Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Atli Ísleifsson skrifar 29. ágúst 2025 07:00 Bandarískir fjölmiðlar greindu frá því að börnin sem létust í árásinni í Minneapolis hafi verið þau Harper Moyski, tíu ára, og Fletcher Merkel, átta ára. AP Lögregla í Minneapolis í Bandaríkjunum segir að árásarmaðurinn, sem skaut tvö börn til bana og særði átján til viðbótar í árás í kaþólskum skóla á miðvikudag, hafi verið „heltekinn af hugmyndinni um að drepa börn“. Lögreglustjórinn í Minneapolis, Brian O'Hara, sagði í gær að svo virðist sem að árásarmaðurinn, Robin Westman, virðist annars „ekki hafa haft neina sérstaka ástæðu“ fyrir gjörðum sínum. O‘Hara sagði á blaðamannafundi að Westman „virðist hafa hatað okkur öll“ og að „umfram allt annað, þá virðist skotmaðurinn hafa viljað drepa börn.“ Skólinn sem um ræðir heitir Annunciation Catholic School og hann sækja um 340 nemendur.AP Þau sem létust átta og tíu ára Erlendir fjölmiðlar greindu frá því í gær að börnin sem létust hafi verið þau Fletcher Merkel, átta ára og Harper Moyski, tíu ára. „Í gær þá ákvað heigull að taka Fletcher, átta ára son okkar, frá okkur,“ sagði faðirinn Jesse Merkel við fréttamenn í gær. „Fletcher elskaði fjölskyldu sína, vini, veiði, eldamennsku og hverja þá íþrótt sem hann mátti taka þátt í. […] Knúsið og kyssið börnin ykkar sérstaklega í dag. Við elskum þig, Fletcher. Þú verður alltaf með okkur,“ sagði faðirinn. Foreldrar Harper Moyski, þau Michael Moyski og Jackie Flavin, sögðu í yfirlýsingu að Harper hafi verið „björt, glaðvær og elskuð tíu ára stúlka. Hlátur, góðmennska og skap hafi snert alla þá sem þekktu hana.“ Fyrsta messa skólaársins Árásin var gerð í kapellu kaþólsks barnaskóla í Minneapolis á miðvikudag. Þá átti sér stað fyrsta messa skólaársins og hóf Westman árásina með því að skjóta inn um gluggana utanfrá og á börnin sem sátu á kirkjubekkjunum. Yngsta barnið sem lést var sex ára gamalt, en árásarmaðurinn svipti sig lífi eftir að lögregla hafði króað hann af. AP Skólinn sem um ræðir heitir Annunciation Catholic School og hann sækja um 340 nemendur, allt frá leikskólaaldri og upp í áttunda bekk, en skólaárið hófst síðastliðinn mánudag. Westman var með hreina sakaskrá, stóð ein að árásinni og notaðist við þrjú skotvopn. Í erlendum fjölmiðlum segir móðir Westman hafi starfað í skólanum áður en hún fór á eftirlaun. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin 23 ára kona sem hóf skothríð í kaþólskum skóla í Minneapolis í Bandaríkjunum í gær deildi sérstakri yfirlýsingu sinni fyrir árásina, var ekki á sakaskrá og hafði eignast skotvopnin með löglegum hætti. Á skotvopnin hafði árásarmaðurinn – Robin Westman – meðal annars skrifað „Drepið Trump“, „Breivik“ og „McVeigh“. 28. ágúst 2025 06:46 Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Að minnsta kosti tvö börn voru skotin til bana og sautján eru særðir eftir að maður á þrítugsaldri hóf skothríð inn um glugga á kirkju þar sem fjöldi skólabarna hafði komið saman í Minneapolis í Bandaríkjunum í dag. Árásarmaðurinn er sagður hafa svipt sig lífi eftir að hann var króaður af. 27. ágúst 2025 15:17 Mest lesið Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Aukin andstaða í Noregi gegn aðild Erlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Stakk af eftir harðan árekstur Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt Innlent Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Aukin andstaða í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Sjá meira
Lögreglustjórinn í Minneapolis, Brian O'Hara, sagði í gær að svo virðist sem að árásarmaðurinn, Robin Westman, virðist annars „ekki hafa haft neina sérstaka ástæðu“ fyrir gjörðum sínum. O‘Hara sagði á blaðamannafundi að Westman „virðist hafa hatað okkur öll“ og að „umfram allt annað, þá virðist skotmaðurinn hafa viljað drepa börn.“ Skólinn sem um ræðir heitir Annunciation Catholic School og hann sækja um 340 nemendur.AP Þau sem létust átta og tíu ára Erlendir fjölmiðlar greindu frá því í gær að börnin sem létust hafi verið þau Fletcher Merkel, átta ára og Harper Moyski, tíu ára. „Í gær þá ákvað heigull að taka Fletcher, átta ára son okkar, frá okkur,“ sagði faðirinn Jesse Merkel við fréttamenn í gær. „Fletcher elskaði fjölskyldu sína, vini, veiði, eldamennsku og hverja þá íþrótt sem hann mátti taka þátt í. […] Knúsið og kyssið börnin ykkar sérstaklega í dag. Við elskum þig, Fletcher. Þú verður alltaf með okkur,“ sagði faðirinn. Foreldrar Harper Moyski, þau Michael Moyski og Jackie Flavin, sögðu í yfirlýsingu að Harper hafi verið „björt, glaðvær og elskuð tíu ára stúlka. Hlátur, góðmennska og skap hafi snert alla þá sem þekktu hana.“ Fyrsta messa skólaársins Árásin var gerð í kapellu kaþólsks barnaskóla í Minneapolis á miðvikudag. Þá átti sér stað fyrsta messa skólaársins og hóf Westman árásina með því að skjóta inn um gluggana utanfrá og á börnin sem sátu á kirkjubekkjunum. Yngsta barnið sem lést var sex ára gamalt, en árásarmaðurinn svipti sig lífi eftir að lögregla hafði króað hann af. AP Skólinn sem um ræðir heitir Annunciation Catholic School og hann sækja um 340 nemendur, allt frá leikskólaaldri og upp í áttunda bekk, en skólaárið hófst síðastliðinn mánudag. Westman var með hreina sakaskrá, stóð ein að árásinni og notaðist við þrjú skotvopn. Í erlendum fjölmiðlum segir móðir Westman hafi starfað í skólanum áður en hún fór á eftirlaun.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin 23 ára kona sem hóf skothríð í kaþólskum skóla í Minneapolis í Bandaríkjunum í gær deildi sérstakri yfirlýsingu sinni fyrir árásina, var ekki á sakaskrá og hafði eignast skotvopnin með löglegum hætti. Á skotvopnin hafði árásarmaðurinn – Robin Westman – meðal annars skrifað „Drepið Trump“, „Breivik“ og „McVeigh“. 28. ágúst 2025 06:46 Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Að minnsta kosti tvö börn voru skotin til bana og sautján eru særðir eftir að maður á þrítugsaldri hóf skothríð inn um glugga á kirkju þar sem fjöldi skólabarna hafði komið saman í Minneapolis í Bandaríkjunum í dag. Árásarmaðurinn er sagður hafa svipt sig lífi eftir að hann var króaður af. 27. ágúst 2025 15:17 Mest lesið Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Aukin andstaða í Noregi gegn aðild Erlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Stakk af eftir harðan árekstur Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt Innlent Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Aukin andstaða í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Sjá meira
Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin 23 ára kona sem hóf skothríð í kaþólskum skóla í Minneapolis í Bandaríkjunum í gær deildi sérstakri yfirlýsingu sinni fyrir árásina, var ekki á sakaskrá og hafði eignast skotvopnin með löglegum hætti. Á skotvopnin hafði árásarmaðurinn – Robin Westman – meðal annars skrifað „Drepið Trump“, „Breivik“ og „McVeigh“. 28. ágúst 2025 06:46
Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Að minnsta kosti tvö börn voru skotin til bana og sautján eru særðir eftir að maður á þrítugsaldri hóf skothríð inn um glugga á kirkju þar sem fjöldi skólabarna hafði komið saman í Minneapolis í Bandaríkjunum í dag. Árásarmaðurinn er sagður hafa svipt sig lífi eftir að hann var króaður af. 27. ágúst 2025 15:17