín Júlíusdóttir þIngmaður SamfylkingarinnarÞrír þingmenn óskuðu í gær eftir breytingum á dagskrá þingsins. Þingsköp segja til um að við upphaf þingfundar skuli bera dagskrárbreytingartillögu undir þingið. Tillagan var hins vegar ekki borin undir þingið fyrr en að loknum fyrsta lið á dagskrá þingsins. „Við teljum að þarna hafi þingsköp verið brotin,“ segir Katrín Júlíusdóttir. „Það eru fáir þingdagar eftir samkvæmt dagskrá. Það eru erfiðar deilur á vinnumarkaði og þá telur þessi ríkisstjórn það vera sitt forgangsmál að þjösna í gegnum þingið svo umdeildri tillögu um vægast sagt vafasamar ráðstafanir í auðlindamálum þjóðarinnar.“ Alþingi Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Seinni umræða um umdeilda tillögu meirihluta atvinnuveganefndar þingsins um fjölgun virkjanakosta kom til umræðu á Alþingi í gær. Umhverfisráðuneyti Sigrúnar Magnúsdóttur telur þingið ekki geta gert breytingar á flokkun virkjanakosta. Mikil átök voru á Alþingi í gær þar sem Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, var sakaður um að brjóta þingsköp.Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndarStjórnarandstaðan telur breytingartillöguna brjóta gegn lögum um rammaáætlun sem samþykkt var með 63 samhljóða atkvæðum á síðasta þingi. Forseti þingsins taldi svo ekki vera og var hún þess vegna tekin til umræðu í gær. Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar, telur hreint með ólíkindum ef það væri þannig að tillaga sem kæmi frá ráðherra gæti ekki tekið breytingum í þinginu. „Til hvers var þá verið að vísa málinu til þingsins til þinglegrar meðferðar ef það var vilji þingsins á sínum tíma til að úrskurður ráðherra væri endanlegur,“ sagði Jón í ræðu á þingi í gær. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið telur hins vegar umrædda breytingartillögu ganga gegn lögum um rammaáætlun. Í minnisblaði ráðuneytisins um tillögu atvinnuveganefndar kemur fram að Alþingi geti ekki breytt flokkun virkjanakosta. Verkefnisstjórn um virkjanakosti hefur ekki skilað tillögu um flokkun þessara kosta til ráðherra og þingsályktunin sem nú liggur fyrir Alþingi tekur ekki til þeirra kosta. „Það er því mat umhverfis- og auðlindaráðuneytisins að lög nr. 48/2011 geri ekki ráð fyrir að Alþingi geti gert breytingar á flokkun þessara kosta þar sem lögbundið ferli verndar- og orkunýtingaráætlunar hefur ekki farið fram hvað þá varðar.Katrín Júlíusdóttir þIngmaður SamfylkingarinnarÞrír þingmenn óskuðu í gær eftir breytingum á dagskrá þingsins. Þingsköp segja til um að við upphaf þingfundar skuli bera dagskrárbreytingartillögu undir þingið. Tillagan var hins vegar ekki borin undir þingið fyrr en að loknum fyrsta lið á dagskrá þingsins. „Við teljum að þarna hafi þingsköp verið brotin,“ segir Katrín Júlíusdóttir. „Það eru fáir þingdagar eftir samkvæmt dagskrá. Það eru erfiðar deilur á vinnumarkaði og þá telur þessi ríkisstjórn það vera sitt forgangsmál að þjösna í gegnum þingið svo umdeildri tillögu um vægast sagt vafasamar ráðstafanir í auðlindamálum þjóðarinnar.“
Alþingi Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent