Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Árni Sæberg skrifar 25. september 2025 16:55 Landsréttur mildaði dóm yfir manninum. Vísir/Viktor Freyr Landsréttur hefur mildað dóm Philips Dugay Acob og dæmt hann í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir að nauðga manni með þroskaskerðingu á hóteli þar sem hann starfaði. Héraðsdómur hafði áður dæmt hann til þriggja ára fangelsis en Landsréttur taldi rétt að milda dóminn vegna dráttar sem varð á málinu. Í ákæru kom fram að Acob hafi nýtt sér yfirburði sína og aðstöðumun gagnvart brotaþola sem sé með þroskahömlun og hafi ekki skilið þýðingu verknaðarins, auk þess að hann hafi verið undir áhrifum lyfja og fíkniefna þegar atburðurinn átti sér stað. Í dómi Landsréttar kemur fram að Acob, sem var starfsmaður hótelsins þar sem nauðgunin átti sér stað, hafi í heimildarleysi farið inn á hótelherbergið þar sem maðurinn hafði lagst til svefns, kysst hann á háls og geirvörtur og svo sett getnaðarlim mannsins í munn sinn og haft við hann munnmök. Engin ólögmæt nauðung Niðurstaða Landsréttar var að Acob hefði nauðgað manninum með því að hafa við hann önnur kynferðismök en samræði án samþykkis. Hins vegar var ekki talið sannað að hann hefði beitt til þess ólögmætri nauðung. Þá taldi Landsréttur að Acob hefði hlotið að vera ljóst að maðurinn glímdi við andlega fötlun og að hann hefði notfært sér þá fötlun. Því væri hann einnig sakfelldur fyrir ákvæði hegningarlaga um nauðgun með því að notfæra sér geðsjúkdóm eða aðra andlega fötlun manns til þess að hafa við hann samræði eða önnur kynferðismök, eða þannig er ástatt um hann að öðru leyti að hann getur ekki spornað við verknaðinum eða skilið þýðingu hans. Tæplega fjögur ár frá brotinu Loks segir að við ákvörðun refsingar Acobs hafi verið litið til alvarleika brots hans og þess að hann hafi brotið gróflega gegn kynfrelsi mannsins en einnig til þess dráttar sem orðið hafði á meðferð málsins og honum yrði ekki kennt um. Hann nauðgaði manninum í október árið 2021. Acob var dæmdur til tveggja og hálfs árs fangelsisvistar og greiðslu miskabóta upp á tvær milljónir króna. Þá var honum gert að greiða 3/4 hluta áfrýjunarkostnaðar upp á þrjár milljónir króna og allan sakarkostnað í héraði, þrjár milljónir króna. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Fleiri fréttir Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Sjá meira
Í ákæru kom fram að Acob hafi nýtt sér yfirburði sína og aðstöðumun gagnvart brotaþola sem sé með þroskahömlun og hafi ekki skilið þýðingu verknaðarins, auk þess að hann hafi verið undir áhrifum lyfja og fíkniefna þegar atburðurinn átti sér stað. Í dómi Landsréttar kemur fram að Acob, sem var starfsmaður hótelsins þar sem nauðgunin átti sér stað, hafi í heimildarleysi farið inn á hótelherbergið þar sem maðurinn hafði lagst til svefns, kysst hann á háls og geirvörtur og svo sett getnaðarlim mannsins í munn sinn og haft við hann munnmök. Engin ólögmæt nauðung Niðurstaða Landsréttar var að Acob hefði nauðgað manninum með því að hafa við hann önnur kynferðismök en samræði án samþykkis. Hins vegar var ekki talið sannað að hann hefði beitt til þess ólögmætri nauðung. Þá taldi Landsréttur að Acob hefði hlotið að vera ljóst að maðurinn glímdi við andlega fötlun og að hann hefði notfært sér þá fötlun. Því væri hann einnig sakfelldur fyrir ákvæði hegningarlaga um nauðgun með því að notfæra sér geðsjúkdóm eða aðra andlega fötlun manns til þess að hafa við hann samræði eða önnur kynferðismök, eða þannig er ástatt um hann að öðru leyti að hann getur ekki spornað við verknaðinum eða skilið þýðingu hans. Tæplega fjögur ár frá brotinu Loks segir að við ákvörðun refsingar Acobs hafi verið litið til alvarleika brots hans og þess að hann hafi brotið gróflega gegn kynfrelsi mannsins en einnig til þess dráttar sem orðið hafði á meðferð málsins og honum yrði ekki kennt um. Hann nauðgaði manninum í október árið 2021. Acob var dæmdur til tveggja og hálfs árs fangelsisvistar og greiðslu miskabóta upp á tvær milljónir króna. Þá var honum gert að greiða 3/4 hluta áfrýjunarkostnaðar upp á þrjár milljónir króna og allan sakarkostnað í héraði, þrjár milljónir króna.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Fleiri fréttir Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Sjá meira