Fær verzlunin að njóta sannmælis? Ólafur Stephensen skrifar 21. nóvember 2015 07:00 Boðað afnám tolla af fötum og skóm um áramótin hefur þegar stuðlað að lækkun verðlags í íslenzkum verzlunum. Undanfarna daga hafa ýmsar fata- og skóbúðir lækkað verðið um 15%, eða hér það bil um það sem nemur tollunum. Afnám tollanna er að sjálfsögðu mikið hagsmunamál innlendrar verzlunar, enda stuðlar það að því að neytendur kaupi fremur fatnað hér á landi en erlendis. Rétt eins og í fyrra, þegar afnám vörugjalda og lækkun efra þreps virðisaukaskatts var boðuð um áramót, er verzlunin þó að sumu leyti sett í erfiða stöðu með því að margir mánuðir líði frá tilkynningu um afnám tolla fram að gildistöku þess. Afleiðingin er tilhneiging neytenda til að halda að sér höndum og bíða eftir gjaldalækkuninni, einmitt á þeim tíma sem er mesti uppgripatími verzlunarinnar. Fata- og skóverzlanir bregðast nú við með sama hætti og raftækjaverzlanir gerðu margar hverjar í fyrra og lækka verðið strax um sem nemur þeim opinberu gjöldum sem falla niður, til að koma í veg fyrir minnkandi viðskipti. Fyrirtækin taka þannig í raun á sig tollana um nokkurra vikna eða mánaða skeið. Neytendur njóta að sjálfsögðu góðs af þessu, en engu að síður hefur borið á því að fyrirtækin, sem ganga þannig á undan og færa neytendum ávinning afnáms opinberra gjalda áður en það hefur í raun átt sér stað, hafa ekki fengið að njóta sannmælis.Gölluð úttekt á áhrifum afnáms vörugjalda Þannig birti verðlagseftirlit Alþýðusambandsins í maí síðastliðnum niðurstöður úttektar sinnar á því hvernig afnám vörugjalda á raftækjum hefði skilað sér. Þar var því haldið fram að verðlækkanir hefðu verið mun minni en búast mátti við. Aðferðirnar við gerð úttektarinnar voru því miður ekki boðlegar. Annars vegar voru valdir viðmiðunarpunktar í október 2014 og svo í apríl 2015. Fjöldi raftækjaverzlana lækkaði hins vegar hjá sér verðið í september 2014, fljótlega eftir að tilkynnt hafði verið um áformað afnám vörugjaldanna. Úttektin mældi því alls ekki hina raunverulegu verðlækkun. Hins vegar var ekki tilgreint með skýrum hætti í úttektinni hvaða vörur var um að ræða í hverju tilviki og þannig var ekki ljóst að verið væri að bera saman verð sambærilegra vara. Hvort tveggja var til þess fallið að draga úr áreiðanleika niðurstaðna könnunarinnar, sem því miður voru teknar upp gagnrýnislaust af mörgum fjölmiðlum. Það getur vissulega verið vandkvæðum bundið að mæla áhrif niðurfellingar opinberra gjalda á verðlag. Strax í kjölfar niðurfellingar tolla á fötum og skóm um áramótin hefjast til dæmis hefðbundnar janúarútsölur á þessum vörum. Mælingar á því hvort tollalækkunin skili sér þurfa að taka tillit til þess. Sömuleiðis verður að taka tillit til þess að ekki bera öll föt eða skór tolla í dag. Afnámið á eingöngu við um þær vörur sem eru framleiddar utan Evrópska efnahagssvæðisins, en vörur framleiddar á EES bera ekki tolla í dag. Fyrirfram er engin ástæða til þess að ætla að verzlunarfyrirtæki láti ekki lækkun tolla koma fram að fullu í vöruverði. Ástæðan er að þau eiga í harðri samkeppni við erlenda verzlun og þurfa á öllu sínu að halda í þeirri samkeppni. Aðhald neytenda með því að lækkanir á opinberum gjöldum skili sér í vöruverði er sjálfsagt og eðlilegt og stuðlar að heilbrigðum viðskiptaháttum og virkri samkeppni. Það verður hins vegar að gera þá kröfu til verðkannana að þær séu vel úr garði gerðar og gefi rétta mynd af verðlagi og verðbreytingum. Á því hefur verið misbrestur hvað varðar kannanir ASÍ og er óskandi að úr því verði bætt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun Skoðun Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Boðað afnám tolla af fötum og skóm um áramótin hefur þegar stuðlað að lækkun verðlags í íslenzkum verzlunum. Undanfarna daga hafa ýmsar fata- og skóbúðir lækkað verðið um 15%, eða hér það bil um það sem nemur tollunum. Afnám tollanna er að sjálfsögðu mikið hagsmunamál innlendrar verzlunar, enda stuðlar það að því að neytendur kaupi fremur fatnað hér á landi en erlendis. Rétt eins og í fyrra, þegar afnám vörugjalda og lækkun efra þreps virðisaukaskatts var boðuð um áramót, er verzlunin þó að sumu leyti sett í erfiða stöðu með því að margir mánuðir líði frá tilkynningu um afnám tolla fram að gildistöku þess. Afleiðingin er tilhneiging neytenda til að halda að sér höndum og bíða eftir gjaldalækkuninni, einmitt á þeim tíma sem er mesti uppgripatími verzlunarinnar. Fata- og skóverzlanir bregðast nú við með sama hætti og raftækjaverzlanir gerðu margar hverjar í fyrra og lækka verðið strax um sem nemur þeim opinberu gjöldum sem falla niður, til að koma í veg fyrir minnkandi viðskipti. Fyrirtækin taka þannig í raun á sig tollana um nokkurra vikna eða mánaða skeið. Neytendur njóta að sjálfsögðu góðs af þessu, en engu að síður hefur borið á því að fyrirtækin, sem ganga þannig á undan og færa neytendum ávinning afnáms opinberra gjalda áður en það hefur í raun átt sér stað, hafa ekki fengið að njóta sannmælis.Gölluð úttekt á áhrifum afnáms vörugjalda Þannig birti verðlagseftirlit Alþýðusambandsins í maí síðastliðnum niðurstöður úttektar sinnar á því hvernig afnám vörugjalda á raftækjum hefði skilað sér. Þar var því haldið fram að verðlækkanir hefðu verið mun minni en búast mátti við. Aðferðirnar við gerð úttektarinnar voru því miður ekki boðlegar. Annars vegar voru valdir viðmiðunarpunktar í október 2014 og svo í apríl 2015. Fjöldi raftækjaverzlana lækkaði hins vegar hjá sér verðið í september 2014, fljótlega eftir að tilkynnt hafði verið um áformað afnám vörugjaldanna. Úttektin mældi því alls ekki hina raunverulegu verðlækkun. Hins vegar var ekki tilgreint með skýrum hætti í úttektinni hvaða vörur var um að ræða í hverju tilviki og þannig var ekki ljóst að verið væri að bera saman verð sambærilegra vara. Hvort tveggja var til þess fallið að draga úr áreiðanleika niðurstaðna könnunarinnar, sem því miður voru teknar upp gagnrýnislaust af mörgum fjölmiðlum. Það getur vissulega verið vandkvæðum bundið að mæla áhrif niðurfellingar opinberra gjalda á verðlag. Strax í kjölfar niðurfellingar tolla á fötum og skóm um áramótin hefjast til dæmis hefðbundnar janúarútsölur á þessum vörum. Mælingar á því hvort tollalækkunin skili sér þurfa að taka tillit til þess. Sömuleiðis verður að taka tillit til þess að ekki bera öll föt eða skór tolla í dag. Afnámið á eingöngu við um þær vörur sem eru framleiddar utan Evrópska efnahagssvæðisins, en vörur framleiddar á EES bera ekki tolla í dag. Fyrirfram er engin ástæða til þess að ætla að verzlunarfyrirtæki láti ekki lækkun tolla koma fram að fullu í vöruverði. Ástæðan er að þau eiga í harðri samkeppni við erlenda verzlun og þurfa á öllu sínu að halda í þeirri samkeppni. Aðhald neytenda með því að lækkanir á opinberum gjöldum skili sér í vöruverði er sjálfsagt og eðlilegt og stuðlar að heilbrigðum viðskiptaháttum og virkri samkeppni. Það verður hins vegar að gera þá kröfu til verðkannana að þær séu vel úr garði gerðar og gefi rétta mynd af verðlagi og verðbreytingum. Á því hefur verið misbrestur hvað varðar kannanir ASÍ og er óskandi að úr því verði bætt.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun