Körfubolti

Orlando Magic mætir Toronto Raptors í London í ár

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Úr leik Raptors og Magic í ár. Litháenska tröllið Jonas Valanciunas að troða.
Úr leik Raptors og Magic í ár. Litháenska tröllið Jonas Valanciunas að troða. Vísir/getty
NBA-deildin staðfesti í gær að það verði Orlando Magic og Toronto Raptors sem mætast í London á næsta tímabili en þetta verður sjötta árið í röð sem leikur fer fram í ensku höfuðborginni.

Stærstu Bandarísku íþróttadeildirnar, ameríska ruðningsdeildin (NFL) og ameríska körfuknattleiksdeildin (NBA) hafa undanfarin ár reynt að breiða út boðskap deildarinnar, meðal annars með því að láta leiki á hverju ári fara fram utan Bandaríkjanna.

Hefur NBA-deildin valið undanfarin ár einn leik sem fer fram í London og annan sem fer fram í Mexíkó en einnig er algengt að liðin leiki æfingarleiki út um allan heim.

Adam Silver, forseti NBA-deildarinnar var sáttur með niðurstöðuna.

„Það er töluverð spenna fyrir því að koma aftur til London á næsta tímabili til að fylgjast með leik Orlando Magic og Toronto Raptors. Þetta helst í hendur með markmiði okkar að breiða út boðskap körfuboltans til Evrópu og vonandi getum við boðið aðdáendum deildarinnar í Englandi upp á fleiri leiki í framtíðinni.“

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×