Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Árni Sæberg skrifar 25. september 2025 16:55 Landsréttur mildaði dóm yfir manninum. Vísir/Viktor Freyr Landsréttur hefur mildað dóm Philips Dugay Acob og dæmt hann í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir að nauðga manni með þroskaskerðingu á hóteli þar sem hann starfaði. Héraðsdómur hafði áður dæmt hann til þriggja ára fangelsis en Landsréttur taldi rétt að milda dóminn vegna dráttar sem varð á málinu. Í ákæru kom fram að Acob hafi nýtt sér yfirburði sína og aðstöðumun gagnvart brotaþola sem sé með þroskahömlun og hafi ekki skilið þýðingu verknaðarins, auk þess að hann hafi verið undir áhrifum lyfja og fíkniefna þegar atburðurinn átti sér stað. Í dómi Landsréttar kemur fram að Acob, sem var starfsmaður hótelsins þar sem nauðgunin átti sér stað, hafi í heimildarleysi farið inn á hótelherbergið þar sem maðurinn hafði lagst til svefns, kysst hann á háls og geirvörtur og svo sett getnaðarlim mannsins í munn sinn og haft við hann munnmök. Engin ólögmæt nauðung Niðurstaða Landsréttar var að Acob hefði nauðgað manninum með því að hafa við hann önnur kynferðismök en samræði án samþykkis. Hins vegar var ekki talið sannað að hann hefði beitt til þess ólögmætri nauðung. Þá taldi Landsréttur að Acob hefði hlotið að vera ljóst að maðurinn glímdi við andlega fötlun og að hann hefði notfært sér þá fötlun. Því væri hann einnig sakfelldur fyrir ákvæði hegningarlaga um nauðgun með því að notfæra sér geðsjúkdóm eða aðra andlega fötlun manns til þess að hafa við hann samræði eða önnur kynferðismök, eða þannig er ástatt um hann að öðru leyti að hann getur ekki spornað við verknaðinum eða skilið þýðingu hans. Tæplega fjögur ár frá brotinu Loks segir að við ákvörðun refsingar Acobs hafi verið litið til alvarleika brots hans og þess að hann hafi brotið gróflega gegn kynfrelsi mannsins en einnig til þess dráttar sem orðið hafði á meðferð málsins og honum yrði ekki kennt um. Hann nauðgaði manninum í október árið 2021. Acob var dæmdur til tveggja og hálfs árs fangelsisvistar og greiðslu miskabóta upp á tvær milljónir króna. Þá var honum gert að greiða 3/4 hluta áfrýjunarkostnaðar upp á þrjár milljónir króna og allan sakarkostnað í héraði, þrjár milljónir króna. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Fleiri fréttir Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sjá meira
Í ákæru kom fram að Acob hafi nýtt sér yfirburði sína og aðstöðumun gagnvart brotaþola sem sé með þroskahömlun og hafi ekki skilið þýðingu verknaðarins, auk þess að hann hafi verið undir áhrifum lyfja og fíkniefna þegar atburðurinn átti sér stað. Í dómi Landsréttar kemur fram að Acob, sem var starfsmaður hótelsins þar sem nauðgunin átti sér stað, hafi í heimildarleysi farið inn á hótelherbergið þar sem maðurinn hafði lagst til svefns, kysst hann á háls og geirvörtur og svo sett getnaðarlim mannsins í munn sinn og haft við hann munnmök. Engin ólögmæt nauðung Niðurstaða Landsréttar var að Acob hefði nauðgað manninum með því að hafa við hann önnur kynferðismök en samræði án samþykkis. Hins vegar var ekki talið sannað að hann hefði beitt til þess ólögmætri nauðung. Þá taldi Landsréttur að Acob hefði hlotið að vera ljóst að maðurinn glímdi við andlega fötlun og að hann hefði notfært sér þá fötlun. Því væri hann einnig sakfelldur fyrir ákvæði hegningarlaga um nauðgun með því að notfæra sér geðsjúkdóm eða aðra andlega fötlun manns til þess að hafa við hann samræði eða önnur kynferðismök, eða þannig er ástatt um hann að öðru leyti að hann getur ekki spornað við verknaðinum eða skilið þýðingu hans. Tæplega fjögur ár frá brotinu Loks segir að við ákvörðun refsingar Acobs hafi verið litið til alvarleika brots hans og þess að hann hafi brotið gróflega gegn kynfrelsi mannsins en einnig til þess dráttar sem orðið hafði á meðferð málsins og honum yrði ekki kennt um. Hann nauðgaði manninum í október árið 2021. Acob var dæmdur til tveggja og hálfs árs fangelsisvistar og greiðslu miskabóta upp á tvær milljónir króna. Þá var honum gert að greiða 3/4 hluta áfrýjunarkostnaðar upp á þrjár milljónir króna og allan sakarkostnað í héraði, þrjár milljónir króna.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Fleiri fréttir Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sjá meira