Innlent

Stein­grímur hryggur yfir skatta­lækkunar­hug­­myndum Bjarna Ben

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Steingrímur segir ummæli fjármálaráðherra „um það bil það vitlausasta sem hægt er að segja við þessar aðstæður“. Myndin er samsett.
Steingrímur segir ummæli fjármálaráðherra „um það bil það vitlausasta sem hægt er að segja við þessar aðstæður“. Myndin er samsett. Vísir/Vilhelm
Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, er hryggur yfir skattalækkunarhugmyndum Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra. Þetta sagði hann á þingi í dag þar sem rætt var um stöðugleikaskatt.



„Þetta er um það bil það vitlausasta sem hægt er að segja við þessar aðstæður. Þegar við erum að sjá hagkerfið fara úr slaka í stöðugt ástand og síðan í þenslu,“ sagði Steingrímur og benti á að í dag hefði Seðlabankinn hækkað vexti og boðaði grimmar skattahækkanir. „Þá kemur fjármálaráðherra íslenska ríkisins og boðar skattalækkanir.“



Steingrímur vísar til ummæla Bjarna í Morgunblaðinu í dag þar sem hann sagði að bætt staða ríkissjóðs muni skapa svigrúm fyrir áframhaldandi skattalækkanir. Þær þurfi þó að tímasetja mjög vel.



Steingrímur furðaði sig á því að Bjarni skildi yfir höfuð nefna skattalækkanir sagðist „Bara það eitt að nefna þetta inn í þetta andrúmsloft er svo undarlegt.



Bjarni sagði á þinginu að hann myndi áfram tala fyrir skattalækkunum. „Það finnst mér vera sjálfsagt,“ sagði hann. Hann ítrekaði þó að tímasetja þyrfti lækkanirnar vel. Vísaði til þess að Seðlabankinn segir að aðhalds sé enn þörf og sagði að samkvæmt ríkisfjármálaáætlun væri enn reiknað með aðhaldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×