Íslenski fáninn fyrir samstöðu ekki mismunun Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar 2. júní 2025 08:30 Íslenski fáninn var áberandi á mótmælum á Austurvelli á laugardaginn þar sem rasistar komu fram og héldu tölu að því er virðist til að þétta raðirnar í þeim tilgangi að forða Íslandi frá því að verða fyrir erlendum áhrifum, hvað sem það nú þýðir. Ég vil í sjálfu sér ekki gefa málflutningi þessa fólks neitt vægi hér í þessum skrifum, þar sem ekki er hægt að taka mark á hræddu fólki sem fær útrás fyrir ótta sinn með mannfjandsamlegum málflutningi. En það sem mig langar að segja er að þið sem viljið nýta tjáningafrelsið ykkar á þennan hátt ættuð að hugleiða það að búa ykkur til sérstakan fána því íslenski fáninn er sannarlega ekki merki þess sem þið boðið. Íslenski fáninn er þjóðfáni Íslands, allra Íslendinga. Hann táknar fjallablámann, ísinn og eldinn, frumkrafta landsins. Ætli flestir Íslendingar leggi svo ekki hver sína merkingu í fánann og mig langar að deila með ykkur minni sýn. Kannski tengir einhver, en ég hvet þig sem þetta lest að segja okkur hinum frá því hvað íslenski fáninn þýðir fyrir þig. Það er eitthvað sem segir mér að fæst viljum við nota hann í mannfjandsamlegum tilgangi. Íslenski fáninn minnir mig á alla formæður og forfeður þessa lands sem komu öll einhvers staðar frá og námu hér land. Hér var enginn. Það bjó enginn á Íslandi fyrr en einhver kom og síðan þá hefur fólk haldið áfram að koma og fara frá eyjunni fögru hér norður í ballarhafi. Fáninn minnir mig á þetta fólk sem lifði við harða vetur og óáreiðanleg sumur, veikindi, fátækt og líf við mjög erfiðar aðstæður þar sem þótti ekki sjálfsagt að komast til manns og verða fullorðinn. Íslenski fáninn minnir mig á sjálfstæðisbaráttu landsins sem var háð með samtölum. Hann minnir mig á baráttu kvenna, Vigdísi Finnbogadóttur og allar konurnar sem börðust fyrir því að standa jafnfætis körlum og taka þátt í lýðræðinu. Fyrir mig þá er fáninn meðal annars táknmynd fyrir það að Ísland er fyrirmynd margra annarra landa sem eiga enn langt í land með jafnréttisvinnu. Orðið samstaða kemur í hugann minn þegar ég hugsa um Íslenska fánann. Samstaða sem á sér ótal birtingarmyndir, eins og það hvernig fólkið í mínum heimabæ, Þorlákshöfn, hjálpaðist að við að byggja upp samfélag, byggja upp heimili fyrir hvort annað og kirkjuna í bænum. Samstaða sem birtist líka reglulega á meðal þjóðarinnar þegar eitthvað bjátar á hjá nágrönnum okkar, til dæmis á Vestfjörðum, í Vestmannaeyjum, Seyðisfirði og Grindavík svo dæmi séu nefnd. Samstaða á meðal skólasystkina í Grunnskólanum í Þorlákshöfn þar sem börnin mín starfa alla daga við hliðina á ótal krökkum sem eiga upprunann sinn í öðrum löndum en eru nú langflest búin að ná tökum á nýju tungumáli og eru rík að kynnast fleiri en einum menningarheimi. Að lokum vil ég nefna að Íslenski fáninn minnir mig á menninguna okkar, tónlistarfólkið, rithöfundana, leikhús, þætti, kvikmyndir og myndlist og auðvitað afreksfólk í íþróttum, þar sem sum sem keppa undir Íslenska fánanum eiga uppruna sinn í öðrum löndum. Þetta er allt okkar fólk. Í 12. grein laga um þjóðfánann segir að enginn megi óvirða þjóðfánann, hvorki í orði né verki og að óheimilt sé að nota þjóðfánann sem einkamerki einstaklinga, félaga eða stofnana. Ef félagið sem stóð að mótmælunum ætlar að standa við það sem það boðar, um að halda fleiri samkomur í líkingu við þessa, þá vona ég að þau komi sér upp eigin merki og blandi ekki þjóðfána allra Íslendinga inn í sinn tilgang og málflutning sem elur á kynþáttamisrétti. Höfundur er þingkona Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ása Berglind Hjálmarsdóttir Íslenski fáninn Samfylkingin Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Íslenski fáninn var áberandi á mótmælum á Austurvelli á laugardaginn þar sem rasistar komu fram og héldu tölu að því er virðist til að þétta raðirnar í þeim tilgangi að forða Íslandi frá því að verða fyrir erlendum áhrifum, hvað sem það nú þýðir. Ég vil í sjálfu sér ekki gefa málflutningi þessa fólks neitt vægi hér í þessum skrifum, þar sem ekki er hægt að taka mark á hræddu fólki sem fær útrás fyrir ótta sinn með mannfjandsamlegum málflutningi. En það sem mig langar að segja er að þið sem viljið nýta tjáningafrelsið ykkar á þennan hátt ættuð að hugleiða það að búa ykkur til sérstakan fána því íslenski fáninn er sannarlega ekki merki þess sem þið boðið. Íslenski fáninn er þjóðfáni Íslands, allra Íslendinga. Hann táknar fjallablámann, ísinn og eldinn, frumkrafta landsins. Ætli flestir Íslendingar leggi svo ekki hver sína merkingu í fánann og mig langar að deila með ykkur minni sýn. Kannski tengir einhver, en ég hvet þig sem þetta lest að segja okkur hinum frá því hvað íslenski fáninn þýðir fyrir þig. Það er eitthvað sem segir mér að fæst viljum við nota hann í mannfjandsamlegum tilgangi. Íslenski fáninn minnir mig á alla formæður og forfeður þessa lands sem komu öll einhvers staðar frá og námu hér land. Hér var enginn. Það bjó enginn á Íslandi fyrr en einhver kom og síðan þá hefur fólk haldið áfram að koma og fara frá eyjunni fögru hér norður í ballarhafi. Fáninn minnir mig á þetta fólk sem lifði við harða vetur og óáreiðanleg sumur, veikindi, fátækt og líf við mjög erfiðar aðstæður þar sem þótti ekki sjálfsagt að komast til manns og verða fullorðinn. Íslenski fáninn minnir mig á sjálfstæðisbaráttu landsins sem var háð með samtölum. Hann minnir mig á baráttu kvenna, Vigdísi Finnbogadóttur og allar konurnar sem börðust fyrir því að standa jafnfætis körlum og taka þátt í lýðræðinu. Fyrir mig þá er fáninn meðal annars táknmynd fyrir það að Ísland er fyrirmynd margra annarra landa sem eiga enn langt í land með jafnréttisvinnu. Orðið samstaða kemur í hugann minn þegar ég hugsa um Íslenska fánann. Samstaða sem á sér ótal birtingarmyndir, eins og það hvernig fólkið í mínum heimabæ, Þorlákshöfn, hjálpaðist að við að byggja upp samfélag, byggja upp heimili fyrir hvort annað og kirkjuna í bænum. Samstaða sem birtist líka reglulega á meðal þjóðarinnar þegar eitthvað bjátar á hjá nágrönnum okkar, til dæmis á Vestfjörðum, í Vestmannaeyjum, Seyðisfirði og Grindavík svo dæmi séu nefnd. Samstaða á meðal skólasystkina í Grunnskólanum í Þorlákshöfn þar sem börnin mín starfa alla daga við hliðina á ótal krökkum sem eiga upprunann sinn í öðrum löndum en eru nú langflest búin að ná tökum á nýju tungumáli og eru rík að kynnast fleiri en einum menningarheimi. Að lokum vil ég nefna að Íslenski fáninn minnir mig á menninguna okkar, tónlistarfólkið, rithöfundana, leikhús, þætti, kvikmyndir og myndlist og auðvitað afreksfólk í íþróttum, þar sem sum sem keppa undir Íslenska fánanum eiga uppruna sinn í öðrum löndum. Þetta er allt okkar fólk. Í 12. grein laga um þjóðfánann segir að enginn megi óvirða þjóðfánann, hvorki í orði né verki og að óheimilt sé að nota þjóðfánann sem einkamerki einstaklinga, félaga eða stofnana. Ef félagið sem stóð að mótmælunum ætlar að standa við það sem það boðar, um að halda fleiri samkomur í líkingu við þessa, þá vona ég að þau komi sér upp eigin merki og blandi ekki þjóðfána allra Íslendinga inn í sinn tilgang og málflutning sem elur á kynþáttamisrétti. Höfundur er þingkona Samfylkingarinnar.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun