Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 25. september 2025 11:44 Brynhildur Bolladóttir er móðir grunnskólabarns í Reykjavíkurborg. Samsett Móðir grunnskólabarns, sem fær að mæta á frístundaheimili einu sinni í viku, segir manneklu í frístundastarfi geta valdið félagslegri einangrun barna. Rúmlega fimm hundruð börn eru á biðlista eftir að fá pláss í frístundaheimili eða sértækri félagsmiðstöð. Í aðsendri grein á Vísi lýsir Brynhildur Bolladóttir raunum sínum er hún reyndi að fá pláss fyrir dóttur sína á frístundaheimili grunnskóla hennar. Vegna mikillar manneklu í frístundastarfinu fær dóttir Brynhildar einungis pláss einu sinni í viku á frístundaheimilinu. „Þær gleðifréttir bárust í síðustu viku, sem var fjórða skólavika skólaársins, að hún fengi einn dag í vistun í viku. Börn í 3. bekk, sem tilheyra annarri félagsmiðstöð (það er önnur umræða hvort það sé vænlegt), hafa hins vegar verið með tvo daga í vistun frá upphafi skólaárs og eru nú með fulla vistun,“ segir Brynhildur. Hún segir börn missa af því að leika sér og starfa í skemmtilegu umhverfi frístundarinnar og hafi það neikvæð áhrif, sér í lagi á börn sem standi verr sem eiga í hættu á að félagslega einangrast. „Með hverjum deginum sem líður mun verða erfiðara að sannfæra þau um að fara í frístund.“ Tæplega tvö hundruð börn fá að mæta einn eða tvo daga í viku Í svari Reykjavíkurborgar við fyrirspurn fréttastofu segir að samkvæmt reglum um þjónustu frístundaheimila Reykjavíkurborgar sé gert ráð fyrir að öll börn sem sótt hefur verið um pláss fyrir fái dvöl á frístundaheimili í upphafi skólaárs. Þó séu nú 515 börn á biðlista eftir að komast í frístundaheimili og sértækar félagsmiðstöðvar. Séu tafir, til að mynda vegna manneklu líkt og Brynhildur lýsir, fái fötluð börn, börn í erfiðum félagslegum aðstæðum, börn sem hafa búið skemur en tvö ár á Íslandi og börn starfsfólks frístundaheimilanna forgang. Þar á eftir eru umsóknir afgreiddar í tímaröð eftir því hvenær þær bárust, en þó þannig að börn í fyrsta bekk fái forgang, svo öðrum bekk og koll af kolli. „Ef um skort á starfsfólki er að ræða leitast frístundamiðstöðvar við að manna frístundaheimili fyrir yngri börn fyrst.“ 3704 börn hafa fengið samþykkt pláss í frístundaheimili af 4219 umsóknum sem bárust. Umsóknirnar voru um fjögur hundruð fleiri heldur en árið áður. Af þessum rúmlega 3700 börnum hafa 155 börn fengið samþykkt pláss fyrir einungis einn eða tvo daga í viku. Skóla- og menntamál Félagsmál Börn og uppeldi Reykjavík Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Í aðsendri grein á Vísi lýsir Brynhildur Bolladóttir raunum sínum er hún reyndi að fá pláss fyrir dóttur sína á frístundaheimili grunnskóla hennar. Vegna mikillar manneklu í frístundastarfinu fær dóttir Brynhildar einungis pláss einu sinni í viku á frístundaheimilinu. „Þær gleðifréttir bárust í síðustu viku, sem var fjórða skólavika skólaársins, að hún fengi einn dag í vistun í viku. Börn í 3. bekk, sem tilheyra annarri félagsmiðstöð (það er önnur umræða hvort það sé vænlegt), hafa hins vegar verið með tvo daga í vistun frá upphafi skólaárs og eru nú með fulla vistun,“ segir Brynhildur. Hún segir börn missa af því að leika sér og starfa í skemmtilegu umhverfi frístundarinnar og hafi það neikvæð áhrif, sér í lagi á börn sem standi verr sem eiga í hættu á að félagslega einangrast. „Með hverjum deginum sem líður mun verða erfiðara að sannfæra þau um að fara í frístund.“ Tæplega tvö hundruð börn fá að mæta einn eða tvo daga í viku Í svari Reykjavíkurborgar við fyrirspurn fréttastofu segir að samkvæmt reglum um þjónustu frístundaheimila Reykjavíkurborgar sé gert ráð fyrir að öll börn sem sótt hefur verið um pláss fyrir fái dvöl á frístundaheimili í upphafi skólaárs. Þó séu nú 515 börn á biðlista eftir að komast í frístundaheimili og sértækar félagsmiðstöðvar. Séu tafir, til að mynda vegna manneklu líkt og Brynhildur lýsir, fái fötluð börn, börn í erfiðum félagslegum aðstæðum, börn sem hafa búið skemur en tvö ár á Íslandi og börn starfsfólks frístundaheimilanna forgang. Þar á eftir eru umsóknir afgreiddar í tímaröð eftir því hvenær þær bárust, en þó þannig að börn í fyrsta bekk fái forgang, svo öðrum bekk og koll af kolli. „Ef um skort á starfsfólki er að ræða leitast frístundamiðstöðvar við að manna frístundaheimili fyrir yngri börn fyrst.“ 3704 börn hafa fengið samþykkt pláss í frístundaheimili af 4219 umsóknum sem bárust. Umsóknirnar voru um fjögur hundruð fleiri heldur en árið áður. Af þessum rúmlega 3700 börnum hafa 155 börn fengið samþykkt pláss fyrir einungis einn eða tvo daga í viku.
Skóla- og menntamál Félagsmál Börn og uppeldi Reykjavík Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent