Íslenski fáninn fyrir samstöðu ekki mismunun Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar 2. júní 2025 08:30 Íslenski fáninn var áberandi á mótmælum á Austurvelli á laugardaginn þar sem rasistar komu fram og héldu tölu að því er virðist til að þétta raðirnar í þeim tilgangi að forða Íslandi frá því að verða fyrir erlendum áhrifum, hvað sem það nú þýðir. Ég vil í sjálfu sér ekki gefa málflutningi þessa fólks neitt vægi hér í þessum skrifum, þar sem ekki er hægt að taka mark á hræddu fólki sem fær útrás fyrir ótta sinn með mannfjandsamlegum málflutningi. En það sem mig langar að segja er að þið sem viljið nýta tjáningafrelsið ykkar á þennan hátt ættuð að hugleiða það að búa ykkur til sérstakan fána því íslenski fáninn er sannarlega ekki merki þess sem þið boðið. Íslenski fáninn er þjóðfáni Íslands, allra Íslendinga. Hann táknar fjallablámann, ísinn og eldinn, frumkrafta landsins. Ætli flestir Íslendingar leggi svo ekki hver sína merkingu í fánann og mig langar að deila með ykkur minni sýn. Kannski tengir einhver, en ég hvet þig sem þetta lest að segja okkur hinum frá því hvað íslenski fáninn þýðir fyrir þig. Það er eitthvað sem segir mér að fæst viljum við nota hann í mannfjandsamlegum tilgangi. Íslenski fáninn minnir mig á alla formæður og forfeður þessa lands sem komu öll einhvers staðar frá og námu hér land. Hér var enginn. Það bjó enginn á Íslandi fyrr en einhver kom og síðan þá hefur fólk haldið áfram að koma og fara frá eyjunni fögru hér norður í ballarhafi. Fáninn minnir mig á þetta fólk sem lifði við harða vetur og óáreiðanleg sumur, veikindi, fátækt og líf við mjög erfiðar aðstæður þar sem þótti ekki sjálfsagt að komast til manns og verða fullorðinn. Íslenski fáninn minnir mig á sjálfstæðisbaráttu landsins sem var háð með samtölum. Hann minnir mig á baráttu kvenna, Vigdísi Finnbogadóttur og allar konurnar sem börðust fyrir því að standa jafnfætis körlum og taka þátt í lýðræðinu. Fyrir mig þá er fáninn meðal annars táknmynd fyrir það að Ísland er fyrirmynd margra annarra landa sem eiga enn langt í land með jafnréttisvinnu. Orðið samstaða kemur í hugann minn þegar ég hugsa um Íslenska fánann. Samstaða sem á sér ótal birtingarmyndir, eins og það hvernig fólkið í mínum heimabæ, Þorlákshöfn, hjálpaðist að við að byggja upp samfélag, byggja upp heimili fyrir hvort annað og kirkjuna í bænum. Samstaða sem birtist líka reglulega á meðal þjóðarinnar þegar eitthvað bjátar á hjá nágrönnum okkar, til dæmis á Vestfjörðum, í Vestmannaeyjum, Seyðisfirði og Grindavík svo dæmi séu nefnd. Samstaða á meðal skólasystkina í Grunnskólanum í Þorlákshöfn þar sem börnin mín starfa alla daga við hliðina á ótal krökkum sem eiga upprunann sinn í öðrum löndum en eru nú langflest búin að ná tökum á nýju tungumáli og eru rík að kynnast fleiri en einum menningarheimi. Að lokum vil ég nefna að Íslenski fáninn minnir mig á menninguna okkar, tónlistarfólkið, rithöfundana, leikhús, þætti, kvikmyndir og myndlist og auðvitað afreksfólk í íþróttum, þar sem sum sem keppa undir Íslenska fánanum eiga uppruna sinn í öðrum löndum. Þetta er allt okkar fólk. Í 12. grein laga um þjóðfánann segir að enginn megi óvirða þjóðfánann, hvorki í orði né verki og að óheimilt sé að nota þjóðfánann sem einkamerki einstaklinga, félaga eða stofnana. Ef félagið sem stóð að mótmælunum ætlar að standa við það sem það boðar, um að halda fleiri samkomur í líkingu við þessa, þá vona ég að þau komi sér upp eigin merki og blandi ekki þjóðfána allra Íslendinga inn í sinn tilgang og málflutning sem elur á kynþáttamisrétti. Höfundur er þingkona Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ása Berglind Hjálmarsdóttir Íslenski fáninn Samfylkingin Mest lesið Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Sjá meira
Íslenski fáninn var áberandi á mótmælum á Austurvelli á laugardaginn þar sem rasistar komu fram og héldu tölu að því er virðist til að þétta raðirnar í þeim tilgangi að forða Íslandi frá því að verða fyrir erlendum áhrifum, hvað sem það nú þýðir. Ég vil í sjálfu sér ekki gefa málflutningi þessa fólks neitt vægi hér í þessum skrifum, þar sem ekki er hægt að taka mark á hræddu fólki sem fær útrás fyrir ótta sinn með mannfjandsamlegum málflutningi. En það sem mig langar að segja er að þið sem viljið nýta tjáningafrelsið ykkar á þennan hátt ættuð að hugleiða það að búa ykkur til sérstakan fána því íslenski fáninn er sannarlega ekki merki þess sem þið boðið. Íslenski fáninn er þjóðfáni Íslands, allra Íslendinga. Hann táknar fjallablámann, ísinn og eldinn, frumkrafta landsins. Ætli flestir Íslendingar leggi svo ekki hver sína merkingu í fánann og mig langar að deila með ykkur minni sýn. Kannski tengir einhver, en ég hvet þig sem þetta lest að segja okkur hinum frá því hvað íslenski fáninn þýðir fyrir þig. Það er eitthvað sem segir mér að fæst viljum við nota hann í mannfjandsamlegum tilgangi. Íslenski fáninn minnir mig á alla formæður og forfeður þessa lands sem komu öll einhvers staðar frá og námu hér land. Hér var enginn. Það bjó enginn á Íslandi fyrr en einhver kom og síðan þá hefur fólk haldið áfram að koma og fara frá eyjunni fögru hér norður í ballarhafi. Fáninn minnir mig á þetta fólk sem lifði við harða vetur og óáreiðanleg sumur, veikindi, fátækt og líf við mjög erfiðar aðstæður þar sem þótti ekki sjálfsagt að komast til manns og verða fullorðinn. Íslenski fáninn minnir mig á sjálfstæðisbaráttu landsins sem var háð með samtölum. Hann minnir mig á baráttu kvenna, Vigdísi Finnbogadóttur og allar konurnar sem börðust fyrir því að standa jafnfætis körlum og taka þátt í lýðræðinu. Fyrir mig þá er fáninn meðal annars táknmynd fyrir það að Ísland er fyrirmynd margra annarra landa sem eiga enn langt í land með jafnréttisvinnu. Orðið samstaða kemur í hugann minn þegar ég hugsa um Íslenska fánann. Samstaða sem á sér ótal birtingarmyndir, eins og það hvernig fólkið í mínum heimabæ, Þorlákshöfn, hjálpaðist að við að byggja upp samfélag, byggja upp heimili fyrir hvort annað og kirkjuna í bænum. Samstaða sem birtist líka reglulega á meðal þjóðarinnar þegar eitthvað bjátar á hjá nágrönnum okkar, til dæmis á Vestfjörðum, í Vestmannaeyjum, Seyðisfirði og Grindavík svo dæmi séu nefnd. Samstaða á meðal skólasystkina í Grunnskólanum í Þorlákshöfn þar sem börnin mín starfa alla daga við hliðina á ótal krökkum sem eiga upprunann sinn í öðrum löndum en eru nú langflest búin að ná tökum á nýju tungumáli og eru rík að kynnast fleiri en einum menningarheimi. Að lokum vil ég nefna að Íslenski fáninn minnir mig á menninguna okkar, tónlistarfólkið, rithöfundana, leikhús, þætti, kvikmyndir og myndlist og auðvitað afreksfólk í íþróttum, þar sem sum sem keppa undir Íslenska fánanum eiga uppruna sinn í öðrum löndum. Þetta er allt okkar fólk. Í 12. grein laga um þjóðfánann segir að enginn megi óvirða þjóðfánann, hvorki í orði né verki og að óheimilt sé að nota þjóðfánann sem einkamerki einstaklinga, félaga eða stofnana. Ef félagið sem stóð að mótmælunum ætlar að standa við það sem það boðar, um að halda fleiri samkomur í líkingu við þessa, þá vona ég að þau komi sér upp eigin merki og blandi ekki þjóðfána allra Íslendinga inn í sinn tilgang og málflutning sem elur á kynþáttamisrétti. Höfundur er þingkona Samfylkingarinnar.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun