Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 25. september 2025 19:35 Sóley Tómasdóttir kynja- og fjölbreytileikafræðingur segir greinilegt bakslag í mannréttindabaráttu hér. Hún segir umræðu um hvort kynin séu ekki bara tvö dæmi um hundaflaut sem ali á andúð. Vísir Ástæða er til þess að hafa miklar áhyggjur af bakslagi í allri mannréttindabaráttu að mati kynjafræðings. Það eigi sér helst stað í svokölluðu hundaflauti sem eigi að ná til þeirra sem nærist á ótta og fordómum. Hart hefur verið tekist á um um réttindi transfólks og fleiri jaðarsettra hópa síðustu vikur á ýmsum stöðum í samfélaginu eftir umdeilt viðtal við Snorra Másson þingmann Miðflokksins í Kastljósi á RÚV um málefni transfólks. Tilefnið þar var að velta fyrir sér hvort bakslag hefði orðið í réttindbaráttu transfólks. Noti hundaflaut til að ala á fordómunum Sóley Tómasdóttir kynja- og fjölbreytileikafræðingur hefur miklar áhyggjur af stöðunni. Hún hefur vakið athygli á málinu á samfélagsmiðlum og er sannfærð um að bakslag hafi orðið í mannréttindabaráttu hér á landi. „Við sjáum að bakslagið sem hefur átt sér stað út í heimi er komið að fullum krafti til Íslands. Uppgangur haturs gagnvart minnihlutahópum á sér nú stað í formi sem kallast hundaflaut. Það felur í sér að fólk með vald og rödd í samfélaginu leyfir sér að tala þannig að andúð eykst gagnvart jaðarsettu fólki án þess að hægt sé að saka viðkomandi um hreinan rasisma, fötlunarfordóma eða hræðslu við hinsegin fólk,“ segir Sóley. Aðspurð um hvort hún telji að Snorri Másson þingmaður Miðflokkson hafi gerst sekur um hundaflaut í Kastljósi á dögunum þegar hann ræddi um málefni transfólks svarar Sóley að fólk verði sjálft að dæma um það. Hún nefnir hins vegar nokkur einkenni hundaflauts. „Í hundaflauti segir fólk næginlega skýrt að það sé á móti þessum tilteknu hópum en samt nægjanlega óskýrt til að ekki sé hægt að saka það um að vera andsnúið þeim. Raunverulegt hundaflaut virkar þannig að hundar heyra það en ekki menn, það sama á við um pólitískt hundaflaut. Það nær til fólks sem býr yfir einhvers konar fordómum eða ótta og elur á andúðinni gagnvart jaðarsettu fólki. Það eykur þannig á hatursorðræðu, hættulega hatursorðræðu bæði á samfélagsmiðlum og jafnvel í fjölmiðlum, þannig hefur t.d. athugasemdakerfi sumra fjölmiðla logað síðustu vikur. Ein aðferðin við að stunda hundaflaut er að spyrja spurninga í ákveðnum tilgangi. Þetta geta verið spurningar eins og: Eru til fleiri en tvö kyn? Á að vera jafnréttisfræðsla í grunnskólum? Þetta eru spurningar þar sem fólk leyfir sér að spyrja til að ala á andúð gagnvart jaðarsettum hópum,“ segir Sóley. „Gríðarlega hættulegt ástand“ Hún segir að þetta valdi jaðarsettufólki óöryggi, ótta og talsverðri vanlíðan. Þá sé greinilegt að hatursglæpum hafi fjölgað á síðustu árum. Samkvæmt skráningu Samtakanna’78 eru hatursglæpir eða alvarleg atvik nú þegar orðin 20 á þessu ári. Þau voru 27 allt árið í fyrra og 58 árið þar á undan. Sóley segir þetta grafalvarlegt. „Þetta er gríðarlega hættulegt ástand, auðvitað fyrst og fremst fyrir jaðarsett fólk. Þetta hefur líka áhrif á ástandið í heiminum þar sem víða eru samfélög í stríði eða á barmi styrjalda,“ segir Sóley að lokum. Í kvöldfréttum Sýnar kom fram að Sóley hefði gert þættina Hatur á Rúv, það er ekki rétt. Hún var viðmælandi í þáttunum. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Jafnréttismál Málefni trans fólks Hinsegin Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Fleiri fréttir „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Sjá meira
Hart hefur verið tekist á um um réttindi transfólks og fleiri jaðarsettra hópa síðustu vikur á ýmsum stöðum í samfélaginu eftir umdeilt viðtal við Snorra Másson þingmann Miðflokksins í Kastljósi á RÚV um málefni transfólks. Tilefnið þar var að velta fyrir sér hvort bakslag hefði orðið í réttindbaráttu transfólks. Noti hundaflaut til að ala á fordómunum Sóley Tómasdóttir kynja- og fjölbreytileikafræðingur hefur miklar áhyggjur af stöðunni. Hún hefur vakið athygli á málinu á samfélagsmiðlum og er sannfærð um að bakslag hafi orðið í mannréttindabaráttu hér á landi. „Við sjáum að bakslagið sem hefur átt sér stað út í heimi er komið að fullum krafti til Íslands. Uppgangur haturs gagnvart minnihlutahópum á sér nú stað í formi sem kallast hundaflaut. Það felur í sér að fólk með vald og rödd í samfélaginu leyfir sér að tala þannig að andúð eykst gagnvart jaðarsettu fólki án þess að hægt sé að saka viðkomandi um hreinan rasisma, fötlunarfordóma eða hræðslu við hinsegin fólk,“ segir Sóley. Aðspurð um hvort hún telji að Snorri Másson þingmaður Miðflokkson hafi gerst sekur um hundaflaut í Kastljósi á dögunum þegar hann ræddi um málefni transfólks svarar Sóley að fólk verði sjálft að dæma um það. Hún nefnir hins vegar nokkur einkenni hundaflauts. „Í hundaflauti segir fólk næginlega skýrt að það sé á móti þessum tilteknu hópum en samt nægjanlega óskýrt til að ekki sé hægt að saka það um að vera andsnúið þeim. Raunverulegt hundaflaut virkar þannig að hundar heyra það en ekki menn, það sama á við um pólitískt hundaflaut. Það nær til fólks sem býr yfir einhvers konar fordómum eða ótta og elur á andúðinni gagnvart jaðarsettu fólki. Það eykur þannig á hatursorðræðu, hættulega hatursorðræðu bæði á samfélagsmiðlum og jafnvel í fjölmiðlum, þannig hefur t.d. athugasemdakerfi sumra fjölmiðla logað síðustu vikur. Ein aðferðin við að stunda hundaflaut er að spyrja spurninga í ákveðnum tilgangi. Þetta geta verið spurningar eins og: Eru til fleiri en tvö kyn? Á að vera jafnréttisfræðsla í grunnskólum? Þetta eru spurningar þar sem fólk leyfir sér að spyrja til að ala á andúð gagnvart jaðarsettum hópum,“ segir Sóley. „Gríðarlega hættulegt ástand“ Hún segir að þetta valdi jaðarsettufólki óöryggi, ótta og talsverðri vanlíðan. Þá sé greinilegt að hatursglæpum hafi fjölgað á síðustu árum. Samkvæmt skráningu Samtakanna’78 eru hatursglæpir eða alvarleg atvik nú þegar orðin 20 á þessu ári. Þau voru 27 allt árið í fyrra og 58 árið þar á undan. Sóley segir þetta grafalvarlegt. „Þetta er gríðarlega hættulegt ástand, auðvitað fyrst og fremst fyrir jaðarsett fólk. Þetta hefur líka áhrif á ástandið í heiminum þar sem víða eru samfélög í stríði eða á barmi styrjalda,“ segir Sóley að lokum. Í kvöldfréttum Sýnar kom fram að Sóley hefði gert þættina Hatur á Rúv, það er ekki rétt. Hún var viðmælandi í þáttunum. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum.
Jafnréttismál Málefni trans fólks Hinsegin Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Fleiri fréttir „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Sjá meira