Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. september 2025 12:38 Björn Rúnar segir tilfærslu Blóðbankans í Borgarkringluna mikið framfaraskref. Aðgengi að bankanum á Snorrabraut hafi verið orðið slæmt. Vísir/Lýður Blóðbankinn í Reykjavík hefur flutt starfsemi sína af Snorrabraut í Kringluna. Framkvæmdastjóri starfseminnar vonar að með þessu leggi fleiri leið sína í bankann og markmið um tvö þúsund nýja blóðgjafa á ári náist. Blóðsöfnunarhluti blóðbankans, sá hluti sem almenningur mætir í til þess að gefa blóð, hefur verið fluttur á fimmtu hæð Borgarkringlunnar og hófst blóðsöfnun þar á mánudag. Formleg opnunarathöfn fór fram fyrir hádegi í dag. „Þetta er náttúrulega svakalega mikilvægt framfaraskref fyrir okkur varðandi blóðbankaþjónustu. Stórt skref fram á við og mikilvægt í þessum lið okkar að bæta þjónustuna og sérstaklega fyrir þennan gríðarlega mikilvæga hóp sem blóðgjafarnir okkar eru,“ segir Björn Rúnar Lúðvíksson, framkvæmdastjóri klínískrar rannsóknar- og stoðþjónustu á Landspítalanum. Rannsóknarhluti Blóðbankans verður áfram staðsettur á Snorrabraut 60 en orðið var flókið að taka á móti blóðgjöfum. „Með vaxandi byggingarmagni og þrengslum, sem því fylgdi, þá var þetta orðið þannig að það var ekki hægt að bjóða upp á nægilega gott aðgengi. Svo höfum við verið í húsnæðisvanda.“ Fyrirmynd að flutningnum er frá Akureyri, þar sem blóðbankinn var færður af sjúkrahúsinu og yfir á Glerártorg fyrir nokkrum árum. „Ég hef fulla bjartsýni um að þetta muni skila góðu. Við þurfum að bæta í hópinn okkar. Við erum að stefna að því að vera með um það bil tvö þúsund nýja blóðgjafa á hverju ári. Við eigum svolítið í land, við erum með svona 1500 til 1700 á hverju ári. Þannig að við hvetjum fólk til að gerast blóðgjafar,“ segir Björn Rúnar. Blóðgjöf Heilbrigðismál Landspítalinn Reykjavík Kringlan Tengdar fréttir Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Blóðbankinn mun flytjast í Kringluna í haust, en framkvæmdir og skortur á bílastæðum við núverandi húsnæði eru tekin að aftra móttöku blóðgjafa, að sögn yfirlæknis. 6. ágúst 2025 12:05 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Blóðsöfnunarhluti blóðbankans, sá hluti sem almenningur mætir í til þess að gefa blóð, hefur verið fluttur á fimmtu hæð Borgarkringlunnar og hófst blóðsöfnun þar á mánudag. Formleg opnunarathöfn fór fram fyrir hádegi í dag. „Þetta er náttúrulega svakalega mikilvægt framfaraskref fyrir okkur varðandi blóðbankaþjónustu. Stórt skref fram á við og mikilvægt í þessum lið okkar að bæta þjónustuna og sérstaklega fyrir þennan gríðarlega mikilvæga hóp sem blóðgjafarnir okkar eru,“ segir Björn Rúnar Lúðvíksson, framkvæmdastjóri klínískrar rannsóknar- og stoðþjónustu á Landspítalanum. Rannsóknarhluti Blóðbankans verður áfram staðsettur á Snorrabraut 60 en orðið var flókið að taka á móti blóðgjöfum. „Með vaxandi byggingarmagni og þrengslum, sem því fylgdi, þá var þetta orðið þannig að það var ekki hægt að bjóða upp á nægilega gott aðgengi. Svo höfum við verið í húsnæðisvanda.“ Fyrirmynd að flutningnum er frá Akureyri, þar sem blóðbankinn var færður af sjúkrahúsinu og yfir á Glerártorg fyrir nokkrum árum. „Ég hef fulla bjartsýni um að þetta muni skila góðu. Við þurfum að bæta í hópinn okkar. Við erum að stefna að því að vera með um það bil tvö þúsund nýja blóðgjafa á hverju ári. Við eigum svolítið í land, við erum með svona 1500 til 1700 á hverju ári. Þannig að við hvetjum fólk til að gerast blóðgjafar,“ segir Björn Rúnar.
Blóðgjöf Heilbrigðismál Landspítalinn Reykjavík Kringlan Tengdar fréttir Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Blóðbankinn mun flytjast í Kringluna í haust, en framkvæmdir og skortur á bílastæðum við núverandi húsnæði eru tekin að aftra móttöku blóðgjafa, að sögn yfirlæknis. 6. ágúst 2025 12:05 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Blóðbankinn mun flytjast í Kringluna í haust, en framkvæmdir og skortur á bílastæðum við núverandi húsnæði eru tekin að aftra móttöku blóðgjafa, að sögn yfirlæknis. 6. ágúst 2025 12:05