Leikmennirnir völdu Harden sem verðmætasta leikmanninn Kristinn Páll Teitsson skrifar 22. júlí 2015 16:45 James Harden var valinn verðmætasti leikmaðurinn. Vísir/getty James Harden var í gær valinn verðmætasti leikmaður (e. Most Valuable Player) síðasta tímabils í NBA-deildinni í sérstakri athöfn leikmannasamtakanna. Var þetta í fyrsta sinn sem leikmannasamtökin í NBA-deildinni héldu sína eigin verðlaunahátíð. Stephen Curry vann nokkuð öruggan sigur í opinbera valinu sem fjölmiðlamenn ytra sjá um en leikmenn deildarinnar hafa lengi talað um að þeir ættu að hafa eigin verðlaun þar sem þeir sjá deildina í öðru ljósi en þeir sem fjalla um hana. Kom það á daginn í valinu en James Harden var með að meðaltali fleiri stig í leik ásamt því að taka fleiri fráköst en Curry en Curry hafði betur í sigurhlutfalli liðs og skilvirknisstuðli (e. Player efficiency rating, PER). Curry fór þó ekki tómhentur heim en hann fékk verðlaun á borð við besti leikmaðurinn á ögurstundu, erfiðasti leikmaðurinn að verjast gegn. Þá tók hann við ásamt liðsfélögum sínum verðlaunum fyrir besta heimavöllinn. LeBron James sem var kosinn varaforseti samtakanna í febrúar fór heldur ekki tómhentur heim en hann var sá leikmaður sem flestir viðurkenndu að þeir vildu fá í lið sitt. Þá vakti athygli þegar DeAndre Jordan, leikmaður Los Angeles Clippers, var valinn besti varnarmaður deildarinnar en leikmennirnir sem voru í efstu tveimur sætunum hjá fjölmiðlamönnunum, Draymond Green og Kawhi Leonard, voru ekki meðal efstu fjögurra sætanna. Þá fengu bakverðirnir Ray Allen og Allen Iverson sérstök heiðursverðlaun ásamt því að Chris Paul, forseti samtakanna, var heiðraður fyrir störf sín innan sem utan vallarins. NBA Tengdar fréttir Golden State NBA-meistari en Curry var ekki valinn bestur | Myndbönd Golden State Warriors kórónaði frábært tímabil í nótt með því að tryggja sér fyrsta NBA-meistaratitil félagsins í 40 ár þegar liðið vann sjötta leikinn í úrslitaeinvíginu á móti Cleveland Cavaliers. 17. júní 2015 10:50 Curry verður kosinn bestur í NBA-deildinni Fyrsti leikmaður Warriors sem kosinn er bestur í 55 ár. 4. maí 2015 07:30 Curry og James fengu fullt hús í vali á liði ársins Það er búið að tilkynna hvernig kosningin í lið ársins í NBA-deildinni fór. 21. maí 2015 21:31 Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Sport Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira
James Harden var í gær valinn verðmætasti leikmaður (e. Most Valuable Player) síðasta tímabils í NBA-deildinni í sérstakri athöfn leikmannasamtakanna. Var þetta í fyrsta sinn sem leikmannasamtökin í NBA-deildinni héldu sína eigin verðlaunahátíð. Stephen Curry vann nokkuð öruggan sigur í opinbera valinu sem fjölmiðlamenn ytra sjá um en leikmenn deildarinnar hafa lengi talað um að þeir ættu að hafa eigin verðlaun þar sem þeir sjá deildina í öðru ljósi en þeir sem fjalla um hana. Kom það á daginn í valinu en James Harden var með að meðaltali fleiri stig í leik ásamt því að taka fleiri fráköst en Curry en Curry hafði betur í sigurhlutfalli liðs og skilvirknisstuðli (e. Player efficiency rating, PER). Curry fór þó ekki tómhentur heim en hann fékk verðlaun á borð við besti leikmaðurinn á ögurstundu, erfiðasti leikmaðurinn að verjast gegn. Þá tók hann við ásamt liðsfélögum sínum verðlaunum fyrir besta heimavöllinn. LeBron James sem var kosinn varaforseti samtakanna í febrúar fór heldur ekki tómhentur heim en hann var sá leikmaður sem flestir viðurkenndu að þeir vildu fá í lið sitt. Þá vakti athygli þegar DeAndre Jordan, leikmaður Los Angeles Clippers, var valinn besti varnarmaður deildarinnar en leikmennirnir sem voru í efstu tveimur sætunum hjá fjölmiðlamönnunum, Draymond Green og Kawhi Leonard, voru ekki meðal efstu fjögurra sætanna. Þá fengu bakverðirnir Ray Allen og Allen Iverson sérstök heiðursverðlaun ásamt því að Chris Paul, forseti samtakanna, var heiðraður fyrir störf sín innan sem utan vallarins.
NBA Tengdar fréttir Golden State NBA-meistari en Curry var ekki valinn bestur | Myndbönd Golden State Warriors kórónaði frábært tímabil í nótt með því að tryggja sér fyrsta NBA-meistaratitil félagsins í 40 ár þegar liðið vann sjötta leikinn í úrslitaeinvíginu á móti Cleveland Cavaliers. 17. júní 2015 10:50 Curry verður kosinn bestur í NBA-deildinni Fyrsti leikmaður Warriors sem kosinn er bestur í 55 ár. 4. maí 2015 07:30 Curry og James fengu fullt hús í vali á liði ársins Það er búið að tilkynna hvernig kosningin í lið ársins í NBA-deildinni fór. 21. maí 2015 21:31 Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Sport Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira
Golden State NBA-meistari en Curry var ekki valinn bestur | Myndbönd Golden State Warriors kórónaði frábært tímabil í nótt með því að tryggja sér fyrsta NBA-meistaratitil félagsins í 40 ár þegar liðið vann sjötta leikinn í úrslitaeinvíginu á móti Cleveland Cavaliers. 17. júní 2015 10:50
Curry verður kosinn bestur í NBA-deildinni Fyrsti leikmaður Warriors sem kosinn er bestur í 55 ár. 4. maí 2015 07:30
Curry og James fengu fullt hús í vali á liði ársins Það er búið að tilkynna hvernig kosningin í lið ársins í NBA-deildinni fór. 21. maí 2015 21:31