Körfubolti

LeBron mun semja við Cleveland á ný

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
LeBron James.
LeBron James. Vísir/Getty
Eins og reiknað var með mun LeBron James skrifa undir nýjan samning við Cleveland Cavaliers í NBA-deildinni.

James kom til Cleveland fyrir ári síðan en sagði upp samningi sínum við félagið fyrr í sumar. Samkvæmt frétt ESPN mun hann skrifa undir nýjan tveggja ára samning nú með þeim möguleika að geta sagt honum upp næsta sumar.

Með þessu nær James að skapa svigrúm til að hámarka laun sín frá félaginu án þess að það sprengi launaþakið sitt, sem hækkar með hverju árinu.

James nýtti einnig tímann í sumar til að funda með öðrum leikmönnum Cleveland sem voru með lausan samning en eftir fund þeirra Kevin Love ákvað sá síðarnefndi að skrifa undir fimm ára samning við Cleveland.

Þá samdi félagið einnig við Imam Shumpert á dögunum en það mun hafa verið til næstu fjögurra ára.

Nýr samningur James mun tryggja honum að hámarki 46,9 milljónir dollara í tekjur.

NBA

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×