Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Kjartan Kjartansson skrifar 28. ágúst 2025 14:44 Silja Bára Ómarsdóttir, rektor Háskóla Íslands. Vísir/Sigurjón Rektor Háskóla Íslands segist ætla að efna til umræðu um tjáningarfrelsi í skólanum í aðdraganda háskólaþings í haust í kjölfar þess að mótmælendur stöðvuðu fyrirlestur ísraelsks fræðimanns. Ekki sé hægt að takast á við áskoranir samtímans án umræðu. Þetta er í fyrsta skipti sem rektor tjáir sig síðan mótmælt áttu sér stað fyrir þremur vikum. Hætt var við fyrirlestur hagfræðiprófessors frá Bar-Ilan-háskóla í Ísrael um gervigreind vegna hóps mótmælenda sem hafði uppi frammíköll og hárreysti í sal í Þjóðminjasafninu 6. ágúst. Vildu þeir andmæla því að prófessorinn fengi að flytja erindi sitt vegna þess að hann starfaði við stofnun sem styddi Ísraelsher opinberlega. Gylfi Zoega sem stóð fyrir fyrirlestri ísraelska hagfræðingsins sagði að skipuleggjendur hans hefðu talið að ekki ætti að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórna og koma í veg fyrir að þeir gætu lýst niðurstöðum rannsókna. Silja Bára Ómarsdóttir, nýr rektor háskólans, hafði aftur á móti ekki tjáð sig um uppákomuna þar til í dag. Hún hefur ekki svarað beiðnum fréttastofu um viðtal eftir að málið kom upp. Fyrrverandi hæstaréttardómari krafðist meðal annars afsagnar hennar í vikunni vegna þagnar hennar um málið. Í ávarpi til nemenda háskólans í fréttabréfi sem þeim var sent í tölvupósti skrifaði Silja Bára að „líflegar umræður“ hefðu skapast á meðal fræðafólks og annarra um akademískt frelsi, málfrelsi og rétt fólks til mótmæla eftir atvikið með ísraelska prófessorinn. „Ég legg ríka áherslu á að háskólar eru vettvangur málfrelsis og frjálsra skoðanaskipta,“ skrifaði rektorinn. Frelsi fylgi ábyrgð Hundruð viðburða af þessu tagi færu fram innan háskólans á hverju ári og þeir væru einn af burðarstólpum akademísks frelsis og tryggðu að ólíkar hugmyndir, rannsóknir og gagnrýni gætu komið fram hindrunarlaust. „En öllu frelsi fylgir ábyrgð og það er eðlilegt að við spyrjum okkur einnig hvenær frelsi eins til að tjá skoðanir sínar í formi mótmæla gengur á tjáningarfrelsi annars,“ skrifaði Silja Bára til nemenda. Umræðan væri mikilvæg og heilbrigð fyrir akademískt samfélag. Hún væri nú að „leggja drög að því að efna til vettvangs þar sem þessi mál verða rædd og undirbúin fyrir háskólaþing“ sem verði haldið á haustmisteri. Róbert H. Haraldsson, prófessor í heimspeki og fyrrverandi kenslustjóri HÍ, sagði í grein á Vísi í vikunni að nauðsynlegt væri að setja skýra stefnu um málfrelsi í háskólanum í kjölfar atviksins. Háskólar Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Tjáningarfrelsi Skóla- og menntamál Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Fleiri fréttir Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Sjá meira
Hætt var við fyrirlestur hagfræðiprófessors frá Bar-Ilan-háskóla í Ísrael um gervigreind vegna hóps mótmælenda sem hafði uppi frammíköll og hárreysti í sal í Þjóðminjasafninu 6. ágúst. Vildu þeir andmæla því að prófessorinn fengi að flytja erindi sitt vegna þess að hann starfaði við stofnun sem styddi Ísraelsher opinberlega. Gylfi Zoega sem stóð fyrir fyrirlestri ísraelska hagfræðingsins sagði að skipuleggjendur hans hefðu talið að ekki ætti að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórna og koma í veg fyrir að þeir gætu lýst niðurstöðum rannsókna. Silja Bára Ómarsdóttir, nýr rektor háskólans, hafði aftur á móti ekki tjáð sig um uppákomuna þar til í dag. Hún hefur ekki svarað beiðnum fréttastofu um viðtal eftir að málið kom upp. Fyrrverandi hæstaréttardómari krafðist meðal annars afsagnar hennar í vikunni vegna þagnar hennar um málið. Í ávarpi til nemenda háskólans í fréttabréfi sem þeim var sent í tölvupósti skrifaði Silja Bára að „líflegar umræður“ hefðu skapast á meðal fræðafólks og annarra um akademískt frelsi, málfrelsi og rétt fólks til mótmæla eftir atvikið með ísraelska prófessorinn. „Ég legg ríka áherslu á að háskólar eru vettvangur málfrelsis og frjálsra skoðanaskipta,“ skrifaði rektorinn. Frelsi fylgi ábyrgð Hundruð viðburða af þessu tagi færu fram innan háskólans á hverju ári og þeir væru einn af burðarstólpum akademísks frelsis og tryggðu að ólíkar hugmyndir, rannsóknir og gagnrýni gætu komið fram hindrunarlaust. „En öllu frelsi fylgir ábyrgð og það er eðlilegt að við spyrjum okkur einnig hvenær frelsi eins til að tjá skoðanir sínar í formi mótmæla gengur á tjáningarfrelsi annars,“ skrifaði Silja Bára til nemenda. Umræðan væri mikilvæg og heilbrigð fyrir akademískt samfélag. Hún væri nú að „leggja drög að því að efna til vettvangs þar sem þessi mál verða rædd og undirbúin fyrir háskólaþing“ sem verði haldið á haustmisteri. Róbert H. Haraldsson, prófessor í heimspeki og fyrrverandi kenslustjóri HÍ, sagði í grein á Vísi í vikunni að nauðsynlegt væri að setja skýra stefnu um málfrelsi í háskólanum í kjölfar atviksins.
Háskólar Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Tjáningarfrelsi Skóla- og menntamál Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Fleiri fréttir Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Sjá meira