Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Lovísa Arnardóttir skrifar 28. ágúst 2025 20:23 Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó. Mynd/Strætó Jóhannes Rúnarsson framkvæmdarstjóri Strætó segir ganga vel hjá strætó eftir að tíðni ferða var fjölgað til muna þann 17. ágúst síðastliðinn. Breytingarnar kosti strætó um 400 milljónir en vögnum var fjölgað um 25 og starfsfólki um 60 manns. Hann segir enn ekki marktækar tölur til um nýtingu og hvort notendum hafi fjölgað. Það taki stund fyrir fólk til að átta sig raunverulega á breytingunni og byrja að nýta sér strætó oftar. Jóhannes ræddi ýmislegt strætótengt í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann segir aukna tíðni ekki tilraunaverkefni, heldur sé þetta komið til að vera. Þegar breytingarnar voru kynntar kom fram að einn tilgangur breytinganna væri að venja fólk við tíðari ferðum í aðdraganda Borgarlínunnar. „Það sem við heyrum er jákvætt,“ segir Jóhannes. Hann segir að með aukinni tíðni hafi það gerst að einhverjum vögnum seinki en aðrir séu fljótir og þeir fylgi því í raun hver öðrum. Það sé unnið að því að reyna að koma í veg fyrir þetta en umferðin hafi áhrif. Það sé alltaf lagað í næsta hring. Það sé þeirra von að með fleiri vögnum og meiri tíðni muni bílum fjölga hægar í umferðinni. Eins og fram hefur komið var í breytingunum tíðni margra leiða aukin þannig þeir aka nú á tíu mínútna fresti í stað fimmtán. Jóhannes segir notkun á strætó þokkalega. Á hverjum degi noti um 45 þúsund Strætó en hluti af því að notkuninni sé ekki meiri sé að áreiðanleikinn hafi ekki verið meiri. „Það eru fáar sérakreinar þó þeim hafi aðeins fjölgað núna, tíðnin hefur ekki verið nægilega góð, nú erum við að stíga skref inn í það að vera með meiri tíðni og fljótlega verður áreiðanleikinn meiri eftir því sem sérakgreinum fjölgar.“ Eftirlitsmenn í strætó fengu í fyrra heimild til að sekta þau sem ekki greiða fargjaldið. Hann segir slík mál koma reglulega upp. Fólk reyni að borga minna eða ekki neitt. Jóhannes segir ekki standa til að hækka verðið eins og er en það verði að koma í ljós. Þau reyni að hækka verðið aðeins í takt við vísitöluhækkanir en það hafi verið umfram það í heimsfaraldri Covid. Fargjaldastefnan í dag sé að hækka aðeins í takt við verðlag. Strætó Borgarlína Reykjavík Kópavogur Hafnarfjörður Garðabær Seltjarnarnes Mosfellsbær Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Strætó ræðst í umfangsmikla þjónustuaukningu sunnudaginn næsta. Hlutfall íbúa sem búa innan við 400 metrum frá stoppistöð með tíu mínútna tíðni á annatíma fer úr um 18 prósent í rúmlega 50 prósent. 13. ágúst 2025 13:18 Stórauka þjónustu Strætó í lok sumars Strætó mun stórauka þjónustu sína en frá og með 17. ágúst 2025 verður umfangsmikil þjónustuaukning í almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu. Þessi aukning er hluti af Samgöngusáttmálanum og rekstraráætlun Strætó og skref í átt að nýju leiðaneti, sem á að taka gildi árið 2031. 11. júní 2025 12:36 Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Sjá meira
Hann segir enn ekki marktækar tölur til um nýtingu og hvort notendum hafi fjölgað. Það taki stund fyrir fólk til að átta sig raunverulega á breytingunni og byrja að nýta sér strætó oftar. Jóhannes ræddi ýmislegt strætótengt í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann segir aukna tíðni ekki tilraunaverkefni, heldur sé þetta komið til að vera. Þegar breytingarnar voru kynntar kom fram að einn tilgangur breytinganna væri að venja fólk við tíðari ferðum í aðdraganda Borgarlínunnar. „Það sem við heyrum er jákvætt,“ segir Jóhannes. Hann segir að með aukinni tíðni hafi það gerst að einhverjum vögnum seinki en aðrir séu fljótir og þeir fylgi því í raun hver öðrum. Það sé unnið að því að reyna að koma í veg fyrir þetta en umferðin hafi áhrif. Það sé alltaf lagað í næsta hring. Það sé þeirra von að með fleiri vögnum og meiri tíðni muni bílum fjölga hægar í umferðinni. Eins og fram hefur komið var í breytingunum tíðni margra leiða aukin þannig þeir aka nú á tíu mínútna fresti í stað fimmtán. Jóhannes segir notkun á strætó þokkalega. Á hverjum degi noti um 45 þúsund Strætó en hluti af því að notkuninni sé ekki meiri sé að áreiðanleikinn hafi ekki verið meiri. „Það eru fáar sérakreinar þó þeim hafi aðeins fjölgað núna, tíðnin hefur ekki verið nægilega góð, nú erum við að stíga skref inn í það að vera með meiri tíðni og fljótlega verður áreiðanleikinn meiri eftir því sem sérakgreinum fjölgar.“ Eftirlitsmenn í strætó fengu í fyrra heimild til að sekta þau sem ekki greiða fargjaldið. Hann segir slík mál koma reglulega upp. Fólk reyni að borga minna eða ekki neitt. Jóhannes segir ekki standa til að hækka verðið eins og er en það verði að koma í ljós. Þau reyni að hækka verðið aðeins í takt við vísitöluhækkanir en það hafi verið umfram það í heimsfaraldri Covid. Fargjaldastefnan í dag sé að hækka aðeins í takt við verðlag.
Strætó Borgarlína Reykjavík Kópavogur Hafnarfjörður Garðabær Seltjarnarnes Mosfellsbær Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Strætó ræðst í umfangsmikla þjónustuaukningu sunnudaginn næsta. Hlutfall íbúa sem búa innan við 400 metrum frá stoppistöð með tíu mínútna tíðni á annatíma fer úr um 18 prósent í rúmlega 50 prósent. 13. ágúst 2025 13:18 Stórauka þjónustu Strætó í lok sumars Strætó mun stórauka þjónustu sína en frá og með 17. ágúst 2025 verður umfangsmikil þjónustuaukning í almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu. Þessi aukning er hluti af Samgöngusáttmálanum og rekstraráætlun Strætó og skref í átt að nýju leiðaneti, sem á að taka gildi árið 2031. 11. júní 2025 12:36 Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Sjá meira
Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Strætó ræðst í umfangsmikla þjónustuaukningu sunnudaginn næsta. Hlutfall íbúa sem búa innan við 400 metrum frá stoppistöð með tíu mínútna tíðni á annatíma fer úr um 18 prósent í rúmlega 50 prósent. 13. ágúst 2025 13:18
Stórauka þjónustu Strætó í lok sumars Strætó mun stórauka þjónustu sína en frá og með 17. ágúst 2025 verður umfangsmikil þjónustuaukning í almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu. Þessi aukning er hluti af Samgöngusáttmálanum og rekstraráætlun Strætó og skref í átt að nýju leiðaneti, sem á að taka gildi árið 2031. 11. júní 2025 12:36