Stjórnarliðar sprungu á limminu og þinglok í óvissu Heimir Már Pétursson skrifar 22. maí 2015 19:51 Össur Skarphéðinsson segir að forseti Alþingis ætti að íhuga að segja af sér þar sem hann hafi enga stjórn á störfum þingsins. En forseti tilkynnti í dag að starfsáætlun þingsins væri ekki lengur í gildi og ekki lægi fyrir hvenær Alþingi lyki störfum fyrir sumarhlé. Þingmenn hafa nú í hálfan mánuð tekist á um breytingartillögu meirihluta atvinnuveganefndar um fjölgun virkjanakosta. Þegar greiða átti atkvæði um dagskrártillögu stjórnarandstöðunnar í morgun kom í ljós að stjórnarliðar voru í minnihluta í þingsalnum. Frestaði forseti þingsins þá fundi í tíu mínútur til að smala stjórnarþingmönnum í hús og voru forsætisráðherra og fjármálaráðherra m.a.kallaðir út af ríkisstjórnarfundi í Ráðherrabústaðnum til að fella tillögu minnihlutans. Minnihlutinn hélt hins vegar áfram ræðuhöldum um virkjanamálin og að loknu hádegisfundarhléi klukkan tvö gaf forseti Alþingis síðan út yfirlýsingu um að starfsáætlun Alþingis væri ekki lengur í gildi. „Ég hygg að öllum háttvirtum þingmönnum sé það ljóst að aðstæður eru á margan hátt erfiðar hér í þinginu. Við erum hér að fást við erfitt og snúið mál þar sem ágreiningur er djúpur,“ sagði Einar. Auk virkjanamálanna ætti eftir að afgreiða mörg önnur mikilvæg mál eins og væntanleg frumvörp fjármálaráðherra um afnám hafta. Því væri óljóst hvenær Alþingi lyki störfum. Þetta væru forseta vonbrigði. „En hann verður að lúta veruleikanum og hann er þessi. Það er ekki hægt við þessar aðstæður að ljúka þinginu innan þeirra marka starfsáætlunar sem við höfum unnið eftir fram að þessu,“ sagði Einar. „Hæstvirtur forseti veit ekki einu sinni hvenær á að hafa eldhúsdag. Hann veit ekki hvenær þinginu á að ljúka. Hann veit ekki hvenær þessum fundi á að ljúka,“ sagði Össur Skarphéðinsson þingmaður Samfylkingarinnar. Hann hefði aldrei kynnst annarri eins stöðu á sínum þingferli. Össur sagði að Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndar og Pál Jóhann Pálsson fulltrúa Framsóknarflokksins í atvinnuveganefnd hefðu haldið þinginu í gíslingu undanfarnar vikur. „Hæstvirtur forseti segir að hann verði að lúta veruleikanum! Hver er veruleiki hæstvirts forseta? Eru það þessir tveir talibanar sem halda þinginu í gíslingu? Er ekki kominn tími til þess að hæstvirtur forseti fari að hugsa um okkur hin sem líka sitjum hér og eigum líka okkar rétt. Er ekki bara næst hjá hæstvirtum forseta að segja af sér ef hann er í reynd að lýsa því yfir að hann hefur ekki lengur stjórn á þinginu? Hann hefur ekki einu sinni stjórn á tveimur mönnum sem hafa tekið þingið herskildi,“ sagði Össur Skarphéðinsson. Alþingi Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Fleiri fréttir „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Tæpar þrjú hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Sjá meira
Össur Skarphéðinsson segir að forseti Alþingis ætti að íhuga að segja af sér þar sem hann hafi enga stjórn á störfum þingsins. En forseti tilkynnti í dag að starfsáætlun þingsins væri ekki lengur í gildi og ekki lægi fyrir hvenær Alþingi lyki störfum fyrir sumarhlé. Þingmenn hafa nú í hálfan mánuð tekist á um breytingartillögu meirihluta atvinnuveganefndar um fjölgun virkjanakosta. Þegar greiða átti atkvæði um dagskrártillögu stjórnarandstöðunnar í morgun kom í ljós að stjórnarliðar voru í minnihluta í þingsalnum. Frestaði forseti þingsins þá fundi í tíu mínútur til að smala stjórnarþingmönnum í hús og voru forsætisráðherra og fjármálaráðherra m.a.kallaðir út af ríkisstjórnarfundi í Ráðherrabústaðnum til að fella tillögu minnihlutans. Minnihlutinn hélt hins vegar áfram ræðuhöldum um virkjanamálin og að loknu hádegisfundarhléi klukkan tvö gaf forseti Alþingis síðan út yfirlýsingu um að starfsáætlun Alþingis væri ekki lengur í gildi. „Ég hygg að öllum háttvirtum þingmönnum sé það ljóst að aðstæður eru á margan hátt erfiðar hér í þinginu. Við erum hér að fást við erfitt og snúið mál þar sem ágreiningur er djúpur,“ sagði Einar. Auk virkjanamálanna ætti eftir að afgreiða mörg önnur mikilvæg mál eins og væntanleg frumvörp fjármálaráðherra um afnám hafta. Því væri óljóst hvenær Alþingi lyki störfum. Þetta væru forseta vonbrigði. „En hann verður að lúta veruleikanum og hann er þessi. Það er ekki hægt við þessar aðstæður að ljúka þinginu innan þeirra marka starfsáætlunar sem við höfum unnið eftir fram að þessu,“ sagði Einar. „Hæstvirtur forseti veit ekki einu sinni hvenær á að hafa eldhúsdag. Hann veit ekki hvenær þinginu á að ljúka. Hann veit ekki hvenær þessum fundi á að ljúka,“ sagði Össur Skarphéðinsson þingmaður Samfylkingarinnar. Hann hefði aldrei kynnst annarri eins stöðu á sínum þingferli. Össur sagði að Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndar og Pál Jóhann Pálsson fulltrúa Framsóknarflokksins í atvinnuveganefnd hefðu haldið þinginu í gíslingu undanfarnar vikur. „Hæstvirtur forseti segir að hann verði að lúta veruleikanum! Hver er veruleiki hæstvirts forseta? Eru það þessir tveir talibanar sem halda þinginu í gíslingu? Er ekki kominn tími til þess að hæstvirtur forseti fari að hugsa um okkur hin sem líka sitjum hér og eigum líka okkar rétt. Er ekki bara næst hjá hæstvirtum forseta að segja af sér ef hann er í reynd að lýsa því yfir að hann hefur ekki lengur stjórn á þinginu? Hann hefur ekki einu sinni stjórn á tveimur mönnum sem hafa tekið þingið herskildi,“ sagði Össur Skarphéðinsson.
Alþingi Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Fleiri fréttir „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Tæpar þrjú hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Sjá meira