„Þau eru að herja á börnin okkar“ Bjarki Sigurðsson skrifar 25. september 2025 21:33 Sigurþóra Steinunn Bergsdóttir er þingmaður Samfylkingarinnar. Vísir/Sigurjón Þingmaður kallar eftir breytingum á lögum um veðmál á erlendum vefsíðum. Óbreytt ástand verði til þess að fleiri lendi í vandræðum með spilafíkn og að ungir karlmenn séu í mestri hættu. Á þingi í dag var sérstök umræða um ólöglega veðmálastarfsemi á Íslandi. Umræðurnar snerust að öllu leyti að erlendum veðmálasíðum, sem mega lögum samkvæmt ekki starfa hér á landi. Samt sem áður er áætlað að Íslendingar veðji fyrir tæpa níu milljarða á ári hverju á þessum síðum. Erlendu fyrirtækin greiða ekki skatt á Íslandi og því fer allur peningurinn úr landi. Þá spila 86 prósent þeirra sem leita sér aðstoðar vegna spilafíknar, á netinu. Sigurþóra Steinunn Bergsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og málshefjandi umræðunnar, segir það þurfa að hafa varann á, sérstaklega þegar ungt fólk er farið sækja síðurnar í auknu mæli. „Fólk hefur áhyggjur af þessu og áttar sig á því að þessu fer vaxandi. Meginmálið er að þessar síður fúnkera þannig að markaðselementið er svo ótrúlega sterkt og þau eru ótrúlega góð í því sem þau gera, en þau eru að herja á börnin okkar,“ segir Sigurþóra. Ósammála um hvað skal gera Þingmenn allra flokka nema Framsóknar létu í sér kveða í umræðunum og voru allir sammála um að það þurfi að bregðast við stöðunni. Þó var lítil samstaða með hvaða aðgerðir á að fara í. Engar breytingar hafa verið gerðar á lögum um fjárhættuspil síðan 2011. „Auðvitað er fólk með örlítið mismunandi áherslur. Við getum farið að leyfa, reyna að skattleggja og slíkt eða farið að banna allt. Ég held að lausnin sé þarna í miðjunni eins og Norðurlöndin hafa gert,“ segir Sigurþóra. Ungir karlmenn viðkvæmari Óbreytt ástand hafi slæm áhrif. „Ég hef áhyggjur af því að þetta vaxi og vaxi. Ungir karlmenn eru langstærsti hópurinn sem lendir í vandræðum með þessa spilun. Bæði því þeir spila meira en aðrir hópar og að það virðist sem svo að þeir séu viðkvæmari fyrir því að lenda í spilavanda,“ segir Sigurþóra. Fjárhættuspil Samfylkingin Alþingi Stjórnsýsla Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Börn og uppeldi Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fleiri fréttir Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Sjá meira
Á þingi í dag var sérstök umræða um ólöglega veðmálastarfsemi á Íslandi. Umræðurnar snerust að öllu leyti að erlendum veðmálasíðum, sem mega lögum samkvæmt ekki starfa hér á landi. Samt sem áður er áætlað að Íslendingar veðji fyrir tæpa níu milljarða á ári hverju á þessum síðum. Erlendu fyrirtækin greiða ekki skatt á Íslandi og því fer allur peningurinn úr landi. Þá spila 86 prósent þeirra sem leita sér aðstoðar vegna spilafíknar, á netinu. Sigurþóra Steinunn Bergsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og málshefjandi umræðunnar, segir það þurfa að hafa varann á, sérstaklega þegar ungt fólk er farið sækja síðurnar í auknu mæli. „Fólk hefur áhyggjur af þessu og áttar sig á því að þessu fer vaxandi. Meginmálið er að þessar síður fúnkera þannig að markaðselementið er svo ótrúlega sterkt og þau eru ótrúlega góð í því sem þau gera, en þau eru að herja á börnin okkar,“ segir Sigurþóra. Ósammála um hvað skal gera Þingmenn allra flokka nema Framsóknar létu í sér kveða í umræðunum og voru allir sammála um að það þurfi að bregðast við stöðunni. Þó var lítil samstaða með hvaða aðgerðir á að fara í. Engar breytingar hafa verið gerðar á lögum um fjárhættuspil síðan 2011. „Auðvitað er fólk með örlítið mismunandi áherslur. Við getum farið að leyfa, reyna að skattleggja og slíkt eða farið að banna allt. Ég held að lausnin sé þarna í miðjunni eins og Norðurlöndin hafa gert,“ segir Sigurþóra. Ungir karlmenn viðkvæmari Óbreytt ástand hafi slæm áhrif. „Ég hef áhyggjur af því að þetta vaxi og vaxi. Ungir karlmenn eru langstærsti hópurinn sem lendir í vandræðum með þessa spilun. Bæði því þeir spila meira en aðrir hópar og að það virðist sem svo að þeir séu viðkvæmari fyrir því að lenda í spilavanda,“ segir Sigurþóra.
Fjárhættuspil Samfylkingin Alþingi Stjórnsýsla Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Börn og uppeldi Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fleiri fréttir Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Sjá meira