Bikarúrslitaleiksliðin frá því í fyrrasumar, Keflavík og KR, drógust í dag saman í 32 liða úrslitum Borgunarbikar karla og mætast í Keflavík 3. júní næstkomandi.
Leikurinn fer fram á Nettóvellinum í Keflavík og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport þetta miðvikudagskvöld.
Mótanefnd KSÍ hefur raðað upp öllum leikjunum í 32 liða úrslitunum en þar verður meðal annars boðið upp á tvíhöfða á Samsung-vellinum í Garðabæ 3. júní.
Íslandsmeistarar Stjörnunnar taka þá á móti nýliðum Leiknis klukkan 18.00 og klukkan 20.30 fer síðan fram leikur KFG og Breiðabliks.
Hér fyrir neðan má sjá alla leikina sem og dags- og tímasetningar þeirra.
32-liða úrslit
Þriðjudagur 2. júní
18:00 Fjarðabyggð - Kári Norðfjarðarvöllur
19:15 KA - Álftanes KA-völlur
19:15 Þróttur R. - BÍ/Bolungarvík Gervigrasvöllur Laugardal
19:15 Völsungur - Grindavík Húsavíkurvöllur
19:15 Vatnaliljur - Afturelding Fagrilundur
19:15 KV - Fram KR-völlur
Miðvikudagur 3. júní
18:00 Stjarnan - Leiknir R. Samsung völlurinn
19:15 Keflavík - KR Nettóvöllurinn (Beint á Stöð 2 Sport)
19:15 ÍA - Fjölnir Norðurálsvöllurinn
19:15 FH - HK Kaplakrikavöllur
19:15 Fylkir - Njarðvík Fylkisvöllur
19:15 Þór - Víkingur Ó. Þórsvöllur
19:15 Víkingur R. - Höttur Víkingsvöllur
19:15 Valur - Selfoss Vodafonevöllurinn
19:15 Léttir - ÍBV Hertz völlurinn
20:30 KFG - Breiðablik Samsung völlurinn
Keflavík - KR í beinni á Stöð 2 Sport
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið





Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning
Körfubolti


Þróttur skoraði sex og flaug áfram
Íslenski boltinn



Beckham reiður: Sýnið smá virðingu
Fótbolti
Fleiri fréttir
