Golden State í lykilstöðu | Myndbönd Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. júní 2015 07:41 Kóngur í ríki sínu. Golden State vann í nótt með Steph Curry fremstan í flokki. Vísir/Getty Golden State Warriors getur tryggt sér NBA-meistaratitilinn í körfubolta aðra nótt eftir sigur liðsins á Cleveland Cavaliers í fimmta leik liðanna í lokaúrslitum NBA-deildarinnar. Golden State er þar með komið með 3-2 forystu í rimmunni en Cleveland getur knúið fram oddaleik með sigri á heimavelli aðfarnótt miðvikudags. Steph Curry fór á kostum í leiknum í nótt og skoraði 37 stig, þar af sjö þriggja stiga körfur í þrettán tilraunum. Hann átti nokkrar slíkar á lokakafla leiksins er Golden State náði að stinga af og vinna með þrettán stiga mun, 104-91. Hann kom Golden State yfir, 96-86, með þriggja stiga körfu þegar 2:44 mínútur voru eftir en þá hafði hann farið illa með Matthew Dellavedova, sem hringsnerist í kringum þennan ótrúlega leikmann. „Það var skemmtilegt augnablik,“ sagði hann um fögnuðinn sem braust út eftir að hann skoraði. „En það hefur enga meiningu nema að við vinnum titilinn.“ LeBron James átti stórleik. Hann skoraði 40 stig, tók fjórtán fráköst og gaf ellefu stoðsendingar í leiknum en það dugði samt ekki til. Alls nýtti hann fimmtán af 34 skotum sínum í leiknum en þetta var hans önnur þrefalda tvenna í lokaúrslitunum. „Ég er með sjálfstraustið í lagi vegna þess að ég er besti leikmaður heims,“ sagði James eftir leikinn og er erfitt að ætla sér að deila við hann um það. Eftir jafnan leik tók Curry leikinn í sínar hendur á lokamínútunum. Hann setti niður hvert skotið á fætur öðru, innan þriggja stiga línunnar og fyrir utan - stundum langt fyrir utan. James sagði þó að það sé lítið hægt að gera í því. „Það var farið í hvert einasta skot. Hvernig sem það var. Það er í lagi okkar vegna. Maður verður að taka hatt sinn ofan fyrir bestu skyttu deildarinnar,“ sagði James. Golden State finnur nú lyktina af fyrsta meistaratitli félagsins í 40 ár en Cleveland hefur einnig þurft að bíða lengi. Það er 51 ár síðan að borgin fékk meistaratitil í stórri íþrótt í Bandaríkjunum. Fimmtu leikurinn í rimmunni er gríðarlega mikilvægur. Síðan að núverandi leikjafyrirkomulag var tekið upp (2-2-1-1-1) hefur liðið sem vann fimmta leikinn í rimmu þar sem staðan var 2-2 unnið titilinn í tólf skipti af fjórtán.Tilþrif Steph Curry: Þreföld tvenna LeBron James: Ótrúlegir þristar Curry og James: Bestu fimm tilþrif leiksins: NBA Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Sport Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Fleiri fréttir KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Sjá meira
Golden State Warriors getur tryggt sér NBA-meistaratitilinn í körfubolta aðra nótt eftir sigur liðsins á Cleveland Cavaliers í fimmta leik liðanna í lokaúrslitum NBA-deildarinnar. Golden State er þar með komið með 3-2 forystu í rimmunni en Cleveland getur knúið fram oddaleik með sigri á heimavelli aðfarnótt miðvikudags. Steph Curry fór á kostum í leiknum í nótt og skoraði 37 stig, þar af sjö þriggja stiga körfur í þrettán tilraunum. Hann átti nokkrar slíkar á lokakafla leiksins er Golden State náði að stinga af og vinna með þrettán stiga mun, 104-91. Hann kom Golden State yfir, 96-86, með þriggja stiga körfu þegar 2:44 mínútur voru eftir en þá hafði hann farið illa með Matthew Dellavedova, sem hringsnerist í kringum þennan ótrúlega leikmann. „Það var skemmtilegt augnablik,“ sagði hann um fögnuðinn sem braust út eftir að hann skoraði. „En það hefur enga meiningu nema að við vinnum titilinn.“ LeBron James átti stórleik. Hann skoraði 40 stig, tók fjórtán fráköst og gaf ellefu stoðsendingar í leiknum en það dugði samt ekki til. Alls nýtti hann fimmtán af 34 skotum sínum í leiknum en þetta var hans önnur þrefalda tvenna í lokaúrslitunum. „Ég er með sjálfstraustið í lagi vegna þess að ég er besti leikmaður heims,“ sagði James eftir leikinn og er erfitt að ætla sér að deila við hann um það. Eftir jafnan leik tók Curry leikinn í sínar hendur á lokamínútunum. Hann setti niður hvert skotið á fætur öðru, innan þriggja stiga línunnar og fyrir utan - stundum langt fyrir utan. James sagði þó að það sé lítið hægt að gera í því. „Það var farið í hvert einasta skot. Hvernig sem það var. Það er í lagi okkar vegna. Maður verður að taka hatt sinn ofan fyrir bestu skyttu deildarinnar,“ sagði James. Golden State finnur nú lyktina af fyrsta meistaratitli félagsins í 40 ár en Cleveland hefur einnig þurft að bíða lengi. Það er 51 ár síðan að borgin fékk meistaratitil í stórri íþrótt í Bandaríkjunum. Fimmtu leikurinn í rimmunni er gríðarlega mikilvægur. Síðan að núverandi leikjafyrirkomulag var tekið upp (2-2-1-1-1) hefur liðið sem vann fimmta leikinn í rimmu þar sem staðan var 2-2 unnið titilinn í tólf skipti af fjórtán.Tilþrif Steph Curry: Þreföld tvenna LeBron James: Ótrúlegir þristar Curry og James: Bestu fimm tilþrif leiksins:
NBA Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Sport Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Fleiri fréttir KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Sjá meira