„Þau eru að herja á börnin okkar“ Bjarki Sigurðsson skrifar 25. september 2025 21:33 Sigurþóra Steinunn Bergsdóttir er þingmaður Samfylkingarinnar. Vísir/Sigurjón Þingmaður kallar eftir breytingum á lögum um veðmál á erlendum vefsíðum. Óbreytt ástand verði til þess að fleiri lendi í vandræðum með spilafíkn og að ungir karlmenn séu í mestri hættu. Á þingi í dag var sérstök umræða um ólöglega veðmálastarfsemi á Íslandi. Umræðurnar snerust að öllu leyti að erlendum veðmálasíðum, sem mega lögum samkvæmt ekki starfa hér á landi. Samt sem áður er áætlað að Íslendingar veðji fyrir tæpa níu milljarða á ári hverju á þessum síðum. Erlendu fyrirtækin greiða ekki skatt á Íslandi og því fer allur peningurinn úr landi. Þá spila 86 prósent þeirra sem leita sér aðstoðar vegna spilafíknar, á netinu. Sigurþóra Steinunn Bergsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og málshefjandi umræðunnar, segir það þurfa að hafa varann á, sérstaklega þegar ungt fólk er farið sækja síðurnar í auknu mæli. „Fólk hefur áhyggjur af þessu og áttar sig á því að þessu fer vaxandi. Meginmálið er að þessar síður fúnkera þannig að markaðselementið er svo ótrúlega sterkt og þau eru ótrúlega góð í því sem þau gera, en þau eru að herja á börnin okkar,“ segir Sigurþóra. Ósammála um hvað skal gera Þingmenn allra flokka nema Framsóknar létu í sér kveða í umræðunum og voru allir sammála um að það þurfi að bregðast við stöðunni. Þó var lítil samstaða með hvaða aðgerðir á að fara í. Engar breytingar hafa verið gerðar á lögum um fjárhættuspil síðan 2011. „Auðvitað er fólk með örlítið mismunandi áherslur. Við getum farið að leyfa, reyna að skattleggja og slíkt eða farið að banna allt. Ég held að lausnin sé þarna í miðjunni eins og Norðurlöndin hafa gert,“ segir Sigurþóra. Ungir karlmenn viðkvæmari Óbreytt ástand hafi slæm áhrif. „Ég hef áhyggjur af því að þetta vaxi og vaxi. Ungir karlmenn eru langstærsti hópurinn sem lendir í vandræðum með þessa spilun. Bæði því þeir spila meira en aðrir hópar og að það virðist sem svo að þeir séu viðkvæmari fyrir því að lenda í spilavanda,“ segir Sigurþóra. Fjárhættuspil Samfylkingin Alþingi Stjórnsýsla Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Börn og uppeldi Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira
Á þingi í dag var sérstök umræða um ólöglega veðmálastarfsemi á Íslandi. Umræðurnar snerust að öllu leyti að erlendum veðmálasíðum, sem mega lögum samkvæmt ekki starfa hér á landi. Samt sem áður er áætlað að Íslendingar veðji fyrir tæpa níu milljarða á ári hverju á þessum síðum. Erlendu fyrirtækin greiða ekki skatt á Íslandi og því fer allur peningurinn úr landi. Þá spila 86 prósent þeirra sem leita sér aðstoðar vegna spilafíknar, á netinu. Sigurþóra Steinunn Bergsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og málshefjandi umræðunnar, segir það þurfa að hafa varann á, sérstaklega þegar ungt fólk er farið sækja síðurnar í auknu mæli. „Fólk hefur áhyggjur af þessu og áttar sig á því að þessu fer vaxandi. Meginmálið er að þessar síður fúnkera þannig að markaðselementið er svo ótrúlega sterkt og þau eru ótrúlega góð í því sem þau gera, en þau eru að herja á börnin okkar,“ segir Sigurþóra. Ósammála um hvað skal gera Þingmenn allra flokka nema Framsóknar létu í sér kveða í umræðunum og voru allir sammála um að það þurfi að bregðast við stöðunni. Þó var lítil samstaða með hvaða aðgerðir á að fara í. Engar breytingar hafa verið gerðar á lögum um fjárhættuspil síðan 2011. „Auðvitað er fólk með örlítið mismunandi áherslur. Við getum farið að leyfa, reyna að skattleggja og slíkt eða farið að banna allt. Ég held að lausnin sé þarna í miðjunni eins og Norðurlöndin hafa gert,“ segir Sigurþóra. Ungir karlmenn viðkvæmari Óbreytt ástand hafi slæm áhrif. „Ég hef áhyggjur af því að þetta vaxi og vaxi. Ungir karlmenn eru langstærsti hópurinn sem lendir í vandræðum með þessa spilun. Bæði því þeir spila meira en aðrir hópar og að það virðist sem svo að þeir séu viðkvæmari fyrir því að lenda í spilavanda,“ segir Sigurþóra.
Fjárhættuspil Samfylkingin Alþingi Stjórnsýsla Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Börn og uppeldi Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira