Konur og aðrir sólbaðsstofunuddarar – taka þrjú Tryggvi Gíslason skrifar 13. október 2015 07:00 Jón Steinar Gunnlausson er við sama heygarðshornið í Fréttablaðinu í gær og reynir nú að fela sig á bak við kenningar lögfræðinnar um réttarheimildir. Athugasemdir mínar fjölluðu ekki um ákvæði stjórnarskrár um réttarheimildir og að sjálfsögðu eiga dómstólar að leysa úr réttarágreiningi milli manna með því að dæma að lögum. Á stundum þurfum við kennarar að endurtaka fyrir nemendum sem geta ekki – eða vilja ekki skilja það sem við þá er sagt. Af þeim sökum verð ég að endurtaka þrjú meginatriði í málflutningi mínum í deilum okkar Jóns Steinars: Í fyrsta lagi: Krafa nútíma lýðræðis, þar sem jafnrétti á öllum sviðum er hornsteinninn, er að konur komi alls staðar að málum þar sem velferð þegna lýðræðissamfélags er ráðin – til jafns við karlmenn. Í öðru lagi: Það er rangt að bera saman lækna, iðnaðarmenn, verkamenn, veitingamenn og sólbaðsstofunuddara annars vegar og konur hins vegar, eins og Jóns Steinar gerir. Konur eru menn – ekki starfsstétt. Í þriðja lagi: Landslög eru mannasetningar – ekki óskeikul guðs lög, enda þótt lögin verði að vera forsenda fyrir starfi dómstóla. En vegna þess að lögin eru ekki óskeikul fæst lagalega rétt niðurstaða ekki alltaf – skoðanir á túlkun laganna eru skiptar og hin lagalega rétta niðurstaða er ekki aðeins ein, eins og Jón Steinar heldur fram. Það er líka þess vegna sem Jón Steinar, fyrrverandi hæstaréttardómari, gerir athugasemdir í rammagrein í miðopnu Morgunblaðsins í gær við niðurstöður Hæstaréttar sl. fimmtudag í máli gegn fyrrverandi bankastjóra Landsbanka Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tryggvi Gíslason Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Sjá meira
Jón Steinar Gunnlausson er við sama heygarðshornið í Fréttablaðinu í gær og reynir nú að fela sig á bak við kenningar lögfræðinnar um réttarheimildir. Athugasemdir mínar fjölluðu ekki um ákvæði stjórnarskrár um réttarheimildir og að sjálfsögðu eiga dómstólar að leysa úr réttarágreiningi milli manna með því að dæma að lögum. Á stundum þurfum við kennarar að endurtaka fyrir nemendum sem geta ekki – eða vilja ekki skilja það sem við þá er sagt. Af þeim sökum verð ég að endurtaka þrjú meginatriði í málflutningi mínum í deilum okkar Jóns Steinars: Í fyrsta lagi: Krafa nútíma lýðræðis, þar sem jafnrétti á öllum sviðum er hornsteinninn, er að konur komi alls staðar að málum þar sem velferð þegna lýðræðissamfélags er ráðin – til jafns við karlmenn. Í öðru lagi: Það er rangt að bera saman lækna, iðnaðarmenn, verkamenn, veitingamenn og sólbaðsstofunuddara annars vegar og konur hins vegar, eins og Jóns Steinar gerir. Konur eru menn – ekki starfsstétt. Í þriðja lagi: Landslög eru mannasetningar – ekki óskeikul guðs lög, enda þótt lögin verði að vera forsenda fyrir starfi dómstóla. En vegna þess að lögin eru ekki óskeikul fæst lagalega rétt niðurstaða ekki alltaf – skoðanir á túlkun laganna eru skiptar og hin lagalega rétta niðurstaða er ekki aðeins ein, eins og Jón Steinar heldur fram. Það er líka þess vegna sem Jón Steinar, fyrrverandi hæstaréttardómari, gerir athugasemdir í rammagrein í miðopnu Morgunblaðsins í gær við niðurstöður Hæstaréttar sl. fimmtudag í máli gegn fyrrverandi bankastjóra Landsbanka Íslands.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar