Samstaða um mannúð og réttaröryggi Þórir Guðmundsson skrifar 27. ágúst 2015 07:15 Frumvarpsdrögin sem þingmannanefnd undir forystu Óttarrs Proppé birti á mánudag eru stórviðburður á heimsvísu. Á meðan Evrópa logar í deilum um flóttafólk og farendur þá hafa íslensku stjórnmálaflokkarnir komið sér saman um reglur þar sem mannúð og réttaröryggi eru í fyrirrúmi. Jafnvel á Norðurlöndum hafa flokkar sem berja í trumbur útlendingaandúðar náð ótrúlegu fylgi. Það hefur aldrei tekist á Íslandi. Samstaðan, sem hefur náðst um útlendingafrumvarpið sem nú er kynnt á vef innanríkisráðuneytis, er dýrmæt. Hún er líka brothætt. Samheldni í samfélaginu er lykilgæði í huga flestra Íslendinga. Það útskýrir áhyggjur margra af hingaðkomu fólks til aðseturs í landinu. Þess vegna er mikilvægt að ræða í þaula stefnuna í þeim málum og að staðreyndir – ekki tilbúningur – upplýsi þá umræðu. Flóttamenn eru lítill hluti þeirra sem hingað leita. Enn færri fá leyfi til að vera. Flóttamenn sem stjórnvöld bjóða til landsins hafa verið 10 til 15 á ári síðustu ár. Til samanburðar má líta til þess að hér á landi eru rúmlega 20 þúsund einstaklingar með erlent ríkisfang – flestir Pólverjar en einnig fólk annars staðar að. Allt þetta fólk – bæði þeir sem koma í leit að vernd og hinir, miklu fleiri, sem koma vegna fjölskyldutengsla eða vegna vinnu – þarf að upplifa sig velkomið í nýju landi. Stjórnvöld, félagasamtök og einstaklingar geta hjálpast að við það. Á vegum Rauða krossins í Reykjavík aðstoða sjálfboðaliðar til dæmis við heimanám barna og leiðbeina fólki sem veit ekki hvert það á að snúa sér í leit að vinnu, íbúð eða gagnvart hinum ýmsu opinberu kerfum. Íslendingar eru í kjöraðstöðu til að stýra þessum málum í góðan farveg. Við getum deilt okkar samfélagsgildum með öðrum, sem hér vilja búa, og notið þess í leið sem þeir hafa upp á að bjóða. Tillögur þingnefndarinnar, sem allir flokkar á þingi komu að, eru kærkomið skref í þessa átt. Í frumvarpinu kemur orðið mannúð fyrir 24 sinnum. Þegar við byrjum að ræða – og jafnvel deila – um tillögurnar, þá er mannúð ekki svo slæmur leiðarvísir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flóttamenn Mest lesið $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Tíðahvörf og hormónar – að taka upplýsta ákvörðun Kolbrún Pálsdóttir,Ólöf K. Bjarnadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir,Svanheiður Lóa Rafnsdóttir Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Sjá meira
Frumvarpsdrögin sem þingmannanefnd undir forystu Óttarrs Proppé birti á mánudag eru stórviðburður á heimsvísu. Á meðan Evrópa logar í deilum um flóttafólk og farendur þá hafa íslensku stjórnmálaflokkarnir komið sér saman um reglur þar sem mannúð og réttaröryggi eru í fyrirrúmi. Jafnvel á Norðurlöndum hafa flokkar sem berja í trumbur útlendingaandúðar náð ótrúlegu fylgi. Það hefur aldrei tekist á Íslandi. Samstaðan, sem hefur náðst um útlendingafrumvarpið sem nú er kynnt á vef innanríkisráðuneytis, er dýrmæt. Hún er líka brothætt. Samheldni í samfélaginu er lykilgæði í huga flestra Íslendinga. Það útskýrir áhyggjur margra af hingaðkomu fólks til aðseturs í landinu. Þess vegna er mikilvægt að ræða í þaula stefnuna í þeim málum og að staðreyndir – ekki tilbúningur – upplýsi þá umræðu. Flóttamenn eru lítill hluti þeirra sem hingað leita. Enn færri fá leyfi til að vera. Flóttamenn sem stjórnvöld bjóða til landsins hafa verið 10 til 15 á ári síðustu ár. Til samanburðar má líta til þess að hér á landi eru rúmlega 20 þúsund einstaklingar með erlent ríkisfang – flestir Pólverjar en einnig fólk annars staðar að. Allt þetta fólk – bæði þeir sem koma í leit að vernd og hinir, miklu fleiri, sem koma vegna fjölskyldutengsla eða vegna vinnu – þarf að upplifa sig velkomið í nýju landi. Stjórnvöld, félagasamtök og einstaklingar geta hjálpast að við það. Á vegum Rauða krossins í Reykjavík aðstoða sjálfboðaliðar til dæmis við heimanám barna og leiðbeina fólki sem veit ekki hvert það á að snúa sér í leit að vinnu, íbúð eða gagnvart hinum ýmsu opinberu kerfum. Íslendingar eru í kjöraðstöðu til að stýra þessum málum í góðan farveg. Við getum deilt okkar samfélagsgildum með öðrum, sem hér vilja búa, og notið þess í leið sem þeir hafa upp á að bjóða. Tillögur þingnefndarinnar, sem allir flokkar á þingi komu að, eru kærkomið skref í þessa átt. Í frumvarpinu kemur orðið mannúð fyrir 24 sinnum. Þegar við byrjum að ræða – og jafnvel deila – um tillögurnar, þá er mannúð ekki svo slæmur leiðarvísir.
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Tíðahvörf og hormónar – að taka upplýsta ákvörðun Kolbrún Pálsdóttir,Ólöf K. Bjarnadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir,Svanheiður Lóa Rafnsdóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Tíðahvörf og hormónar – að taka upplýsta ákvörðun Kolbrún Pálsdóttir,Ólöf K. Bjarnadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir,Svanheiður Lóa Rafnsdóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun