Hugleiðing – Eiga börnin þetta skilið ? Birgir Grímsson skrifar 1. apríl 2015 10:57 Vissir þú, að árlega missa mörg börn tengslin við annað foreldrið sitt vegna þess að lög landsins ná ekki að verja réttindi þeirra til njóta tengsla við báða foreldra sína eftir skilnað? Vissir þú að fjöldi foreldra á Íslandi býr við fátækt, og þeir eru þannig ófærir um að bjóða börnum sínum upp á góð heimili vegna kerfislægs galla í lögum þar sem kerfið mismunar foreldrum eftir skilnað, eftir því hjá hvoru foreldri barnið hefur lögheimili? Þann 12. maí 2014 var þingsályktunartillaga samþykkt á Alþingi um að stofnuð skyldi nefnd til að skoða hvernig jafna mætti stöðu foreldra, sem hafa sameiginlega forsjá. Því miður dróst það í rúma átta mánuði að skipa þessa mikilvægu nefnd og er það ámælisvert. Var það ekki fyrr en nýr ráðherra var skipaður að skriður komst á málið og nefndin var skipuð. En hér vil ég spyrja þig, kæri lesandi, hvort þú teljir eftirfarandi annmarka vera ásættanlega, út frá hagsmunum barnanna okkar. Er það ásættanlegt að upphafleg nefnd var eingöngu skipuð lögmönnum? Er það ásættanlegt að við nýskipan ráðherra, þá hafi aðeins einum sálfræðingi verið bætt við, en ekki reynt að skipa þverfaglega nefnd með aðkomu félagsráðgjafa og fleiri fagaðila sem hafa helgað sig þessu málefni sérstaklega? Hvað með að leita til mannréttindahópa eins og Félags um foreldrajafnrétti? Er það ásættanlegt að nefndin hafi aðeins einn mánuð til starfsins? Eigum við ekki sem íbúar þessa lands að óska eftir því að þessi málaflokkur verði tekinn til víðtækrar endurskoðunar, með aðkomu allra fagaðila og mannréttindahópa og í hann séu settir þeir fjármunir sem þarf til að ná að bæta réttindi barna og koma í veg fyrir ónauðsynlegar deilur foreldra. Er það ásættanlegt að nefndin eigi einungis að skoða stöðu foreldra sem hafa sameiginlega forsjá? Hvað með stöðu forsjárlausa foreldra sem einnig sinna umgengni án þess að fá nokkurn fjárhagslegan stuðning?Eykur lífsgæði barna Á meðan staðan er eins slæm í dag og hún birtist okkur í Félagi um foreldrajafnrétti er nauðsynlegt að bregðast skjótt við. Fjöldi barna á á hættu að þurfa að glíma við andlega erfiðleika seinna á lífsleiðinni vegna skorts á samveru og öruggum tengslum við báða foreldra. Því miður falla enn þann dag í dag dómar um aðskilnað og minni umgengni jafnvel þótt báðir foreldrar séu jafn hæfir til að sinna barni sínu. Það er margbúið að sýna fram á hjá nágrönnum okkar á Norðurlöndum, að mikil samvera með báðum foreldrum eykur lífsgæði barna, andlega heilsu og árangur í skóla. Það er margbúið að sýna fram á að jöfn samvera er til þess fallin að auka möguleika kvenna til að ná starfsframa og hærri launum. Það er margbúið að sýna fram á að jöfn ábyrgð beggja foreldra og skilaboð frá yfirvöldum þess efnis, muni fækka deilum og þar með minnka líkur á erfiðleikum barna í kjölfar skilnaðar Það er mikil þörf á að aðlaga lögin breyttum tíðaranda til þess að skapa betra og farsælla samfélag. Ert þú tilbúinn að leggja þitt af mörkum? Félag um foreldrajafnrétti er félag sem berst fyrir rétti barna til beggja foreldra sinna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Vissir þú, að árlega missa mörg börn tengslin við annað foreldrið sitt vegna þess að lög landsins ná ekki að verja réttindi þeirra til njóta tengsla við báða foreldra sína eftir skilnað? Vissir þú að fjöldi foreldra á Íslandi býr við fátækt, og þeir eru þannig ófærir um að bjóða börnum sínum upp á góð heimili vegna kerfislægs galla í lögum þar sem kerfið mismunar foreldrum eftir skilnað, eftir því hjá hvoru foreldri barnið hefur lögheimili? Þann 12. maí 2014 var þingsályktunartillaga samþykkt á Alþingi um að stofnuð skyldi nefnd til að skoða hvernig jafna mætti stöðu foreldra, sem hafa sameiginlega forsjá. Því miður dróst það í rúma átta mánuði að skipa þessa mikilvægu nefnd og er það ámælisvert. Var það ekki fyrr en nýr ráðherra var skipaður að skriður komst á málið og nefndin var skipuð. En hér vil ég spyrja þig, kæri lesandi, hvort þú teljir eftirfarandi annmarka vera ásættanlega, út frá hagsmunum barnanna okkar. Er það ásættanlegt að upphafleg nefnd var eingöngu skipuð lögmönnum? Er það ásættanlegt að við nýskipan ráðherra, þá hafi aðeins einum sálfræðingi verið bætt við, en ekki reynt að skipa þverfaglega nefnd með aðkomu félagsráðgjafa og fleiri fagaðila sem hafa helgað sig þessu málefni sérstaklega? Hvað með að leita til mannréttindahópa eins og Félags um foreldrajafnrétti? Er það ásættanlegt að nefndin hafi aðeins einn mánuð til starfsins? Eigum við ekki sem íbúar þessa lands að óska eftir því að þessi málaflokkur verði tekinn til víðtækrar endurskoðunar, með aðkomu allra fagaðila og mannréttindahópa og í hann séu settir þeir fjármunir sem þarf til að ná að bæta réttindi barna og koma í veg fyrir ónauðsynlegar deilur foreldra. Er það ásættanlegt að nefndin eigi einungis að skoða stöðu foreldra sem hafa sameiginlega forsjá? Hvað með stöðu forsjárlausa foreldra sem einnig sinna umgengni án þess að fá nokkurn fjárhagslegan stuðning?Eykur lífsgæði barna Á meðan staðan er eins slæm í dag og hún birtist okkur í Félagi um foreldrajafnrétti er nauðsynlegt að bregðast skjótt við. Fjöldi barna á á hættu að þurfa að glíma við andlega erfiðleika seinna á lífsleiðinni vegna skorts á samveru og öruggum tengslum við báða foreldra. Því miður falla enn þann dag í dag dómar um aðskilnað og minni umgengni jafnvel þótt báðir foreldrar séu jafn hæfir til að sinna barni sínu. Það er margbúið að sýna fram á hjá nágrönnum okkar á Norðurlöndum, að mikil samvera með báðum foreldrum eykur lífsgæði barna, andlega heilsu og árangur í skóla. Það er margbúið að sýna fram á að jöfn samvera er til þess fallin að auka möguleika kvenna til að ná starfsframa og hærri launum. Það er margbúið að sýna fram á að jöfn ábyrgð beggja foreldra og skilaboð frá yfirvöldum þess efnis, muni fækka deilum og þar með minnka líkur á erfiðleikum barna í kjölfar skilnaðar Það er mikil þörf á að aðlaga lögin breyttum tíðaranda til þess að skapa betra og farsælla samfélag. Ert þú tilbúinn að leggja þitt af mörkum? Félag um foreldrajafnrétti er félag sem berst fyrir rétti barna til beggja foreldra sinna.
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun