Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Bjarki Sigurðsson skrifar 12. júlí 2025 23:03 Foreldraþorpið hefur það að markmiði að efla eftirlit með sumarpartýum barna og þannig tryggja betur öryggi þeirra.. Samtök foreldra kalla eftir aukinni viðveru forráðamanna á hittingum ungmenna. Það sé mikilvægt að efla traust svo viðburðirnir séu öruggari fyrir þá sem mæta. Síðustu áratugi hefur það tíðkast að ungmenni á grunnskóla- og framhaldsskólaaldri haldi partý utandyra á sumrin. Partýin eru oft þannig að hópur ákveður að hittast og hafa gaman, orðið spyrst út í gegnum samfélagsmiðla og á endanum er saman kominn hópur ungmenna úr öllum áttum, stundum mörg hundruð talsins. Dæmi eru um að ungmennin séu með áfengi við hönd. Samtökin Foreldraþorpið hófu nýlega átak vegna þessara hittinga, en þó alls ekki til að koma í veg fyrir þá. „Við erum að leggja áherslu á það að foreldrar séu meðvitaðir um hvar börnin þeirra eru og að þeir taki þátt í þessum hittingum. Líka foreldrafélög í framhaldsskólunum. Það hafa komið nýlega upp tilvik þar sem börnin eru sett í þá stöðu að vera til dæmis ofurölvi á þessum heitum reitum, og það er enginn til að aðstoða þau,“ segir Arna Hrönn Aradóttir, verkefnastjóri forvarna í Norðurmiðstöð. Dæmi um heita reiti eru Elliðaárdalurinn og Guðmundarlundur. „Við þurfum að byggja upp eitthvað traust og vera í samtali við þau. Láta þau vita að við séum ekki þarna til að skemma fyrir þeim skemmtilega kvöldstund, heldur veita þeim ákveðið öryggi. Við þurfum ekkert að vera ofan í þeim. Við getum bara fengið okkur göngutúr um svæðið og verið til staðar,“ segir Bryndís Ýr Pétursdóttir, meðlimur Foreldraþorpsins. Ekki gefið að lögregla geti vaktað hittinga Lögregla reynir að fylgjast með þessum hittingum ásamt færanlegu félagsmiðstöðinni Flotanum, en það er ekki alltaf hægt. „Við fáum oft upplýsingar um þessa hittinga, að það sé stór hittingur í vændum. En svo fer það eftir mönnun og útkallsstöðu hvort við höfum yfir höfuð tök á því að vera á þessum hittingum. Þannig það er ekkert gefið mál að lögreglan verði með einhverskonar gæslu eða aðkomu að þessum hittingum,“ segir Unnar Þór Bjarnason, varðstjóri hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Sniðugt væri að rækta gott samband við önnur foreldri. „Auðvitað er erfitt þegar þau eru að byrja í menntaskóla. Maður hefur mjög fáar tengingar inn í foreldrahópinn, en það er mikilvægt að skapa þessar tengingar. Fáum að vita hvaða börn þetta eru, hvaða foreldrar eru í þessum hópi. Tengja okkur og vera í samtali. Það er líka bara miklu skemmtilegra,“ segir Bryndís Ýr. Börn og uppeldi Reykjavík Kópavogur Grunnskólar Framhaldsskólar Skóla- og menntamál Áfengi Mest lesið Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira
Síðustu áratugi hefur það tíðkast að ungmenni á grunnskóla- og framhaldsskólaaldri haldi partý utandyra á sumrin. Partýin eru oft þannig að hópur ákveður að hittast og hafa gaman, orðið spyrst út í gegnum samfélagsmiðla og á endanum er saman kominn hópur ungmenna úr öllum áttum, stundum mörg hundruð talsins. Dæmi eru um að ungmennin séu með áfengi við hönd. Samtökin Foreldraþorpið hófu nýlega átak vegna þessara hittinga, en þó alls ekki til að koma í veg fyrir þá. „Við erum að leggja áherslu á það að foreldrar séu meðvitaðir um hvar börnin þeirra eru og að þeir taki þátt í þessum hittingum. Líka foreldrafélög í framhaldsskólunum. Það hafa komið nýlega upp tilvik þar sem börnin eru sett í þá stöðu að vera til dæmis ofurölvi á þessum heitum reitum, og það er enginn til að aðstoða þau,“ segir Arna Hrönn Aradóttir, verkefnastjóri forvarna í Norðurmiðstöð. Dæmi um heita reiti eru Elliðaárdalurinn og Guðmundarlundur. „Við þurfum að byggja upp eitthvað traust og vera í samtali við þau. Láta þau vita að við séum ekki þarna til að skemma fyrir þeim skemmtilega kvöldstund, heldur veita þeim ákveðið öryggi. Við þurfum ekkert að vera ofan í þeim. Við getum bara fengið okkur göngutúr um svæðið og verið til staðar,“ segir Bryndís Ýr Pétursdóttir, meðlimur Foreldraþorpsins. Ekki gefið að lögregla geti vaktað hittinga Lögregla reynir að fylgjast með þessum hittingum ásamt færanlegu félagsmiðstöðinni Flotanum, en það er ekki alltaf hægt. „Við fáum oft upplýsingar um þessa hittinga, að það sé stór hittingur í vændum. En svo fer það eftir mönnun og útkallsstöðu hvort við höfum yfir höfuð tök á því að vera á þessum hittingum. Þannig það er ekkert gefið mál að lögreglan verði með einhverskonar gæslu eða aðkomu að þessum hittingum,“ segir Unnar Þór Bjarnason, varðstjóri hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Sniðugt væri að rækta gott samband við önnur foreldri. „Auðvitað er erfitt þegar þau eru að byrja í menntaskóla. Maður hefur mjög fáar tengingar inn í foreldrahópinn, en það er mikilvægt að skapa þessar tengingar. Fáum að vita hvaða börn þetta eru, hvaða foreldrar eru í þessum hópi. Tengja okkur og vera í samtali. Það er líka bara miklu skemmtilegra,“ segir Bryndís Ýr.
Börn og uppeldi Reykjavík Kópavogur Grunnskólar Framhaldsskólar Skóla- og menntamál Áfengi Mest lesið Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira