Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Lovísa Arnardóttir skrifar 28. ágúst 2025 20:23 Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó. Mynd/Strætó Jóhannes Rúnarsson framkvæmdarstjóri Strætó segir ganga vel hjá strætó eftir að tíðni ferða var fjölgað til muna þann 17. ágúst síðastliðinn. Breytingarnar kosti strætó um 400 milljónir en vögnum var fjölgað um 25 og starfsfólki um 60 manns. Hann segir enn ekki marktækar tölur til um nýtingu og hvort notendum hafi fjölgað. Það taki stund fyrir fólk til að átta sig raunverulega á breytingunni og byrja að nýta sér strætó oftar. Jóhannes ræddi ýmislegt strætótengt í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann segir aukna tíðni ekki tilraunaverkefni, heldur sé þetta komið til að vera. Þegar breytingarnar voru kynntar kom fram að einn tilgangur breytinganna væri að venja fólk við tíðari ferðum í aðdraganda Borgarlínunnar. „Það sem við heyrum er jákvætt,“ segir Jóhannes. Hann segir að með aukinni tíðni hafi það gerst að einhverjum vögnum seinki en aðrir séu fljótir og þeir fylgi því í raun hver öðrum. Það sé unnið að því að reyna að koma í veg fyrir þetta en umferðin hafi áhrif. Það sé alltaf lagað í næsta hring. Það sé þeirra von að með fleiri vögnum og meiri tíðni muni bílum fjölga hægar í umferðinni. Eins og fram hefur komið var í breytingunum tíðni margra leiða aukin þannig þeir aka nú á tíu mínútna fresti í stað fimmtán. Jóhannes segir notkun á strætó þokkalega. Á hverjum degi noti um 45 þúsund Strætó en hluti af því að notkuninni sé ekki meiri sé að áreiðanleikinn hafi ekki verið meiri. „Það eru fáar sérakreinar þó þeim hafi aðeins fjölgað núna, tíðnin hefur ekki verið nægilega góð, nú erum við að stíga skref inn í það að vera með meiri tíðni og fljótlega verður áreiðanleikinn meiri eftir því sem sérakgreinum fjölgar.“ Eftirlitsmenn í strætó fengu í fyrra heimild til að sekta þau sem ekki greiða fargjaldið. Hann segir slík mál koma reglulega upp. Fólk reyni að borga minna eða ekki neitt. Jóhannes segir ekki standa til að hækka verðið eins og er en það verði að koma í ljós. Þau reyni að hækka verðið aðeins í takt við vísitöluhækkanir en það hafi verið umfram það í heimsfaraldri Covid. Fargjaldastefnan í dag sé að hækka aðeins í takt við verðlag. Strætó Borgarlína Reykjavík Kópavogur Hafnarfjörður Garðabær Seltjarnarnes Mosfellsbær Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Strætó ræðst í umfangsmikla þjónustuaukningu sunnudaginn næsta. Hlutfall íbúa sem búa innan við 400 metrum frá stoppistöð með tíu mínútna tíðni á annatíma fer úr um 18 prósent í rúmlega 50 prósent. 13. ágúst 2025 13:18 Stórauka þjónustu Strætó í lok sumars Strætó mun stórauka þjónustu sína en frá og með 17. ágúst 2025 verður umfangsmikil þjónustuaukning í almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu. Þessi aukning er hluti af Samgöngusáttmálanum og rekstraráætlun Strætó og skref í átt að nýju leiðaneti, sem á að taka gildi árið 2031. 11. júní 2025 12:36 Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Fleiri fréttir „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Sjá meira
Hann segir enn ekki marktækar tölur til um nýtingu og hvort notendum hafi fjölgað. Það taki stund fyrir fólk til að átta sig raunverulega á breytingunni og byrja að nýta sér strætó oftar. Jóhannes ræddi ýmislegt strætótengt í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann segir aukna tíðni ekki tilraunaverkefni, heldur sé þetta komið til að vera. Þegar breytingarnar voru kynntar kom fram að einn tilgangur breytinganna væri að venja fólk við tíðari ferðum í aðdraganda Borgarlínunnar. „Það sem við heyrum er jákvætt,“ segir Jóhannes. Hann segir að með aukinni tíðni hafi það gerst að einhverjum vögnum seinki en aðrir séu fljótir og þeir fylgi því í raun hver öðrum. Það sé unnið að því að reyna að koma í veg fyrir þetta en umferðin hafi áhrif. Það sé alltaf lagað í næsta hring. Það sé þeirra von að með fleiri vögnum og meiri tíðni muni bílum fjölga hægar í umferðinni. Eins og fram hefur komið var í breytingunum tíðni margra leiða aukin þannig þeir aka nú á tíu mínútna fresti í stað fimmtán. Jóhannes segir notkun á strætó þokkalega. Á hverjum degi noti um 45 þúsund Strætó en hluti af því að notkuninni sé ekki meiri sé að áreiðanleikinn hafi ekki verið meiri. „Það eru fáar sérakreinar þó þeim hafi aðeins fjölgað núna, tíðnin hefur ekki verið nægilega góð, nú erum við að stíga skref inn í það að vera með meiri tíðni og fljótlega verður áreiðanleikinn meiri eftir því sem sérakgreinum fjölgar.“ Eftirlitsmenn í strætó fengu í fyrra heimild til að sekta þau sem ekki greiða fargjaldið. Hann segir slík mál koma reglulega upp. Fólk reyni að borga minna eða ekki neitt. Jóhannes segir ekki standa til að hækka verðið eins og er en það verði að koma í ljós. Þau reyni að hækka verðið aðeins í takt við vísitöluhækkanir en það hafi verið umfram það í heimsfaraldri Covid. Fargjaldastefnan í dag sé að hækka aðeins í takt við verðlag.
Strætó Borgarlína Reykjavík Kópavogur Hafnarfjörður Garðabær Seltjarnarnes Mosfellsbær Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Strætó ræðst í umfangsmikla þjónustuaukningu sunnudaginn næsta. Hlutfall íbúa sem búa innan við 400 metrum frá stoppistöð með tíu mínútna tíðni á annatíma fer úr um 18 prósent í rúmlega 50 prósent. 13. ágúst 2025 13:18 Stórauka þjónustu Strætó í lok sumars Strætó mun stórauka þjónustu sína en frá og með 17. ágúst 2025 verður umfangsmikil þjónustuaukning í almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu. Þessi aukning er hluti af Samgöngusáttmálanum og rekstraráætlun Strætó og skref í átt að nýju leiðaneti, sem á að taka gildi árið 2031. 11. júní 2025 12:36 Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Fleiri fréttir „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Sjá meira
Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Strætó ræðst í umfangsmikla þjónustuaukningu sunnudaginn næsta. Hlutfall íbúa sem búa innan við 400 metrum frá stoppistöð með tíu mínútna tíðni á annatíma fer úr um 18 prósent í rúmlega 50 prósent. 13. ágúst 2025 13:18
Stórauka þjónustu Strætó í lok sumars Strætó mun stórauka þjónustu sína en frá og með 17. ágúst 2025 verður umfangsmikil þjónustuaukning í almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu. Þessi aukning er hluti af Samgöngusáttmálanum og rekstraráætlun Strætó og skref í átt að nýju leiðaneti, sem á að taka gildi árið 2031. 11. júní 2025 12:36