Lambið og hænan Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar 14. október 2015 07:00 Við lestur á grein Tryggva Gíslasonar í Fréttablaðinu í gær varð mér ljóst hvað fyrir manninum vakir með orðræðu sinni við mig. Hann er að reyna að koma því inn hjá lesendum að ég hafi fordóma gagnvart konum og vilji ekki að þær veljist til dómarastarfa. Ekkert er fjær sanni. Satt að segja sýnist mér að ég hljóti að teljast meiri jafnréttissinni en Tryggvi. Ég vil nefnilega að allir njóti sama réttar til að hljóta dómaraembætti, kynferði skipti þar engu máli, aðeins hæfni til að leysa hin erfiðu störf af hendi. Í grein sem ég skrifaði nýlega sagðist ég vera fullkomlega sáttur við að níu konur skipuðu dómarasætin í Hæstarétti ef þær væru hæfustu lögfræðingarnir sem völ væri á. Stjórnarskráin kveður á um að svona skuli þetta vera, því þar segir meðal annars að konur og karlar skuli njóta jafns réttar í hvívetna. Mannréttindin sem þarna er kveðið á um eru fyrir einstaklinga en ekki hópa. Þannig bannar þessi regla það úrræði að velja umsækjanda af öðru kyninu á þeirri forsendu að færri kynbræður eða -systur séu fyrir í starfstéttinni sem um ræðir. Sé það gert er einmitt verið að láta einstaklinga njóta misjafns réttar vegna kynferðis.Gera lítið úr sjálfum sér Í raun og veru eru þeir sem krefjast starfs á grundvelli kynferðis síns en ekki hæfni að gera lítið úr sjálfum sér. Þeir sem slíkar kröfur gera virðast telja sig eftirbáta annarra umsækjenda að hæfni. Að öðrum kosti þyrftu þeir ekki að hafa svona kröfu uppi. Ég get með sanni sagt að konur sem sækjast eftir dómaraembættum þurfa ekki að fara fram undir slíkum formerkjum. Ég tel mig hafa komið auga á margar konur sem ég tel standa framar að lögfræðilegri hæfni en lögfræðingar af karlkyni sem nú sitja í dómarastöðum í Hæstarétti. Tryggvi Gíslason talar til mín af yfirlæti í skjóli þess að hafa einu sinni kennt mér eitthvað sem ég man ekki einu sinni lengur hvað var. Núna finnst mér hann þurfa á fræðslu að halda, einkum um hvað felist í raunverulegu jafnrétti milli einstaklinga. Þetta vil ég án alls yfirlætis reyna að kenna honum, þó að kannski megi þá segja að lambið sé farið að kenna hænunni – eða þannig. Og satt að segja er ég frekar vonlítill um árangur af kennslunni. Hænan mun áreiðanlega bara stinga hausnum undir væng. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steinar Gunnlaugsson Mest lesið Halldór 27.03.2024 Halldór Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Við lestur á grein Tryggva Gíslasonar í Fréttablaðinu í gær varð mér ljóst hvað fyrir manninum vakir með orðræðu sinni við mig. Hann er að reyna að koma því inn hjá lesendum að ég hafi fordóma gagnvart konum og vilji ekki að þær veljist til dómarastarfa. Ekkert er fjær sanni. Satt að segja sýnist mér að ég hljóti að teljast meiri jafnréttissinni en Tryggvi. Ég vil nefnilega að allir njóti sama réttar til að hljóta dómaraembætti, kynferði skipti þar engu máli, aðeins hæfni til að leysa hin erfiðu störf af hendi. Í grein sem ég skrifaði nýlega sagðist ég vera fullkomlega sáttur við að níu konur skipuðu dómarasætin í Hæstarétti ef þær væru hæfustu lögfræðingarnir sem völ væri á. Stjórnarskráin kveður á um að svona skuli þetta vera, því þar segir meðal annars að konur og karlar skuli njóta jafns réttar í hvívetna. Mannréttindin sem þarna er kveðið á um eru fyrir einstaklinga en ekki hópa. Þannig bannar þessi regla það úrræði að velja umsækjanda af öðru kyninu á þeirri forsendu að færri kynbræður eða -systur séu fyrir í starfstéttinni sem um ræðir. Sé það gert er einmitt verið að láta einstaklinga njóta misjafns réttar vegna kynferðis.Gera lítið úr sjálfum sér Í raun og veru eru þeir sem krefjast starfs á grundvelli kynferðis síns en ekki hæfni að gera lítið úr sjálfum sér. Þeir sem slíkar kröfur gera virðast telja sig eftirbáta annarra umsækjenda að hæfni. Að öðrum kosti þyrftu þeir ekki að hafa svona kröfu uppi. Ég get með sanni sagt að konur sem sækjast eftir dómaraembættum þurfa ekki að fara fram undir slíkum formerkjum. Ég tel mig hafa komið auga á margar konur sem ég tel standa framar að lögfræðilegri hæfni en lögfræðingar af karlkyni sem nú sitja í dómarastöðum í Hæstarétti. Tryggvi Gíslason talar til mín af yfirlæti í skjóli þess að hafa einu sinni kennt mér eitthvað sem ég man ekki einu sinni lengur hvað var. Núna finnst mér hann þurfa á fræðslu að halda, einkum um hvað felist í raunverulegu jafnrétti milli einstaklinga. Þetta vil ég án alls yfirlætis reyna að kenna honum, þó að kannski megi þá segja að lambið sé farið að kenna hænunni – eða þannig. Og satt að segja er ég frekar vonlítill um árangur af kennslunni. Hænan mun áreiðanlega bara stinga hausnum undir væng.
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun