Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Agnar Már Másson skrifar 14. júlí 2025 23:38 Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra. Vísir/Sigurjón Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, hyggst ekki biðjast afsökunar á því að hafa spurt hvort stjórnarandstaðan vildi að á Íslandi ríkti þannig ástand að nýir valdhafar þyrftu að draga þá gömlu undir húsvegg og skjóta þá svo að valdaskipti væru tryggð. Heitar umræður sköpuðust í Reykjavík síðdegis í dag þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og Inga Sæland, formaður Flokks fólksins ræddu þinglokin. Inga Sæland sagði að 71. þingskaparlaga, eða kjarnorkuákvæðinu, yrði tafarlaust aftur beitt skapaðist sú staða sem kom upp í umræðunni um veiðigjöld. Var Inga þar spurð út í ummæli sín í ræðustól Alþingis í síðustu viku þar sem hún spurði hvort minnihlutinn stefni Alþingi í átt að stjórnleysi líkt og í löndum þar sem valdhafar eru teknir af lífi. Ummælin fóru illa í stjórnarandstæðinga sem hafa gagnrýnt þetta orðalag harkalega síðan þá. „Hvers vegna er það svo að meginreglan er sú að á fjögurra ára fresti getum við skipt um valdhafa án þess að þurfa að draga þá undir húsvegg og skjóta þá eins og er í mörgum löndum þar sem í rauninni ríkir algjört kaos? Er það þangað sem hæstvirtur minnihlutinn vill draga Alþingi Íslendinga? Er það í stjórnleysi, kaos og lítilsvirðingu við þingræðið og lýðræðið í landinu?“ sagði Inga í síðustu viku. Spurð hvort ekki eigi að biðjast afsökunar svarar Inga neitandi. „Nei, það þarf ég ekki að gera,“ segir hún og benti á það væru „kannski ekki allir sem skildu þetta líkingamál“ enda hafi hún haft of stuttan tíma í ræðustól til að kryfja viðlíkinguna nánar. Í raun hafi hún verið að spyrja hvort Íslendingar vildu ofbeldisfull stjórnvöld á Alþingi. Sigmundur Davíð greip inn í. „Þú hlýtur að hafa lesið hvað þú sagðir,“ sagði Sigmundur. „Og við bætist að þú ert að hóta því að beita þessu kjarnorkuákvæði svokallaða til þess að stöðva hér aðrar umræður um það mál sem að fyrirhugað var.“ Miðflokksmaðurinn dró þá í efa að Inga væri í raun höfð með í ráðunum við borð ríkisstjórnarinnar. „En áðan sagðir þú að þú stæðir með fínum konum í ríkisstjórninni og þið væruð samhentar og hefðuð engar áhyggjur af Evrópusambandsmálunum. Ég er ekkert viss um að þú sért með í ráðum, eins og við sjáum með þessi þinglok. Þannig að þú áttir nú kannski að athuga það hvort að þær hafa eitthvað einhvern áhuga eða stuðning við málefni Flokks fólksins,“ sagði Sigmundur, sem vísaði þar til þess að afgreiðsla á fjölda áherslumála flokks Ingu hafi ekki klárast fyrir þinglok. Alþingi Flokkur fólksins Miðflokkurinn Breytingar á veiðigjöldum Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Fleiri fréttir Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Sjá meira
Heitar umræður sköpuðust í Reykjavík síðdegis í dag þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og Inga Sæland, formaður Flokks fólksins ræddu þinglokin. Inga Sæland sagði að 71. þingskaparlaga, eða kjarnorkuákvæðinu, yrði tafarlaust aftur beitt skapaðist sú staða sem kom upp í umræðunni um veiðigjöld. Var Inga þar spurð út í ummæli sín í ræðustól Alþingis í síðustu viku þar sem hún spurði hvort minnihlutinn stefni Alþingi í átt að stjórnleysi líkt og í löndum þar sem valdhafar eru teknir af lífi. Ummælin fóru illa í stjórnarandstæðinga sem hafa gagnrýnt þetta orðalag harkalega síðan þá. „Hvers vegna er það svo að meginreglan er sú að á fjögurra ára fresti getum við skipt um valdhafa án þess að þurfa að draga þá undir húsvegg og skjóta þá eins og er í mörgum löndum þar sem í rauninni ríkir algjört kaos? Er það þangað sem hæstvirtur minnihlutinn vill draga Alþingi Íslendinga? Er það í stjórnleysi, kaos og lítilsvirðingu við þingræðið og lýðræðið í landinu?“ sagði Inga í síðustu viku. Spurð hvort ekki eigi að biðjast afsökunar svarar Inga neitandi. „Nei, það þarf ég ekki að gera,“ segir hún og benti á það væru „kannski ekki allir sem skildu þetta líkingamál“ enda hafi hún haft of stuttan tíma í ræðustól til að kryfja viðlíkinguna nánar. Í raun hafi hún verið að spyrja hvort Íslendingar vildu ofbeldisfull stjórnvöld á Alþingi. Sigmundur Davíð greip inn í. „Þú hlýtur að hafa lesið hvað þú sagðir,“ sagði Sigmundur. „Og við bætist að þú ert að hóta því að beita þessu kjarnorkuákvæði svokallaða til þess að stöðva hér aðrar umræður um það mál sem að fyrirhugað var.“ Miðflokksmaðurinn dró þá í efa að Inga væri í raun höfð með í ráðunum við borð ríkisstjórnarinnar. „En áðan sagðir þú að þú stæðir með fínum konum í ríkisstjórninni og þið væruð samhentar og hefðuð engar áhyggjur af Evrópusambandsmálunum. Ég er ekkert viss um að þú sért með í ráðum, eins og við sjáum með þessi þinglok. Þannig að þú áttir nú kannski að athuga það hvort að þær hafa eitthvað einhvern áhuga eða stuðning við málefni Flokks fólksins,“ sagði Sigmundur, sem vísaði þar til þess að afgreiðsla á fjölda áherslumála flokks Ingu hafi ekki klárast fyrir þinglok.
Alþingi Flokkur fólksins Miðflokkurinn Breytingar á veiðigjöldum Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Fleiri fréttir Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Sjá meira