Ef þetta er rétt – hvað er þá rangt? Anna Berg Samúelsdóttir skrifar 2. júní 2025 13:48 Þeir sem drepa dýr með því að berja þau til bana, drekkja þeim eða fanga þau í dýraboga þar sem þau limlest bíða dauðans – eru það ekki dýraníðingar? Og ef svo er, eru þeir þá „löglegir“ dýraníðingar? Í aðsendri grein Ole Anton Bieldtvedt, sem birtist á dv.is 1. júní sl., spyr hann: „Myndum við berja hvolpa til bana með lurk eða drekkja hundum?“ Góð spurning hjá Ole, í ljósi þess efnis sem hann fjallar um í greininni – veiðar á sel við strendur Íslands þar sem þeir eru m.a. barðir til dauða með lurk eða veiddir í net. Sem dýravinur furða ég mig á því að nokkur skynsemisvera geti talið slíkt siðferðilega réttlætanlegt. Að lög leyfi þetta er í sjálfu sér sláandi – en ekki einsdæmi, eins og póluð orðræða um hvalveiðar hefur sýnt síðustu ár. Réttlætingin – að mannfólk eigi rétt á að misþyrma dýrum í nafni gróða, atvinnu eða auðlindanýtingar – er átakanleg. Sú hugmynd að réttur mannsins vegi meira en líf og þjáning annarra skynvera, með tilfinningar og sál, er óhugnanleg. Hvaða einstaklingar geta unnið svona verk í atvinnuskyni eða í sportveiði? Er þetta fólkið sem knúsar hundinn sinn, elskar ömmu sína, leikur við börnin sín – en réttlætir svo þjáningu dýra í krafti „réttar mannsins til nytja“? Getum við virkilega haldið úti tvöföldum siðferðismörkum: sýnt ást og virðingu fyrir sumum dýrum en murkað lífið úr öðrum? Og ef það má berja seli til bana, drekkja þeim og veiða minka og refi í boga – hvers vegna ekki líka þá kindur, hunda eða hænur? Er sársauki selshvolps minni en hjá lambi? Ef við réttlætum þjáningu í þágu eigin hagsmuna, verðum við að spyrja okkur: Hvers konar siðmenntað samfélag teljum við okkur vera? Það er hættulegt þegar við förum að tala um „okkur og þau“ – mannfólkið annars vegar og svo náttúru og dýr hins vegar – eins og við séum ótengd. Náttúran er ekki auka hlutur. Hún er hluti af okkur, líf okkar fléttast saman við hana. Við getum ekki misst tengslin við hana án afleiðinga – siðferðislega, andlega eða líffræðilega. Þess vegna verðum við að gæta þess að aftengja okkur ekki frá náttúrunni og þeim lífverum sem deila þessari jörð með okkur. Þegar við gerum það, glötum við ekki aðeins umhyggju – heldur líka skilningi á uppruna okkar og tilvist. Höfundur er náttúru- og landfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Sjá meira
Þeir sem drepa dýr með því að berja þau til bana, drekkja þeim eða fanga þau í dýraboga þar sem þau limlest bíða dauðans – eru það ekki dýraníðingar? Og ef svo er, eru þeir þá „löglegir“ dýraníðingar? Í aðsendri grein Ole Anton Bieldtvedt, sem birtist á dv.is 1. júní sl., spyr hann: „Myndum við berja hvolpa til bana með lurk eða drekkja hundum?“ Góð spurning hjá Ole, í ljósi þess efnis sem hann fjallar um í greininni – veiðar á sel við strendur Íslands þar sem þeir eru m.a. barðir til dauða með lurk eða veiddir í net. Sem dýravinur furða ég mig á því að nokkur skynsemisvera geti talið slíkt siðferðilega réttlætanlegt. Að lög leyfi þetta er í sjálfu sér sláandi – en ekki einsdæmi, eins og póluð orðræða um hvalveiðar hefur sýnt síðustu ár. Réttlætingin – að mannfólk eigi rétt á að misþyrma dýrum í nafni gróða, atvinnu eða auðlindanýtingar – er átakanleg. Sú hugmynd að réttur mannsins vegi meira en líf og þjáning annarra skynvera, með tilfinningar og sál, er óhugnanleg. Hvaða einstaklingar geta unnið svona verk í atvinnuskyni eða í sportveiði? Er þetta fólkið sem knúsar hundinn sinn, elskar ömmu sína, leikur við börnin sín – en réttlætir svo þjáningu dýra í krafti „réttar mannsins til nytja“? Getum við virkilega haldið úti tvöföldum siðferðismörkum: sýnt ást og virðingu fyrir sumum dýrum en murkað lífið úr öðrum? Og ef það má berja seli til bana, drekkja þeim og veiða minka og refi í boga – hvers vegna ekki líka þá kindur, hunda eða hænur? Er sársauki selshvolps minni en hjá lambi? Ef við réttlætum þjáningu í þágu eigin hagsmuna, verðum við að spyrja okkur: Hvers konar siðmenntað samfélag teljum við okkur vera? Það er hættulegt þegar við förum að tala um „okkur og þau“ – mannfólkið annars vegar og svo náttúru og dýr hins vegar – eins og við séum ótengd. Náttúran er ekki auka hlutur. Hún er hluti af okkur, líf okkar fléttast saman við hana. Við getum ekki misst tengslin við hana án afleiðinga – siðferðislega, andlega eða líffræðilega. Þess vegna verðum við að gæta þess að aftengja okkur ekki frá náttúrunni og þeim lífverum sem deila þessari jörð með okkur. Þegar við gerum það, glötum við ekki aðeins umhyggju – heldur líka skilningi á uppruna okkar og tilvist. Höfundur er náttúru- og landfræðingur.
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun