Fær verzlunin að njóta sannmælis? Ólafur Stephensen skrifar 21. nóvember 2015 07:00 Boðað afnám tolla af fötum og skóm um áramótin hefur þegar stuðlað að lækkun verðlags í íslenzkum verzlunum. Undanfarna daga hafa ýmsar fata- og skóbúðir lækkað verðið um 15%, eða hér það bil um það sem nemur tollunum. Afnám tollanna er að sjálfsögðu mikið hagsmunamál innlendrar verzlunar, enda stuðlar það að því að neytendur kaupi fremur fatnað hér á landi en erlendis. Rétt eins og í fyrra, þegar afnám vörugjalda og lækkun efra þreps virðisaukaskatts var boðuð um áramót, er verzlunin þó að sumu leyti sett í erfiða stöðu með því að margir mánuðir líði frá tilkynningu um afnám tolla fram að gildistöku þess. Afleiðingin er tilhneiging neytenda til að halda að sér höndum og bíða eftir gjaldalækkuninni, einmitt á þeim tíma sem er mesti uppgripatími verzlunarinnar. Fata- og skóverzlanir bregðast nú við með sama hætti og raftækjaverzlanir gerðu margar hverjar í fyrra og lækka verðið strax um sem nemur þeim opinberu gjöldum sem falla niður, til að koma í veg fyrir minnkandi viðskipti. Fyrirtækin taka þannig í raun á sig tollana um nokkurra vikna eða mánaða skeið. Neytendur njóta að sjálfsögðu góðs af þessu, en engu að síður hefur borið á því að fyrirtækin, sem ganga þannig á undan og færa neytendum ávinning afnáms opinberra gjalda áður en það hefur í raun átt sér stað, hafa ekki fengið að njóta sannmælis.Gölluð úttekt á áhrifum afnáms vörugjalda Þannig birti verðlagseftirlit Alþýðusambandsins í maí síðastliðnum niðurstöður úttektar sinnar á því hvernig afnám vörugjalda á raftækjum hefði skilað sér. Þar var því haldið fram að verðlækkanir hefðu verið mun minni en búast mátti við. Aðferðirnar við gerð úttektarinnar voru því miður ekki boðlegar. Annars vegar voru valdir viðmiðunarpunktar í október 2014 og svo í apríl 2015. Fjöldi raftækjaverzlana lækkaði hins vegar hjá sér verðið í september 2014, fljótlega eftir að tilkynnt hafði verið um áformað afnám vörugjaldanna. Úttektin mældi því alls ekki hina raunverulegu verðlækkun. Hins vegar var ekki tilgreint með skýrum hætti í úttektinni hvaða vörur var um að ræða í hverju tilviki og þannig var ekki ljóst að verið væri að bera saman verð sambærilegra vara. Hvort tveggja var til þess fallið að draga úr áreiðanleika niðurstaðna könnunarinnar, sem því miður voru teknar upp gagnrýnislaust af mörgum fjölmiðlum. Það getur vissulega verið vandkvæðum bundið að mæla áhrif niðurfellingar opinberra gjalda á verðlag. Strax í kjölfar niðurfellingar tolla á fötum og skóm um áramótin hefjast til dæmis hefðbundnar janúarútsölur á þessum vörum. Mælingar á því hvort tollalækkunin skili sér þurfa að taka tillit til þess. Sömuleiðis verður að taka tillit til þess að ekki bera öll föt eða skór tolla í dag. Afnámið á eingöngu við um þær vörur sem eru framleiddar utan Evrópska efnahagssvæðisins, en vörur framleiddar á EES bera ekki tolla í dag. Fyrirfram er engin ástæða til þess að ætla að verzlunarfyrirtæki láti ekki lækkun tolla koma fram að fullu í vöruverði. Ástæðan er að þau eiga í harðri samkeppni við erlenda verzlun og þurfa á öllu sínu að halda í þeirri samkeppni. Aðhald neytenda með því að lækkanir á opinberum gjöldum skili sér í vöruverði er sjálfsagt og eðlilegt og stuðlar að heilbrigðum viðskiptaháttum og virkri samkeppni. Það verður hins vegar að gera þá kröfu til verðkannana að þær séu vel úr garði gerðar og gefi rétta mynd af verðlagi og verðbreytingum. Á því hefur verið misbrestur hvað varðar kannanir ASÍ og er óskandi að úr því verði bætt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Halldór 27.03.2024 Halldór Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Boðað afnám tolla af fötum og skóm um áramótin hefur þegar stuðlað að lækkun verðlags í íslenzkum verzlunum. Undanfarna daga hafa ýmsar fata- og skóbúðir lækkað verðið um 15%, eða hér það bil um það sem nemur tollunum. Afnám tollanna er að sjálfsögðu mikið hagsmunamál innlendrar verzlunar, enda stuðlar það að því að neytendur kaupi fremur fatnað hér á landi en erlendis. Rétt eins og í fyrra, þegar afnám vörugjalda og lækkun efra þreps virðisaukaskatts var boðuð um áramót, er verzlunin þó að sumu leyti sett í erfiða stöðu með því að margir mánuðir líði frá tilkynningu um afnám tolla fram að gildistöku þess. Afleiðingin er tilhneiging neytenda til að halda að sér höndum og bíða eftir gjaldalækkuninni, einmitt á þeim tíma sem er mesti uppgripatími verzlunarinnar. Fata- og skóverzlanir bregðast nú við með sama hætti og raftækjaverzlanir gerðu margar hverjar í fyrra og lækka verðið strax um sem nemur þeim opinberu gjöldum sem falla niður, til að koma í veg fyrir minnkandi viðskipti. Fyrirtækin taka þannig í raun á sig tollana um nokkurra vikna eða mánaða skeið. Neytendur njóta að sjálfsögðu góðs af þessu, en engu að síður hefur borið á því að fyrirtækin, sem ganga þannig á undan og færa neytendum ávinning afnáms opinberra gjalda áður en það hefur í raun átt sér stað, hafa ekki fengið að njóta sannmælis.Gölluð úttekt á áhrifum afnáms vörugjalda Þannig birti verðlagseftirlit Alþýðusambandsins í maí síðastliðnum niðurstöður úttektar sinnar á því hvernig afnám vörugjalda á raftækjum hefði skilað sér. Þar var því haldið fram að verðlækkanir hefðu verið mun minni en búast mátti við. Aðferðirnar við gerð úttektarinnar voru því miður ekki boðlegar. Annars vegar voru valdir viðmiðunarpunktar í október 2014 og svo í apríl 2015. Fjöldi raftækjaverzlana lækkaði hins vegar hjá sér verðið í september 2014, fljótlega eftir að tilkynnt hafði verið um áformað afnám vörugjaldanna. Úttektin mældi því alls ekki hina raunverulegu verðlækkun. Hins vegar var ekki tilgreint með skýrum hætti í úttektinni hvaða vörur var um að ræða í hverju tilviki og þannig var ekki ljóst að verið væri að bera saman verð sambærilegra vara. Hvort tveggja var til þess fallið að draga úr áreiðanleika niðurstaðna könnunarinnar, sem því miður voru teknar upp gagnrýnislaust af mörgum fjölmiðlum. Það getur vissulega verið vandkvæðum bundið að mæla áhrif niðurfellingar opinberra gjalda á verðlag. Strax í kjölfar niðurfellingar tolla á fötum og skóm um áramótin hefjast til dæmis hefðbundnar janúarútsölur á þessum vörum. Mælingar á því hvort tollalækkunin skili sér þurfa að taka tillit til þess. Sömuleiðis verður að taka tillit til þess að ekki bera öll föt eða skór tolla í dag. Afnámið á eingöngu við um þær vörur sem eru framleiddar utan Evrópska efnahagssvæðisins, en vörur framleiddar á EES bera ekki tolla í dag. Fyrirfram er engin ástæða til þess að ætla að verzlunarfyrirtæki láti ekki lækkun tolla koma fram að fullu í vöruverði. Ástæðan er að þau eiga í harðri samkeppni við erlenda verzlun og þurfa á öllu sínu að halda í þeirri samkeppni. Aðhald neytenda með því að lækkanir á opinberum gjöldum skili sér í vöruverði er sjálfsagt og eðlilegt og stuðlar að heilbrigðum viðskiptaháttum og virkri samkeppni. Það verður hins vegar að gera þá kröfu til verðkannana að þær séu vel úr garði gerðar og gefi rétta mynd af verðlagi og verðbreytingum. Á því hefur verið misbrestur hvað varðar kannanir ASÍ og er óskandi að úr því verði bætt.
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun