Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Kolbeinn Tumi Daðason og Lovísa Arnardóttir skrifa 14. júlí 2025 10:40 Bjargey segir göngufólkinu sem dvaldi í skálanum hafa verið mjög brugðið. Þau hafi samt haldið í göngu daginn eftir. Vísir/Kolbeinn Tumi Eldur kviknaði fyrir helgi í salernis- og sturtuaðstöðu við Snæfellsskála í Vatnajökulsþjóðgarði. Alls voru 30 í skálanum sem stendur við norðanvert Snæfell þegar eldurinn kviknaði aðfaranótt föstudags. Bjargey Guðmundsdóttir landvörður segir göngufólkinu hafa verið brugðið en það hafi verið ómetanlegt að hafa þau á svæðinu til aðstoðar. „Það var hérna stór hópur af göngufólki sem var að fara að ganga upp á Snæfell. Ein úr gönguhópnum vaknaði um korter í þrjú og fann lykt,“ segir Bjargey. Vakti landverði um þrjú Konan hafi litið út um gluggann og séð rosalegan reyk. „Það var kviknað í og hún vekur okkur landverðina og við rjúkum út og sjáum eldinn og reynum allt til að tryggja að þetta fari ekki í skálann.“ Aðstaðan er eiginlega alveg ónýt eftir brunann. Vísir/Kolbeinn Tumi Bjargey segir göngufólkið hafa aðstoðað og að það hafi verið mikil heppni að á staðnum voru fyrir smiðir sem eru að vinna að viðgerð á þaki í skálanum. Hún segir landverði hafa óttast mjög að eldur bærist í önnur hús en vindáttin hafi verið hagstæð og það ekki gerst. Hringt var í slökkvilið sem var komið frá Egilsstöðum eftir um einn og hálfan tíma til tvo tíma. „Þannig við þurftum eiginlega bara að horfa á þetta brenna á meðan, sem var mjög erfitt. En svo kom slökkviliðið og náði að slökkva eldinn.“ Eldsupptök enn óljós Bjargey segir ekki vitað hvað olli eldinum en líklega hafi eldur kviknað út frá gashitara fyrir sturtur eða rafmagnstöflunni fyrir sólarselllurnar. Það er nú til rannsóknar. „Okkur brá mjög mikið og það var mjög mikið panikk til að byrja með,“ segir hún en að fólk hafi róast þegar búið var að tryggja aðstæður með því að fjarlægja gaskúta. Smiðirnir gátu notað körfubíl til að tryggja svæðið. Kofinn stendur í smá fjarlægð frá skálanum og var vindátt hagstæð þannig eldur barst ekki á milli húsa. Vísir/Kolbeinn Tumi „Þetta fór mun betur en við héldum. Það er hægt að nota eitt salerni enn þá en það er lykt inni, en svo vitum við ekki hvað verður gert. Það er verið að skoða það núna.“ Bjargey segir erfitt að vita hvaða áhrif þetta hefur á framhaldið. Hún segir göngufólkinu hafa verið brugðið en það hafi ekki stöðvað þau í að halda í gönguna. „Þetta var ekki það sem þau höfðu hugsað sér, þau voru á leið í göngu daginn eftir, þannig það var ekki mikið um svefn. En það var ómetanlegt að hafa þau hérna til að hjálpa til við að halda þessu öruggu.“ Nokkrir smiðir voru á vettvangi vegna þakviðgerða sem nú eru í gangi á skálanum sjálfum. Vísir/Kolbeinn Tumi Aðstaðan er eiginlega alveg ónýt eftir brunann. Vísir/Kolbeinn Tumi Salernis- og vaskaðstaða er í kofanum sem brann. Vísir/Kolbeinn Tumi Vatnajökulsþjóðgarður Múlaþing Slökkvilið Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Bjargey Guðmundsdóttir landvörður segir göngufólkinu hafa verið brugðið en það hafi verið ómetanlegt að hafa þau á svæðinu til aðstoðar. „Það var hérna stór hópur af göngufólki sem var að fara að ganga upp á Snæfell. Ein úr gönguhópnum vaknaði um korter í þrjú og fann lykt,“ segir Bjargey. Vakti landverði um þrjú Konan hafi litið út um gluggann og séð rosalegan reyk. „Það var kviknað í og hún vekur okkur landverðina og við rjúkum út og sjáum eldinn og reynum allt til að tryggja að þetta fari ekki í skálann.“ Aðstaðan er eiginlega alveg ónýt eftir brunann. Vísir/Kolbeinn Tumi Bjargey segir göngufólkið hafa aðstoðað og að það hafi verið mikil heppni að á staðnum voru fyrir smiðir sem eru að vinna að viðgerð á þaki í skálanum. Hún segir landverði hafa óttast mjög að eldur bærist í önnur hús en vindáttin hafi verið hagstæð og það ekki gerst. Hringt var í slökkvilið sem var komið frá Egilsstöðum eftir um einn og hálfan tíma til tvo tíma. „Þannig við þurftum eiginlega bara að horfa á þetta brenna á meðan, sem var mjög erfitt. En svo kom slökkviliðið og náði að slökkva eldinn.“ Eldsupptök enn óljós Bjargey segir ekki vitað hvað olli eldinum en líklega hafi eldur kviknað út frá gashitara fyrir sturtur eða rafmagnstöflunni fyrir sólarselllurnar. Það er nú til rannsóknar. „Okkur brá mjög mikið og það var mjög mikið panikk til að byrja með,“ segir hún en að fólk hafi róast þegar búið var að tryggja aðstæður með því að fjarlægja gaskúta. Smiðirnir gátu notað körfubíl til að tryggja svæðið. Kofinn stendur í smá fjarlægð frá skálanum og var vindátt hagstæð þannig eldur barst ekki á milli húsa. Vísir/Kolbeinn Tumi „Þetta fór mun betur en við héldum. Það er hægt að nota eitt salerni enn þá en það er lykt inni, en svo vitum við ekki hvað verður gert. Það er verið að skoða það núna.“ Bjargey segir erfitt að vita hvaða áhrif þetta hefur á framhaldið. Hún segir göngufólkinu hafa verið brugðið en það hafi ekki stöðvað þau í að halda í gönguna. „Þetta var ekki það sem þau höfðu hugsað sér, þau voru á leið í göngu daginn eftir, þannig það var ekki mikið um svefn. En það var ómetanlegt að hafa þau hérna til að hjálpa til við að halda þessu öruggu.“ Nokkrir smiðir voru á vettvangi vegna þakviðgerða sem nú eru í gangi á skálanum sjálfum. Vísir/Kolbeinn Tumi Aðstaðan er eiginlega alveg ónýt eftir brunann. Vísir/Kolbeinn Tumi Salernis- og vaskaðstaða er í kofanum sem brann. Vísir/Kolbeinn Tumi
Vatnajökulsþjóðgarður Múlaþing Slökkvilið Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira