Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Kolbeinn Tumi Daðason og Lovísa Arnardóttir skrifa 14. júlí 2025 10:40 Bjargey segir göngufólkinu sem dvaldi í skálanum hafa verið mjög brugðið. Þau hafi samt haldið í göngu daginn eftir. Vísir/Kolbeinn Tumi Eldur kviknaði fyrir helgi í salernis- og sturtuaðstöðu við Snæfellsskála í Vatnajökulsþjóðgarði. Alls voru 30 í skálanum sem stendur við norðanvert Snæfell þegar eldurinn kviknaði aðfaranótt föstudags. Bjargey Guðmundsdóttir landvörður segir göngufólkinu hafa verið brugðið en það hafi verið ómetanlegt að hafa þau á svæðinu til aðstoðar. „Það var hérna stór hópur af göngufólki sem var að fara að ganga upp á Snæfell. Ein úr gönguhópnum vaknaði um korter í þrjú og fann lykt,“ segir Bjargey. Vakti landverði um þrjú Konan hafi litið út um gluggann og séð rosalegan reyk. „Það var kviknað í og hún vekur okkur landverðina og við rjúkum út og sjáum eldinn og reynum allt til að tryggja að þetta fari ekki í skálann.“ Aðstaðan er eiginlega alveg ónýt eftir brunann. Vísir/Kolbeinn Tumi Bjargey segir göngufólkið hafa aðstoðað og að það hafi verið mikil heppni að á staðnum voru fyrir smiðir sem eru að vinna að viðgerð á þaki í skálanum. Hún segir landverði hafa óttast mjög að eldur bærist í önnur hús en vindáttin hafi verið hagstæð og það ekki gerst. Hringt var í slökkvilið sem var komið frá Egilsstöðum eftir um einn og hálfan tíma til tvo tíma. „Þannig við þurftum eiginlega bara að horfa á þetta brenna á meðan, sem var mjög erfitt. En svo kom slökkviliðið og náði að slökkva eldinn.“ Eldsupptök enn óljós Bjargey segir ekki vitað hvað olli eldinum en líklega hafi eldur kviknað út frá gashitara fyrir sturtur eða rafmagnstöflunni fyrir sólarselllurnar. Það er nú til rannsóknar. „Okkur brá mjög mikið og það var mjög mikið panikk til að byrja með,“ segir hún en að fólk hafi róast þegar búið var að tryggja aðstæður með því að fjarlægja gaskúta. Smiðirnir gátu notað körfubíl til að tryggja svæðið. Kofinn stendur í smá fjarlægð frá skálanum og var vindátt hagstæð þannig eldur barst ekki á milli húsa. Vísir/Kolbeinn Tumi „Þetta fór mun betur en við héldum. Það er hægt að nota eitt salerni enn þá en það er lykt inni, en svo vitum við ekki hvað verður gert. Það er verið að skoða það núna.“ Bjargey segir erfitt að vita hvaða áhrif þetta hefur á framhaldið. Hún segir göngufólkinu hafa verið brugðið en það hafi ekki stöðvað þau í að halda í gönguna. „Þetta var ekki það sem þau höfðu hugsað sér, þau voru á leið í göngu daginn eftir, þannig það var ekki mikið um svefn. En það var ómetanlegt að hafa þau hérna til að hjálpa til við að halda þessu öruggu.“ Nokkrir smiðir voru á vettvangi vegna þakviðgerða sem nú eru í gangi á skálanum sjálfum. Vísir/Kolbeinn Tumi Aðstaðan er eiginlega alveg ónýt eftir brunann. Vísir/Kolbeinn Tumi Salernis- og vaskaðstaða er í kofanum sem brann. Vísir/Kolbeinn Tumi Snæfell Vatnajökulsþjóðgarður Múlaþing Slökkvilið Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Bjargey Guðmundsdóttir landvörður segir göngufólkinu hafa verið brugðið en það hafi verið ómetanlegt að hafa þau á svæðinu til aðstoðar. „Það var hérna stór hópur af göngufólki sem var að fara að ganga upp á Snæfell. Ein úr gönguhópnum vaknaði um korter í þrjú og fann lykt,“ segir Bjargey. Vakti landverði um þrjú Konan hafi litið út um gluggann og séð rosalegan reyk. „Það var kviknað í og hún vekur okkur landverðina og við rjúkum út og sjáum eldinn og reynum allt til að tryggja að þetta fari ekki í skálann.“ Aðstaðan er eiginlega alveg ónýt eftir brunann. Vísir/Kolbeinn Tumi Bjargey segir göngufólkið hafa aðstoðað og að það hafi verið mikil heppni að á staðnum voru fyrir smiðir sem eru að vinna að viðgerð á þaki í skálanum. Hún segir landverði hafa óttast mjög að eldur bærist í önnur hús en vindáttin hafi verið hagstæð og það ekki gerst. Hringt var í slökkvilið sem var komið frá Egilsstöðum eftir um einn og hálfan tíma til tvo tíma. „Þannig við þurftum eiginlega bara að horfa á þetta brenna á meðan, sem var mjög erfitt. En svo kom slökkviliðið og náði að slökkva eldinn.“ Eldsupptök enn óljós Bjargey segir ekki vitað hvað olli eldinum en líklega hafi eldur kviknað út frá gashitara fyrir sturtur eða rafmagnstöflunni fyrir sólarselllurnar. Það er nú til rannsóknar. „Okkur brá mjög mikið og það var mjög mikið panikk til að byrja með,“ segir hún en að fólk hafi róast þegar búið var að tryggja aðstæður með því að fjarlægja gaskúta. Smiðirnir gátu notað körfubíl til að tryggja svæðið. Kofinn stendur í smá fjarlægð frá skálanum og var vindátt hagstæð þannig eldur barst ekki á milli húsa. Vísir/Kolbeinn Tumi „Þetta fór mun betur en við héldum. Það er hægt að nota eitt salerni enn þá en það er lykt inni, en svo vitum við ekki hvað verður gert. Það er verið að skoða það núna.“ Bjargey segir erfitt að vita hvaða áhrif þetta hefur á framhaldið. Hún segir göngufólkinu hafa verið brugðið en það hafi ekki stöðvað þau í að halda í gönguna. „Þetta var ekki það sem þau höfðu hugsað sér, þau voru á leið í göngu daginn eftir, þannig það var ekki mikið um svefn. En það var ómetanlegt að hafa þau hérna til að hjálpa til við að halda þessu öruggu.“ Nokkrir smiðir voru á vettvangi vegna þakviðgerða sem nú eru í gangi á skálanum sjálfum. Vísir/Kolbeinn Tumi Aðstaðan er eiginlega alveg ónýt eftir brunann. Vísir/Kolbeinn Tumi Salernis- og vaskaðstaða er í kofanum sem brann. Vísir/Kolbeinn Tumi
Snæfell Vatnajökulsþjóðgarður Múlaþing Slökkvilið Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira